Jafnaðarmenn í Litháen unnu sigur Atli Ísleifsson skrifar 28. október 2024 09:04 Vilija Blinkeviciute, leiðtogi litháískra Jafnaðarmanna, fagnaði í gær. AP Jafnaðarmannaflokkurinn í Litháen, sem hefur verið í stjórnarandstöðu síðustu ár, hlaut flest atkvæði í þingkosningunum sem fram fóru þar í landi í gær. Kristilegir demókratar, með formanninn Gabrielius Landsbergis í broddi fylkingar, hefur viðurkennt ósigur. Samkvæmt tölum frá landskjörstjórn í Litháen hafa Jafnaðarmenn tryggt sér 52 þingsæti þegar búið er að telja um 99 prósent atkvæða, en alls á 141 þingmaður sæti á þinginu. Kristilegir demókratar hafa á sama tíma tryggt sér 28 þingsæti. Í frétt DW segir að kosningabaráttan hafi að stórum hluta snúist um stríðið í Úkraínu og aukinn framfærslukostnað almennings. Vilija Blinkeviciute, leiðtogi Jafnaðarmanna, segir að hún telji að Jafnaðarmenn muni ná að mynda meirihluta á þinginu með öðrum flokkum – Fyrir Litháen, Bændaflokknum og Græningjum. Hún segir niðurstöður kosninganna sýna fram á að Litháar, hvort sem þeir búi í stórborgum eða landsbyggð, vilji breytingar. Hún stefni sjálf að því að verða næsti forsætisráðherra landsins. Í Litháen fara þingkosningar þannig fram að helmingur þingsins er valinn í hlutfallskosningum og hinn helmingurinn er valinn í öðrum kosningum þar sem kosið er milli tveggja efstu innan kjördæmis. Fyrri umferð kosninganna fóru fram 13. október síðastliðinn. Ingrida Šimonytė hefur verið forsætisráðherra landsins frá árinu 2020. Vinsældir stjórnar hennar hafa minnkað jafnt og þétt síðustu ár, sér í lagi vegna óánægju almennings með háar verðbólgutölur, ýmis pólitísk hneykslismál og sömuleiðis hvernig brugðist var við í heimsfaraldri kórónuveirunnar. Litháen Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Sjá meira
Samkvæmt tölum frá landskjörstjórn í Litháen hafa Jafnaðarmenn tryggt sér 52 þingsæti þegar búið er að telja um 99 prósent atkvæða, en alls á 141 þingmaður sæti á þinginu. Kristilegir demókratar hafa á sama tíma tryggt sér 28 þingsæti. Í frétt DW segir að kosningabaráttan hafi að stórum hluta snúist um stríðið í Úkraínu og aukinn framfærslukostnað almennings. Vilija Blinkeviciute, leiðtogi Jafnaðarmanna, segir að hún telji að Jafnaðarmenn muni ná að mynda meirihluta á þinginu með öðrum flokkum – Fyrir Litháen, Bændaflokknum og Græningjum. Hún segir niðurstöður kosninganna sýna fram á að Litháar, hvort sem þeir búi í stórborgum eða landsbyggð, vilji breytingar. Hún stefni sjálf að því að verða næsti forsætisráðherra landsins. Í Litháen fara þingkosningar þannig fram að helmingur þingsins er valinn í hlutfallskosningum og hinn helmingurinn er valinn í öðrum kosningum þar sem kosið er milli tveggja efstu innan kjördæmis. Fyrri umferð kosninganna fóru fram 13. október síðastliðinn. Ingrida Šimonytė hefur verið forsætisráðherra landsins frá árinu 2020. Vinsældir stjórnar hennar hafa minnkað jafnt og þétt síðustu ár, sér í lagi vegna óánægju almennings með háar verðbólgutölur, ýmis pólitísk hneykslismál og sömuleiðis hvernig brugðist var við í heimsfaraldri kórónuveirunnar.
Litháen Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Sjá meira