Lífið

„Hvar annars staðar átti hjónaherbergið að vera en á sviðinu?“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Mummi og Þórunn hafa komið sér vel fyrir í Samkomuhúsi.
Mummi og Þórunn hafa komið sér vel fyrir í Samkomuhúsi.

Hjónin Mummi Týr og Þórunn Wolfram Pétursdóttir hafa innréttað og komið sér vel fyrir í gömlu samkomuhúsi í Grímsnesi þar sem sviðið í salnum er með hjónarúminu og tjaldi fram í salinn.

Eldhúsið er smíðað inn í gamla bar hússins á sérstakan hátt og allt húsið alveg einstaklega óvenjulegt og skemmtilegt. Vala Matt fór fyrir Ísland í dag og skoðaði þetta sérkennilega heimili í Íslandi í dag á Stöð 2 í síðustu viku.

„Þegar við kynnumst fyrir sex sjö árum, ég og þessi fallega kona hérna þá höfðum við bæði þann draum að eignast hlöðu einhversstaðar og byggja okkur heimili í hlöðu. Það var draumurinn en konan mín er alveg svakaleg á netinu og er mikil rannsóknarlögga og sá þetta hús. Þetta er samkomuhús og var skráð sem samkomuhús þó það sé skráð sem einbýlishús í dag. Við bara komum hingað einu sinni og urðum ástfangin en hvar annars staðar átti hjónaherbergið að vera en á sviðinu?“ segir Mummi.

„Það er svo gott að sofa þarna. Friðurinn og róin í húsinu er sannarlega líka á sviðinu,“ segir Þórunn og bætir við að það hafi verið meðvitað að hafa ekkert nema rúmið á sviðinu til að leyfa rýminu að njóta sín.

Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.