Pétur hafi ekki verið rekinn: „Sameiginleg ákvörðun“ Aron Guðmundsson skrifar 28. október 2024 14:02 Pétur Pétursson á hliðarlínunni sem þjálfari Vals Vísir/Ernir Eyjólfsson Björn Steinar Jónsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, segir það ekki rétt að Pétur Pétursson hafi verið rekinn úr stöðu þjálfara kvennaliðs Vals í fótbolta. Um sameiginlega ákvörðun hafi verið að ræða. Valur hefur nú leit að nýjum þjálfara og vill klára þau mál fljótt. Valur greindi frá því í yfirlýsingu í gær að stjórn knattspyrnudeildar félagsins og Pétur hefðu komist að samkomulagi að hann hætti að þjálfa kvennalið Vals í fótbolta. Valur endaði í 2.sæti Bestu deildar kvenna á nýafstöðnu tímabili og stóð uppi sem bikarmeistari. Pétur hafði verið þjálfari liðsins frá því árið 2017 en undir hans stjórn varð liðið fjórum sinnum Íslandsmeistari sem og bikarmeistari í tvígang. Það eina sem haft var eftir Pétri í yfirlýsingu Vals var „Takk fyrir mig.“ Sögusagnir fóru á kreik um að Pétur hefði verið rekinn frá Val en Björn Steinar, sem tók við sem formaður knattspyrnudeildar Vals fyrir skemmstu, segir þær sögusagnir af og frá. „Við höfum átt fundi með Pétri upp á síðkastið og eftir þá fundi er það sameiginleg niðurstaða stjórnar og Péturs að leiðir skilji núna,“ segir Björn í samtali við íþróttadeild Vísis. Pétur sjálfur tjáði sig við vefsíðuna Fótbolti.net í morgun áður en hann hoppaði upp í flugvél þar sem stefnan var tekin á frí á Spáni. Þar sagði Pétur að ákvörðunin væri sameiginleg. Það hafi ekki skipt máli að ný stjórn væri tekin við hjá knattspyrnudeild Vals. „Nei, þetta var aðallega hjá mér. Ég vil eyða meiri tíma í eitthvað annað en það sem ég hef verið að gera undanfarin 30 ár,“ sagði Pétur í samtali við Fótbolta.net Aðspurður hvort að stjórn Vals hafi átt frumkvæði að þeirri ákvörðun að samstarf Vals og Pétur sé komin á endastöð segir Björn Steinar svo ekki vera. „Nei þetta er sameiginleg ákvörðun okkar og hans. Niðurstaða samtals sem á sér stað milli okkar.“ Í forgangi að ráða inn þjálfara Varðandi leit Vals að nýjum þjálfara fyrir kvennalið sitt hafði Björn þetta að segja: „Það er algjörlega í forgangi hjá okkur að klára það sem allra fyrst. Það er ekkert sem liggur fyrir varðandi það á þessum tímapunkti. Hins vegar eru ekki margar vikur til stefnu þar til að undirbúningstímabilið hefst. Þá er mikivægt að ráða inn nýjan þjálfara til þess að fá á hreint afstöðu til leikmannamála.“ Mál framherjans Berglindar Bjargar Þorvaldsdóttur hefur farið hátt undanfarnar vikur en fráfarandi stjórn knattspyrnudeildar Vals ákvað að nýta sér uppsagnarákvæði í samningi hennar. Berglind Björg gekk til liðs við Val og sneri aftur á fótboltavöllinn í sumar, eftir að hafa eignast sitt fyrsta barn í lok síðasta árs. Samningi hennar við Val var óvænt rift fyrr í mánuðinum. „Ákvörðunin sem tekin var byggir á ákvæði í hennar samningi. Sú ákvörðun var tekin af fyrri stjórn og framkvæmdastjórn félagsins. Ég held að það sé alveg eðlilegt þegar að þjálfaramál liggi fyrir þá er það mögulegt verkefni nýrrar stjórnar og þess þjálfarateymis að mögulega ræða við hana sem og aðra leikmenn. Besta deild kvenna Íslenski boltinn Valur Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti Fleiri fréttir Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Sjá meira
Valur greindi frá því í yfirlýsingu í gær að stjórn knattspyrnudeildar félagsins og Pétur hefðu komist að samkomulagi að hann hætti að þjálfa kvennalið Vals í fótbolta. Valur endaði í 2.sæti Bestu deildar kvenna á nýafstöðnu tímabili og stóð uppi sem bikarmeistari. Pétur hafði verið þjálfari liðsins frá því árið 2017 en undir hans stjórn varð liðið fjórum sinnum Íslandsmeistari sem og bikarmeistari í tvígang. Það eina sem haft var eftir Pétri í yfirlýsingu Vals var „Takk fyrir mig.“ Sögusagnir fóru á kreik um að Pétur hefði verið rekinn frá Val en Björn Steinar, sem tók við sem formaður knattspyrnudeildar Vals fyrir skemmstu, segir þær sögusagnir af og frá. „Við höfum átt fundi með Pétri upp á síðkastið og eftir þá fundi er það sameiginleg niðurstaða stjórnar og Péturs að leiðir skilji núna,“ segir Björn í samtali við íþróttadeild Vísis. Pétur sjálfur tjáði sig við vefsíðuna Fótbolti.net í morgun áður en hann hoppaði upp í flugvél þar sem stefnan var tekin á frí á Spáni. Þar sagði Pétur að ákvörðunin væri sameiginleg. Það hafi ekki skipt máli að ný stjórn væri tekin við hjá knattspyrnudeild Vals. „Nei, þetta var aðallega hjá mér. Ég vil eyða meiri tíma í eitthvað annað en það sem ég hef verið að gera undanfarin 30 ár,“ sagði Pétur í samtali við Fótbolta.net Aðspurður hvort að stjórn Vals hafi átt frumkvæði að þeirri ákvörðun að samstarf Vals og Pétur sé komin á endastöð segir Björn Steinar svo ekki vera. „Nei þetta er sameiginleg ákvörðun okkar og hans. Niðurstaða samtals sem á sér stað milli okkar.“ Í forgangi að ráða inn þjálfara Varðandi leit Vals að nýjum þjálfara fyrir kvennalið sitt hafði Björn þetta að segja: „Það er algjörlega í forgangi hjá okkur að klára það sem allra fyrst. Það er ekkert sem liggur fyrir varðandi það á þessum tímapunkti. Hins vegar eru ekki margar vikur til stefnu þar til að undirbúningstímabilið hefst. Þá er mikivægt að ráða inn nýjan þjálfara til þess að fá á hreint afstöðu til leikmannamála.“ Mál framherjans Berglindar Bjargar Þorvaldsdóttur hefur farið hátt undanfarnar vikur en fráfarandi stjórn knattspyrnudeildar Vals ákvað að nýta sér uppsagnarákvæði í samningi hennar. Berglind Björg gekk til liðs við Val og sneri aftur á fótboltavöllinn í sumar, eftir að hafa eignast sitt fyrsta barn í lok síðasta árs. Samningi hennar við Val var óvænt rift fyrr í mánuðinum. „Ákvörðunin sem tekin var byggir á ákvæði í hennar samningi. Sú ákvörðun var tekin af fyrri stjórn og framkvæmdastjórn félagsins. Ég held að það sé alveg eðlilegt þegar að þjálfaramál liggi fyrir þá er það mögulegt verkefni nýrrar stjórnar og þess þjálfarateymis að mögulega ræða við hana sem og aðra leikmenn.
Besta deild kvenna Íslenski boltinn Valur Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti Fleiri fréttir Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki