Sport

Henry Birgir missti sig við sigursnertimarkið: „Krafta­verk í Washington“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ótrúlegar senur í NFL í gærkvöldi.
Ótrúlegar senur í NFL í gærkvöldi.

Chicago Bears og Washington Commanders mættust í NFL-deildinni í gærkvöldi. Heimamenn í Washington unnu 18-16 en hvernig þeir unnu leikinn var lyginni líkast.

Þegar tvær sekúndur voru eftir af leiknum var staðan 15-12 fyrir Bears og heimamenn um sextíu jördum frá endamarkinu.

Leikstjórnandinn Jayden Daniels náði þá að lúðra boltanum upp allan völlinn og inn í endamarkið. Líkurnar vægast sagt ekki með Commanders. 

Boltinn flaug alla leið og leikmenn Bears þurftu aðeins að slá boltanum í burtu. Það gerði einn þeirra, en með þeim afleiðingum að boltinn skoppaði inn í endamarkið og á Noah Brown sem greip hann og sigurinn féll til Washington Commanders. 

Skúrkurinn Tyrique Stevenson hjá Chicago Bears. Henry Birgir Gunnarsson lýsti leiknum á Stöð 2 Sport 2 í gærkvöldi og missti hann það gjörsamlega þegar lokakerfið kláraðist á þessu nótum og öskraði „Krafaverk í Washington.“

Klippa: Henry Birgir missti sig við sigursnertimarkið
NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×