Virðist sem D hafi náð að hægja á blæðingunni til M Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 28. október 2024 13:46 Eiríkur Bergmann, stjórnmálafræðiprófessor við háskólann á Bifröst, rýnir í glóðvolga könnun Maskínu um fylgi flokkanna. Vísir/Vilhelm Glæný könnun Maskínu um fylgi stjórnmálaflokka sýnir að Viðreisn rís umtalsvert. Á milli kannanna fer hún úr 13,8 prósentum upp í 16,2% og þar með er flokkurinn kominn upp fyrir Miðflokkinn og mælist næststærsti flokkur landsins. Könnunin er splunkuný og var tekin dagana 22. - 28 október. Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor við háskólann á Bifröst hafði numið þessa þróun og spáð fyrir um sókn Viðreisnar. „Sérstaklega eftir að Sjálfstæðisflokkur, og að einhverju leyti Samfylking, tóku upp aðeins harðari talsmáta gagnvart aðkomufólki. Frjálslynda svæðið var svolítið að opnast og Viðreisn hefur tekist að stökkva inn í það og rís núna allnokkuð,“ segir Eiríkur. Samfylkingin heldur áfram að dala lítillega á milli kannanna og Sjálfstæðisflokkurinn virðist standa nokkurn veginn í stað. Í síðustu könnunum og alveg síðan um miðjan ágúst hefur Sjálfstæðisflokkurinn í Maskínukönnunum rokkað á milli 13,4% og upp í 13,9%. Þrátt fyrir afdrifaríka ákvörðun formanns flokksins um stjórnarslit virðist hún ein og sér ekki hafa valdið neinum straumhvörfum hvað fylgið varðar. Eiríkur segir að svo virðist sem að Sjálfstæðisflokknum hafi tekist að hægja á blæðingunni yfir til Miðflokksins. „Með svona harðari tóni gagnvart aðkomufólki en þá missir hann frjálslynda fylgið hinum megin út og þá yfir til Viðreisnar“ Á myndinni sést þróun fylgis við stjórnmálaflokka eftir tímasetningu en einnig niðurstöðu þingkosninga 2021.Maskína Eiríkur bendir á að samkvæmt könnuninni mælist einvörðungu sex flokkar inni á þingi en bæði Vinstri græn og Píratar, sem eiga fulltrúa á Alþingi, mælast undir þröskuldinum. Það sama á við um Sósíalista, Lýðræðisflokkinn, Ábyrga framtíð og Græningja. „Atkvæði allra þessara flokka falla þá dauð niður þannig að það yrði ansi mikið af dauðum atkvæðum í þessum kosningum því það eru bara sex flokkar samkvæmt þessu sem mælast inni. Botnbaráttan er alveg svakalega hörð.“ Fylgi Samfylkingarinnar dregst ögn saman á milli kannanna. Toppaði hún of snemma? „Það má kannski segja það að einhverju leyti. Þetta á nú eftir að koma allt saman í ljós þegar talið verið upp úr kjörkössunum. Flokkurinn reis náttúrulega í svimandi hæðir og það var kannski aldrei viðbúið að hann myndi halda öllu því fylgi sem að flokknum sópaðist um tíma.“ Alþingiskosningar 2024 Skoðanakannanir Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Tengdar fréttir Ný könnun: Viðreisn og Flokkur fólksins í hæstu hæðum Viðreisn og Flokkur fólksins eru í sókn samkvæmt nýjustu könnun Maskínu og Píratar virðast á fallanda fæti. Fylgi Viðreisnar hefur aldrei mælst hærra í Maskínukönnun og Flokkur fólksins hefur reist við fylgi sitt umfram það sem flokkurinn fékk í kosningunum 2021. Píratar tapa rúmum tveimur prósentum og mælast út af þingi. 28. október 2024 12:01 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Sjá meira
Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor við háskólann á Bifröst hafði numið þessa þróun og spáð fyrir um sókn Viðreisnar. „Sérstaklega eftir að Sjálfstæðisflokkur, og að einhverju leyti Samfylking, tóku upp aðeins harðari talsmáta gagnvart aðkomufólki. Frjálslynda svæðið var svolítið að opnast og Viðreisn hefur tekist að stökkva inn í það og rís núna allnokkuð,“ segir Eiríkur. Samfylkingin heldur áfram að dala lítillega á milli kannanna og Sjálfstæðisflokkurinn virðist standa nokkurn veginn í stað. Í síðustu könnunum og alveg síðan um miðjan ágúst hefur Sjálfstæðisflokkurinn í Maskínukönnunum rokkað á milli 13,4% og upp í 13,9%. Þrátt fyrir afdrifaríka ákvörðun formanns flokksins um stjórnarslit virðist hún ein og sér ekki hafa valdið neinum straumhvörfum hvað fylgið varðar. Eiríkur segir að svo virðist sem að Sjálfstæðisflokknum hafi tekist að hægja á blæðingunni yfir til Miðflokksins. „Með svona harðari tóni gagnvart aðkomufólki en þá missir hann frjálslynda fylgið hinum megin út og þá yfir til Viðreisnar“ Á myndinni sést þróun fylgis við stjórnmálaflokka eftir tímasetningu en einnig niðurstöðu þingkosninga 2021.Maskína Eiríkur bendir á að samkvæmt könnuninni mælist einvörðungu sex flokkar inni á þingi en bæði Vinstri græn og Píratar, sem eiga fulltrúa á Alþingi, mælast undir þröskuldinum. Það sama á við um Sósíalista, Lýðræðisflokkinn, Ábyrga framtíð og Græningja. „Atkvæði allra þessara flokka falla þá dauð niður þannig að það yrði ansi mikið af dauðum atkvæðum í þessum kosningum því það eru bara sex flokkar samkvæmt þessu sem mælast inni. Botnbaráttan er alveg svakalega hörð.“ Fylgi Samfylkingarinnar dregst ögn saman á milli kannanna. Toppaði hún of snemma? „Það má kannski segja það að einhverju leyti. Þetta á nú eftir að koma allt saman í ljós þegar talið verið upp úr kjörkössunum. Flokkurinn reis náttúrulega í svimandi hæðir og það var kannski aldrei viðbúið að hann myndi halda öllu því fylgi sem að flokknum sópaðist um tíma.“
Alþingiskosningar 2024 Skoðanakannanir Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Tengdar fréttir Ný könnun: Viðreisn og Flokkur fólksins í hæstu hæðum Viðreisn og Flokkur fólksins eru í sókn samkvæmt nýjustu könnun Maskínu og Píratar virðast á fallanda fæti. Fylgi Viðreisnar hefur aldrei mælst hærra í Maskínukönnun og Flokkur fólksins hefur reist við fylgi sitt umfram það sem flokkurinn fékk í kosningunum 2021. Píratar tapa rúmum tveimur prósentum og mælast út af þingi. 28. október 2024 12:01 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Sjá meira
Ný könnun: Viðreisn og Flokkur fólksins í hæstu hæðum Viðreisn og Flokkur fólksins eru í sókn samkvæmt nýjustu könnun Maskínu og Píratar virðast á fallanda fæti. Fylgi Viðreisnar hefur aldrei mælst hærra í Maskínukönnun og Flokkur fólksins hefur reist við fylgi sitt umfram það sem flokkurinn fékk í kosningunum 2021. Píratar tapa rúmum tveimur prósentum og mælast út af þingi. 28. október 2024 12:01