Fer í leyfi sem formaður VR Tómas Arnar Þorláksson skrifar 28. október 2024 18:20 Ragnar Þór Ingólfsson er formaður VR. Vísir/Arnar Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, mun taka sér tímabundið leyfi frá störfum sem formaður fram að alþingiskosningum þann 30. nóvember en hann mun funda með stjórn VR á morgun til að tilkynna ákvörðun sína. Þetta staðfestir Ragnar Þór í samtali við Vísi en hann skipar fyrsta sæti á lista Flokk fólksins í Reykjavíkurkjördæmi norður í komandi kosningum. „Þetta bar frekar brátt að á sínum tíma og ég var spurður að því hvort þetta myndi áhrif á stöf mín sem formaður VR og síðan tók fólk það hingað og þangað. Ég tel þessa ákvörðun rétta. Við erum á milli kjarasamninga og ákveðin verkefni sem ég þarf að sinna líka þó ég taki mér frí,“ segir Ragnar. Ragnar hefur áður mætt gagnrýni fyrir að ætla sitja áfram sem formaður VR á sama tíma og hann verður oddviti Flokk fólksins í öðru Reykjavíkurkjördæminu. Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði til dæmis í Facebook-færslu: „Hugmynd um að þingmenn komi með beinum hætti að kjarasamningum er auðvitað fráleit hugmynd og myndi aldrei ganga upp. Við værum örugglega ekki búin að gera kjarasamning síðustu tíu árin ef svo væri.“ Ragnar segir í samtali við Vísi að hann ætli sér ekki að vera formaður VR og þingmaður á sama tíma. „Ég verð ekki í hundrað prósent starfi sem formaður VR og þingmaður, það gefur auga leið. Ég var svo sem búinn að gefa það út að ef ég næ kjöri að þá vil ég hætta sem formaður. Síðan eru náttúrulega kosningar í félaginu strax eftir áramót, ég reikna með að það verði nýr formaður kjörinn þá.“ Alþingiskosningar 2024 Flokkur fólksins Reykjavíkurkjördæmi norður Stéttarfélög Tengdar fréttir Ekki heppilegt ef verkalýðshreyfingin tæmist inn á Alþingi Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér í framboð til Alþingis að þessu sinni. Komið hafi verið að máli við hann, eins og raunar fyrir allar alþingiskosningar síðasta áratuginn, en hann hafi ákveðið eftir langa yfirlegu að kröftum hans sé betur varið í verkalýðshreyfingunni. 22. október 2024 12:19 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Sjá meira
Þetta staðfestir Ragnar Þór í samtali við Vísi en hann skipar fyrsta sæti á lista Flokk fólksins í Reykjavíkurkjördæmi norður í komandi kosningum. „Þetta bar frekar brátt að á sínum tíma og ég var spurður að því hvort þetta myndi áhrif á stöf mín sem formaður VR og síðan tók fólk það hingað og þangað. Ég tel þessa ákvörðun rétta. Við erum á milli kjarasamninga og ákveðin verkefni sem ég þarf að sinna líka þó ég taki mér frí,“ segir Ragnar. Ragnar hefur áður mætt gagnrýni fyrir að ætla sitja áfram sem formaður VR á sama tíma og hann verður oddviti Flokk fólksins í öðru Reykjavíkurkjördæminu. Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði til dæmis í Facebook-færslu: „Hugmynd um að þingmenn komi með beinum hætti að kjarasamningum er auðvitað fráleit hugmynd og myndi aldrei ganga upp. Við værum örugglega ekki búin að gera kjarasamning síðustu tíu árin ef svo væri.“ Ragnar segir í samtali við Vísi að hann ætli sér ekki að vera formaður VR og þingmaður á sama tíma. „Ég verð ekki í hundrað prósent starfi sem formaður VR og þingmaður, það gefur auga leið. Ég var svo sem búinn að gefa það út að ef ég næ kjöri að þá vil ég hætta sem formaður. Síðan eru náttúrulega kosningar í félaginu strax eftir áramót, ég reikna með að það verði nýr formaður kjörinn þá.“
Alþingiskosningar 2024 Flokkur fólksins Reykjavíkurkjördæmi norður Stéttarfélög Tengdar fréttir Ekki heppilegt ef verkalýðshreyfingin tæmist inn á Alþingi Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér í framboð til Alþingis að þessu sinni. Komið hafi verið að máli við hann, eins og raunar fyrir allar alþingiskosningar síðasta áratuginn, en hann hafi ákveðið eftir langa yfirlegu að kröftum hans sé betur varið í verkalýðshreyfingunni. 22. október 2024 12:19 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Sjá meira
Ekki heppilegt ef verkalýðshreyfingin tæmist inn á Alþingi Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér í framboð til Alþingis að þessu sinni. Komið hafi verið að máli við hann, eins og raunar fyrir allar alþingiskosningar síðasta áratuginn, en hann hafi ákveðið eftir langa yfirlegu að kröftum hans sé betur varið í verkalýðshreyfingunni. 22. október 2024 12:19