Real Madríd og Barcelona lið ársins Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. október 2024 20:49 Toni Kroos endaði feril sinn með Real Madríd með því að lyfta Meistaradeildarbikarnum. Justin Setterfield/Getty Images Real Madríd hlaut í kvöld verðlaun sem lið ársins í karlaflokki á meðan Barcelona hlaut sömu verðlaun í kvennaflokki. Markvörður ársins er Emi Martínez á meðan þjálfarar ársins eru Emma Hayes og Carlo Ancelotti. Real Madríd stóð uppi sem bæði Spánar- og Evrópumeistari síðasta vor og var því vel að sigrinum komið. Liðið endaði með 95 stig í La Liga, tíu meira en Barcelona sem endaði í 2. sæti. Það mátti þola tap fyrir nágrönnum sínum í Atlético Madríd í framlengdum leik í spænska bikarnum en stóð uppi sem sigurvegari í Meistaradeild Evrópu eftir 2-0 sigur á Borussia Dortmund. Real Madrid is the Men Club of The Year! Congrats @realmadrid 💜🤍 #clubdelannée #ballondor @ChampionsLeague pic.twitter.com/v89myP4XX0— Ballon d'Or (@ballondor) October 28, 2024 Kvennalið Barcelona gerði gott betur og vann þrennuna Liðið 29 af 30 deildarleikjum sinum og gerði aðeins eitt jafntefli. Þá skoraði liðið 137 mörk og fékk aðeins á sig 10 í leikjunum 30. FC Barcelona Femeni is the 2024 Women Club of The Year! @FCBfemeni #clubdelannée #ballondor @UWCL pic.twitter.com/dFIuOZeCdi— Ballon d'Or (@ballondor) October 28, 2024 Í Meistaradeild Evrópu lagði það Chelsea, eftir að tapa 1-0 á heimavelli, í undanúrslitum og svo Lyon 2-0 í úrslitaleiknum. Emi Martínez, markvörður Argentínu og Aston Villa, valinn markvörður ársins í annað sinn á jafn mörgum árum. Hann hélt marki sínu hreinu 15 sinnum í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð og hjálpaði Aston Villa í Meistaradeild Evrópu. Einnig stóð hann vaktina í marki Argentínu þegar liðið sigraði Copa America, í annað sinn. Here is the 2024 Yachine Trophy full ranking! 🧤 1️⃣ Martínez Emiliano 2️⃣ Simón Unai 3️⃣ Lunin Andriy 4️⃣ Donnarumma Gianluigi 5️⃣ Maignan Mike 6️⃣ Sommer Yann 7️⃣ Mamardashvili Giorgi 8️⃣ Costa Diogo 9️⃣ Williams Ronwen 1️⃣0️⃣ Kobel Gregor #TrophéeYachine #ballondor pic.twitter.com/6vNZHiLoDO— Ballon d'Or (@ballondor) October 28, 2024 Emma Hayes stýrði Chelsea til sigurs í efstu deild kvenna á Englandi fjórða árið í röð. Í sumar gerðist hún svo landsliðsþjálfari Bandaríkjanna og stýrði liði sínu til sigurs gegn Íslandi í tveimur vináttuleikjum á síðustu dögum. Hún hlaut verðlaun sem þjálfari ársins í kvennaflokki. Emma Hayes from @USWNT is the Women's Johan Cruyff Trophy winner! Congrats @emmahayes1! #ballondor pic.twitter.com/AfEvhkfXBX— Ballon d'Or (@ballondor) October 28, 2024 Carlo Ancelotti, þjálfari Real Madríd, hlaut verðlaunin í karlaflokki fyrir að stýra liði sínu til sigurs í La Liga og Meistaradeild Evrópu. Carlo Ancelotti from @realmadrid is the Men's Johan Cruyff Trophy winner! Congrats @MrAncelotti! #ballondor pic.twitter.com/95ZBTRxvao— Ballon d'Or (@ballondor) October 28, 2024 Fótbolti Mest lesið „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Fótbolti Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM Fótbolti Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Körfubolti Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Körfubolti Fleiri fréttir Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool „Virkilega góður dagur fyrir KA“ „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Mbappé mætti og kláraði Getafe Rafael Leao afgreiddi Albert og félaga Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Sandra María með sex mörk í síðustu fimm leikjum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Víti í uppbótartíma í súginn og Genoa enn án sigurs Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Hárnákvæm fyrirgjöf Loga skilaði marki Unnið alla deildarleikina með Örnu í byrjunarliðinu Unnu fyrsta sigurinn á Juventus í 73 ár Hildur á skotskónum gegn Sevilla Mancini og Dyche á óskalista Forest Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Sjáðu mörkin úr lokaumferðinni og meistarasyrpu Breiðabliks Sjáðu myndirnar þegar Blikar lyftu bikarnum á loft Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Sjá meira
Real Madríd stóð uppi sem bæði Spánar- og Evrópumeistari síðasta vor og var því vel að sigrinum komið. Liðið endaði með 95 stig í La Liga, tíu meira en Barcelona sem endaði í 2. sæti. Það mátti þola tap fyrir nágrönnum sínum í Atlético Madríd í framlengdum leik í spænska bikarnum en stóð uppi sem sigurvegari í Meistaradeild Evrópu eftir 2-0 sigur á Borussia Dortmund. Real Madrid is the Men Club of The Year! Congrats @realmadrid 💜🤍 #clubdelannée #ballondor @ChampionsLeague pic.twitter.com/v89myP4XX0— Ballon d'Or (@ballondor) October 28, 2024 Kvennalið Barcelona gerði gott betur og vann þrennuna Liðið 29 af 30 deildarleikjum sinum og gerði aðeins eitt jafntefli. Þá skoraði liðið 137 mörk og fékk aðeins á sig 10 í leikjunum 30. FC Barcelona Femeni is the 2024 Women Club of The Year! @FCBfemeni #clubdelannée #ballondor @UWCL pic.twitter.com/dFIuOZeCdi— Ballon d'Or (@ballondor) October 28, 2024 Í Meistaradeild Evrópu lagði það Chelsea, eftir að tapa 1-0 á heimavelli, í undanúrslitum og svo Lyon 2-0 í úrslitaleiknum. Emi Martínez, markvörður Argentínu og Aston Villa, valinn markvörður ársins í annað sinn á jafn mörgum árum. Hann hélt marki sínu hreinu 15 sinnum í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð og hjálpaði Aston Villa í Meistaradeild Evrópu. Einnig stóð hann vaktina í marki Argentínu þegar liðið sigraði Copa America, í annað sinn. Here is the 2024 Yachine Trophy full ranking! 🧤 1️⃣ Martínez Emiliano 2️⃣ Simón Unai 3️⃣ Lunin Andriy 4️⃣ Donnarumma Gianluigi 5️⃣ Maignan Mike 6️⃣ Sommer Yann 7️⃣ Mamardashvili Giorgi 8️⃣ Costa Diogo 9️⃣ Williams Ronwen 1️⃣0️⃣ Kobel Gregor #TrophéeYachine #ballondor pic.twitter.com/6vNZHiLoDO— Ballon d'Or (@ballondor) October 28, 2024 Emma Hayes stýrði Chelsea til sigurs í efstu deild kvenna á Englandi fjórða árið í röð. Í sumar gerðist hún svo landsliðsþjálfari Bandaríkjanna og stýrði liði sínu til sigurs gegn Íslandi í tveimur vináttuleikjum á síðustu dögum. Hún hlaut verðlaun sem þjálfari ársins í kvennaflokki. Emma Hayes from @USWNT is the Women's Johan Cruyff Trophy winner! Congrats @emmahayes1! #ballondor pic.twitter.com/AfEvhkfXBX— Ballon d'Or (@ballondor) October 28, 2024 Carlo Ancelotti, þjálfari Real Madríd, hlaut verðlaunin í karlaflokki fyrir að stýra liði sínu til sigurs í La Liga og Meistaradeild Evrópu. Carlo Ancelotti from @realmadrid is the Men's Johan Cruyff Trophy winner! Congrats @MrAncelotti! #ballondor pic.twitter.com/95ZBTRxvao— Ballon d'Or (@ballondor) October 28, 2024
Fótbolti Mest lesið „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Fótbolti Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM Fótbolti Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Körfubolti Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Körfubolti Fleiri fréttir Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool „Virkilega góður dagur fyrir KA“ „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Mbappé mætti og kláraði Getafe Rafael Leao afgreiddi Albert og félaga Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Sandra María með sex mörk í síðustu fimm leikjum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Víti í uppbótartíma í súginn og Genoa enn án sigurs Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Hárnákvæm fyrirgjöf Loga skilaði marki Unnið alla deildarleikina með Örnu í byrjunarliðinu Unnu fyrsta sigurinn á Juventus í 73 ár Hildur á skotskónum gegn Sevilla Mancini og Dyche á óskalista Forest Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Sjáðu mörkin úr lokaumferðinni og meistarasyrpu Breiðabliks Sjáðu myndirnar þegar Blikar lyftu bikarnum á loft Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Sjá meira