Lífið

Gerður í Blush gladdi konur í Köben

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Félag kvenna í atvinnulífinu í Danmörku, FKA-DK, var stofnað árið 2014 og fagnar því tíú ára starfsafmæli.
Félag kvenna í atvinnulífinu í Danmörku, FKA-DK, var stofnað árið 2014 og fagnar því tíú ára starfsafmæli.

Mikil stemning ríkti á Norðurbryggju í Kaupmannahöfn liðna helgi þegar 120 íslenskar konur komu saman til að heiðra framúrskarandi fyrirmyndir. Viðburðurinn, Seigla og sigrar, var á vegum Félags kvenna í atvinnulífinu í Danmörku.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu.

Þar segir að innblástur og orka hafi fyllt salinn á Norðurbryggju þegar fjórar konur úr atvinnulífinu héldu erindi, konur sem allar hafa rutt veginn með þrautseigju og þekkingu hver á sínu sviði.

Það voru þær Fida Abu Libdeh stofnandi og forstjóri GeoSilica, Gerður Arinbjarnar, stofnandi og forstjóri Blush, Guðný Lára Árnadóttir, verkefnastjóri hjá Moon og Þórey Vilhjálmsdóttir Proppé, stofnandi og framkvæmdastjóri Öldu sem allar héldu erindi fyrir ráðstefnugesti. 

Laufey Karítas Einarsdóttir Langkjær, eigandi Karitas Flow, leiddi ráðstefnugesti í gegnum stutta hugleiðslu og listakonan og tónskáldið, Katrín Helga Ólafsdóttir, þekkt sem K.óla, bauð viðstöddum upp á örtónleika.

Að lokinni formlegri dagskrá hélt gleðin áfram, langt fram eftir kvöldi, þar sem íslenskar veitingar voru á boðstólum.

Ljósmyndarinn Kaja Sigvalda var á staðnum og fangaði stemninguna.

Forystukonurnar sem stigu a svið á ráðstefnunniKaja Sigvalda

Kaja Sigvalda

Laufey Karítas Einarsdóttir Langkjær, eigandi Karitas FlowKaja Sigvalda

Kaja Sigvalda

Ynja Mist Aradóttir eigandi Bake My Day og sonur hennar.Kaja Sigvalda

Fríða Hjaltested og Kaja Sigvalda.Kaja Sigvalda






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.