„Verð hálf abbó þegar steggjamyndböndin eru sýnd“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 30. október 2024 09:00 Ævintýrakonurnar Unnur María Pálmadóttir og Lilja Sigurgeirsdóttir elska að ferðast og hreyfa sig og hafa nú sameinað þetta tvennt. Aðsend „Við höfum mikla ástríðu fyrir því að efla tengslanet kvenna,“ segja vinkonurnar og þjálfararnir Lilja Sigurgeirsdóttir og Unnur María Pálmadóttir. Stöllurnar hafa í gegnum tíðina verið duglegar að ferðast saman, bæði á sólríka staði og yfir hálendi Íslands. Ævintýraferðir ekki bara fyrir strákana Þær lifa báðar og hrærast í hreyfingu og hefur það lengi verið draumur þeirra að skipuleggja hreyfi-og ævintýraferðir fyrir konur sem þær hafa nú loksins kýlt á. „Það eru ekki bara strákarnir sem eru að fara í ævintýraferðir heldur konurnar líka. Hreyfiferðir hafa verið mjög vinsælar hér á Íslandi síðustu ár og okkur fannst vera pláss fyrir hreyfiferð sem myndi blanda saman lúxus, hreyfingu, upplifun, dekri og leikgleði. Við höfum stundum grínast með það að hingað til höfum við sjálfar kannski ekki verið þær fyrstu til að bóka okkur í skipulagðar ferðir. Þess vegna langar okkur sérstaklega til þess að búa til ferð sem við sjálfar myndum vilja fara í á sama tíma og við vonumst eftir því að það séu fleiri konur á svipuðum stað og við. Sjálfstæðar konur með margvísleg áhugamál sem eru jafnvel vanar að ferðast mikið og þannig fullfærar um að græja skemmtilegar ferðir sjálfar með fólkinu sínu en hefðu gjarnan áhuga á að skella sér í ferð sem væri alvöru frí fyrir uppteknar konur.“ Unnur og Lilja eru miklar ævintýrakonur. Aðsend Kærkomið frí frá vaktinni Lilja er einka- og liðleikaþjálfari og Unnur María með jógakennararéttindi. „Við erum báðar mikið fyrir að hreyfa okkur á fjölbreyttan hátt og finnst okkur mikilvægt að tvinna inn skemmtilegri hreyfingu í svona ferð. Við byrjum því flest alla morgna á léttu hreyfiflæði, styrk & liðleika ásamt Yin Yoga í bland. Stefnan er að sjálfsögðu sett á að öll hreyfing sé undir berum himni en það er að sjálfsögðu engin skylda að taka þátt í öllu.“ View this post on Instagram A post shared by Falkensteiner (@falkensteiner_hotels) Ferðin verður í lok maí í Króatíu og segja þær að umhverfið sé algjört draumur. Hér má finna nánari upplýsingar um það. „Við viljum gefa nútíma ofurkonum frí frá vaktinni. Að konur geti mætt í ferð þar sem þær þurfa ekki að skipuleggja neitt frekar en þær vilja, þar sem búið er að setja upp dagskrá sem inniheldur skemmtilega fjölbreytta afþreyingu í bland við rólegheit og lúxus. Það verður að vera smá stuð með, Padel og fleira skemmtilegt.“ Stöllurnar eru mikið fyrir fjölbreytta hreyfingu.Aðsend „Abbó“ út í steggjamyndbönd Þær segja að uppleggið sé fyrst og fremst að svitna aðeins og hlæja meira áður en haldið er út í ævintýri dagsins. „Ég hef svo oft verið í brúðkaupum þar sem ég verð hálf abbó þegar steggjamyndböndin eru sýnd, þeir eru alltaf að gera eitthvað skemmtilegt. Án þess að gera lítið úr gæsunum okkar kvenpeningsins þá erum við gjarnan í aðeins rólegri uppátækjum,“ segir Lilja og Unnur tekur undir. „Við munum stunda hreyfing og jóga og fara í heilsulind en við viljum við líka skapa ævintýri og ógleymanlegan minningar fyrir konurnar þannig að það verður ýmislegt spennandi í boði, fjórhjólaferð með mögnuðu útsýni, siglingar, hjólaferðir, stuð á ströndinni, menningarferðir, náttúrufegurð og margt fleira.“ Þær segja að lokum mikilvægt að halda í leikgleðina í lífinu. „Með öllu því sem fylgir lífsins amstri höfum við margar mögulega ekki gefið okkur tíma til þess að rækta þennan part af okkur. Okkur langar því til þess að gefa konum færi á að finna leikgleðina, fíflast og skemmta sér.“ Unnur og Lilja segja mikilvægt að halda í leikgleðina.Aðsend Heilsa Ferðalög Króatía Íslendingar erlendis Mest lesið Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið „Ég er óléttur“ Lífið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Lífið Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum Lífið Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
Ævintýraferðir ekki bara fyrir strákana Þær lifa báðar og hrærast í hreyfingu og hefur það lengi verið draumur þeirra að skipuleggja hreyfi-og ævintýraferðir fyrir konur sem þær hafa nú loksins kýlt á. „Það eru ekki bara strákarnir sem eru að fara í ævintýraferðir heldur konurnar líka. Hreyfiferðir hafa verið mjög vinsælar hér á Íslandi síðustu ár og okkur fannst vera pláss fyrir hreyfiferð sem myndi blanda saman lúxus, hreyfingu, upplifun, dekri og leikgleði. Við höfum stundum grínast með það að hingað til höfum við sjálfar kannski ekki verið þær fyrstu til að bóka okkur í skipulagðar ferðir. Þess vegna langar okkur sérstaklega til þess að búa til ferð sem við sjálfar myndum vilja fara í á sama tíma og við vonumst eftir því að það séu fleiri konur á svipuðum stað og við. Sjálfstæðar konur með margvísleg áhugamál sem eru jafnvel vanar að ferðast mikið og þannig fullfærar um að græja skemmtilegar ferðir sjálfar með fólkinu sínu en hefðu gjarnan áhuga á að skella sér í ferð sem væri alvöru frí fyrir uppteknar konur.“ Unnur og Lilja eru miklar ævintýrakonur. Aðsend Kærkomið frí frá vaktinni Lilja er einka- og liðleikaþjálfari og Unnur María með jógakennararéttindi. „Við erum báðar mikið fyrir að hreyfa okkur á fjölbreyttan hátt og finnst okkur mikilvægt að tvinna inn skemmtilegri hreyfingu í svona ferð. Við byrjum því flest alla morgna á léttu hreyfiflæði, styrk & liðleika ásamt Yin Yoga í bland. Stefnan er að sjálfsögðu sett á að öll hreyfing sé undir berum himni en það er að sjálfsögðu engin skylda að taka þátt í öllu.“ View this post on Instagram A post shared by Falkensteiner (@falkensteiner_hotels) Ferðin verður í lok maí í Króatíu og segja þær að umhverfið sé algjört draumur. Hér má finna nánari upplýsingar um það. „Við viljum gefa nútíma ofurkonum frí frá vaktinni. Að konur geti mætt í ferð þar sem þær þurfa ekki að skipuleggja neitt frekar en þær vilja, þar sem búið er að setja upp dagskrá sem inniheldur skemmtilega fjölbreytta afþreyingu í bland við rólegheit og lúxus. Það verður að vera smá stuð með, Padel og fleira skemmtilegt.“ Stöllurnar eru mikið fyrir fjölbreytta hreyfingu.Aðsend „Abbó“ út í steggjamyndbönd Þær segja að uppleggið sé fyrst og fremst að svitna aðeins og hlæja meira áður en haldið er út í ævintýri dagsins. „Ég hef svo oft verið í brúðkaupum þar sem ég verð hálf abbó þegar steggjamyndböndin eru sýnd, þeir eru alltaf að gera eitthvað skemmtilegt. Án þess að gera lítið úr gæsunum okkar kvenpeningsins þá erum við gjarnan í aðeins rólegri uppátækjum,“ segir Lilja og Unnur tekur undir. „Við munum stunda hreyfing og jóga og fara í heilsulind en við viljum við líka skapa ævintýri og ógleymanlegan minningar fyrir konurnar þannig að það verður ýmislegt spennandi í boði, fjórhjólaferð með mögnuðu útsýni, siglingar, hjólaferðir, stuð á ströndinni, menningarferðir, náttúrufegurð og margt fleira.“ Þær segja að lokum mikilvægt að halda í leikgleðina í lífinu. „Með öllu því sem fylgir lífsins amstri höfum við margar mögulega ekki gefið okkur tíma til þess að rækta þennan part af okkur. Okkur langar því til þess að gefa konum færi á að finna leikgleðina, fíflast og skemmta sér.“ Unnur og Lilja segja mikilvægt að halda í leikgleðina.Aðsend
Heilsa Ferðalög Króatía Íslendingar erlendis Mest lesið Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið „Ég er óléttur“ Lífið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Lífið Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum Lífið Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“