„Verð hálf abbó þegar steggjamyndböndin eru sýnd“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 30. október 2024 09:00 Ævintýrakonurnar Unnur María Pálmadóttir og Lilja Sigurgeirsdóttir elska að ferðast og hreyfa sig og hafa nú sameinað þetta tvennt. Aðsend „Við höfum mikla ástríðu fyrir því að efla tengslanet kvenna,“ segja vinkonurnar og þjálfararnir Lilja Sigurgeirsdóttir og Unnur María Pálmadóttir. Stöllurnar hafa í gegnum tíðina verið duglegar að ferðast saman, bæði á sólríka staði og yfir hálendi Íslands. Ævintýraferðir ekki bara fyrir strákana Þær lifa báðar og hrærast í hreyfingu og hefur það lengi verið draumur þeirra að skipuleggja hreyfi-og ævintýraferðir fyrir konur sem þær hafa nú loksins kýlt á. „Það eru ekki bara strákarnir sem eru að fara í ævintýraferðir heldur konurnar líka. Hreyfiferðir hafa verið mjög vinsælar hér á Íslandi síðustu ár og okkur fannst vera pláss fyrir hreyfiferð sem myndi blanda saman lúxus, hreyfingu, upplifun, dekri og leikgleði. Við höfum stundum grínast með það að hingað til höfum við sjálfar kannski ekki verið þær fyrstu til að bóka okkur í skipulagðar ferðir. Þess vegna langar okkur sérstaklega til þess að búa til ferð sem við sjálfar myndum vilja fara í á sama tíma og við vonumst eftir því að það séu fleiri konur á svipuðum stað og við. Sjálfstæðar konur með margvísleg áhugamál sem eru jafnvel vanar að ferðast mikið og þannig fullfærar um að græja skemmtilegar ferðir sjálfar með fólkinu sínu en hefðu gjarnan áhuga á að skella sér í ferð sem væri alvöru frí fyrir uppteknar konur.“ Unnur og Lilja eru miklar ævintýrakonur. Aðsend Kærkomið frí frá vaktinni Lilja er einka- og liðleikaþjálfari og Unnur María með jógakennararéttindi. „Við erum báðar mikið fyrir að hreyfa okkur á fjölbreyttan hátt og finnst okkur mikilvægt að tvinna inn skemmtilegri hreyfingu í svona ferð. Við byrjum því flest alla morgna á léttu hreyfiflæði, styrk & liðleika ásamt Yin Yoga í bland. Stefnan er að sjálfsögðu sett á að öll hreyfing sé undir berum himni en það er að sjálfsögðu engin skylda að taka þátt í öllu.“ View this post on Instagram A post shared by Falkensteiner (@falkensteiner_hotels) Ferðin verður í lok maí í Króatíu og segja þær að umhverfið sé algjört draumur. Hér má finna nánari upplýsingar um það. „Við viljum gefa nútíma ofurkonum frí frá vaktinni. Að konur geti mætt í ferð þar sem þær þurfa ekki að skipuleggja neitt frekar en þær vilja, þar sem búið er að setja upp dagskrá sem inniheldur skemmtilega fjölbreytta afþreyingu í bland við rólegheit og lúxus. Það verður að vera smá stuð með, Padel og fleira skemmtilegt.“ Stöllurnar eru mikið fyrir fjölbreytta hreyfingu.Aðsend „Abbó“ út í steggjamyndbönd Þær segja að uppleggið sé fyrst og fremst að svitna aðeins og hlæja meira áður en haldið er út í ævintýri dagsins. „Ég hef svo oft verið í brúðkaupum þar sem ég verð hálf abbó þegar steggjamyndböndin eru sýnd, þeir eru alltaf að gera eitthvað skemmtilegt. Án þess að gera lítið úr gæsunum okkar kvenpeningsins þá erum við gjarnan í aðeins rólegri uppátækjum,“ segir Lilja og Unnur tekur undir. „Við munum stunda hreyfing og jóga og fara í heilsulind en við viljum við líka skapa ævintýri og ógleymanlegan minningar fyrir konurnar þannig að það verður ýmislegt spennandi í boði, fjórhjólaferð með mögnuðu útsýni, siglingar, hjólaferðir, stuð á ströndinni, menningarferðir, náttúrufegurð og margt fleira.“ Þær segja að lokum mikilvægt að halda í leikgleðina í lífinu. „Með öllu því sem fylgir lífsins amstri höfum við margar mögulega ekki gefið okkur tíma til þess að rækta þennan part af okkur. Okkur langar því til þess að gefa konum færi á að finna leikgleðina, fíflast og skemmta sér.“ Unnur og Lilja segja mikilvægt að halda í leikgleðina.Aðsend Heilsa Ferðalög Króatía Íslendingar erlendis Mest lesið Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Lífið Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Lífið „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Lífið Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Lífið Unnur Birna verður Elma Lífið Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Lífið Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Claudia Cardinale er látin Lífið TikTok besta leitarvélin í ferðinni til Suður-Kóreu Ferðalög Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið Fleiri fréttir Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Sjá meira
Ævintýraferðir ekki bara fyrir strákana Þær lifa báðar og hrærast í hreyfingu og hefur það lengi verið draumur þeirra að skipuleggja hreyfi-og ævintýraferðir fyrir konur sem þær hafa nú loksins kýlt á. „Það eru ekki bara strákarnir sem eru að fara í ævintýraferðir heldur konurnar líka. Hreyfiferðir hafa verið mjög vinsælar hér á Íslandi síðustu ár og okkur fannst vera pláss fyrir hreyfiferð sem myndi blanda saman lúxus, hreyfingu, upplifun, dekri og leikgleði. Við höfum stundum grínast með það að hingað til höfum við sjálfar kannski ekki verið þær fyrstu til að bóka okkur í skipulagðar ferðir. Þess vegna langar okkur sérstaklega til þess að búa til ferð sem við sjálfar myndum vilja fara í á sama tíma og við vonumst eftir því að það séu fleiri konur á svipuðum stað og við. Sjálfstæðar konur með margvísleg áhugamál sem eru jafnvel vanar að ferðast mikið og þannig fullfærar um að græja skemmtilegar ferðir sjálfar með fólkinu sínu en hefðu gjarnan áhuga á að skella sér í ferð sem væri alvöru frí fyrir uppteknar konur.“ Unnur og Lilja eru miklar ævintýrakonur. Aðsend Kærkomið frí frá vaktinni Lilja er einka- og liðleikaþjálfari og Unnur María með jógakennararéttindi. „Við erum báðar mikið fyrir að hreyfa okkur á fjölbreyttan hátt og finnst okkur mikilvægt að tvinna inn skemmtilegri hreyfingu í svona ferð. Við byrjum því flest alla morgna á léttu hreyfiflæði, styrk & liðleika ásamt Yin Yoga í bland. Stefnan er að sjálfsögðu sett á að öll hreyfing sé undir berum himni en það er að sjálfsögðu engin skylda að taka þátt í öllu.“ View this post on Instagram A post shared by Falkensteiner (@falkensteiner_hotels) Ferðin verður í lok maí í Króatíu og segja þær að umhverfið sé algjört draumur. Hér má finna nánari upplýsingar um það. „Við viljum gefa nútíma ofurkonum frí frá vaktinni. Að konur geti mætt í ferð þar sem þær þurfa ekki að skipuleggja neitt frekar en þær vilja, þar sem búið er að setja upp dagskrá sem inniheldur skemmtilega fjölbreytta afþreyingu í bland við rólegheit og lúxus. Það verður að vera smá stuð með, Padel og fleira skemmtilegt.“ Stöllurnar eru mikið fyrir fjölbreytta hreyfingu.Aðsend „Abbó“ út í steggjamyndbönd Þær segja að uppleggið sé fyrst og fremst að svitna aðeins og hlæja meira áður en haldið er út í ævintýri dagsins. „Ég hef svo oft verið í brúðkaupum þar sem ég verð hálf abbó þegar steggjamyndböndin eru sýnd, þeir eru alltaf að gera eitthvað skemmtilegt. Án þess að gera lítið úr gæsunum okkar kvenpeningsins þá erum við gjarnan í aðeins rólegri uppátækjum,“ segir Lilja og Unnur tekur undir. „Við munum stunda hreyfing og jóga og fara í heilsulind en við viljum við líka skapa ævintýri og ógleymanlegan minningar fyrir konurnar þannig að það verður ýmislegt spennandi í boði, fjórhjólaferð með mögnuðu útsýni, siglingar, hjólaferðir, stuð á ströndinni, menningarferðir, náttúrufegurð og margt fleira.“ Þær segja að lokum mikilvægt að halda í leikgleðina í lífinu. „Með öllu því sem fylgir lífsins amstri höfum við margar mögulega ekki gefið okkur tíma til þess að rækta þennan part af okkur. Okkur langar því til þess að gefa konum færi á að finna leikgleðina, fíflast og skemmta sér.“ Unnur og Lilja segja mikilvægt að halda í leikgleðina.Aðsend
Heilsa Ferðalög Króatía Íslendingar erlendis Mest lesið Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Lífið Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Lífið „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Lífið Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Lífið Unnur Birna verður Elma Lífið Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Lífið Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Claudia Cardinale er látin Lífið TikTok besta leitarvélin í ferðinni til Suður-Kóreu Ferðalög Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið Fleiri fréttir Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Sjá meira