Kenningin sem knúði valdaránstilraunina Jakob Bjarnar skrifar 29. október 2024 13:55 Jacob Anthony Angeli Chansley, varð nokkurskonar holdgervingur QAnon-hreyfingarinnar þann 6. janúar 2021, og var lengi kallaður QAnon-galdramaðurinn. Getty/Brent Stirton Í nýjasta þætti Skuggavaldsins er sagt að 6. janúar 2021 verði lengi minnst sem eins dekksta dags í sögu Bandaríkjanna. Þann dag brutust hundruð reiðra mótmælenda, sumir vopnaðir og knúnir áfram af samsæriskenningunni QAnon, inn í þinghúsið í Washington D.C. Þau prófessorar Eiríkur Bergmann og Hulda Þórisdóttir láta komandi kosningar ekki trufla sig hið minnsta, og þó því nú beina þau sjónum að máli sem tengist óhjákvæmilega forsetakjöri í Bandaríkjunum. En aðeins er vika í það. Spillt elíta djöfladýrkenda og barnaníðinga Í síðasta þætti var farið í saumana á því þegar reynt var að koma í veg fyrir staðfestingu forsetakjörs Joe Biden. Í nýjasta þætti Skuggavaldsins, um Qanon-samsæriskenninguna, rekja þau Hulda og Eiríkur atburðina þennan örlagaríka dag og hvernig samsæriskenningin stuðlaði að þessari valdaránstilraun. Eftir að kjörstaðir lokuðu í nóvember 2020 lýsti Donald Trump yfir sigri og sakaði andstæðinga sína um kosningasvindl. Falsfréttir um ólögmætar talningar og víðtæk kosningasvik breiddust út og mögnuðust meðal fylgismanna QAnon sem trúðu því að Trump væri hetjan sem berðist gegn „djúpríkinu“ – spilltri elítu djöfladýrkenda og barnaníðinga. Trump sjálfur hvatti til mótmæla með orðum eins og „við berjumst til endaloka” og „ef þið berjist ekki, þá glatið þið landinu ykkar“. Fjöldi Bandaríkjamanna trúir þessu enn Með þessu urðu fylgismenn QAnon, sem álitu Trump hetju sína, að lykilafli í mótmælunum sem enduðu með ofbeldi. Þrátt fyrir að mótmælendur hafi ekki haft skýra áætlun um hvað gera skyldi eftir að komast í gegnum öryggisgæslu þinghússins, braust hópurinn inn í bygginguna. Sjá mátti mótmælendur klæðast fötum og hrópa slagorð í anda QAnon á borð við „Þar sem einn fer, förum við allir”. Árásin leiddi til dauða fimm manns og tugir annarra slösuðust. Atvikið markaði pólitísk tímamót þar sem tilraun var gerð til þess að bylta réttkjörnum stjórnvöldum. Að lokum voru yfir 1.200 manns ákærðir fyrir þátttöku í árásinni. QAnon-samsæriskenningin hafði lykilhlutverki að gegna í mótun hugmynda þeirra sem tóku þátt í innrásinni. Rakið er í þættinum hvernig fjöldi bandarískra kjósenda, einkum í Repúblikanaflokknum, trúir enn á kjarna kenningarinnar þó hún hafi tekið á sig nýjar myndir eftir því sem frá líður. Árásin á þinghúsið er óhugnanlegt dæmi um það hvernig samsæriskenningar geta ekki aðeins mótað hugmyndir okkar heldur einnig leitt til raunverulegs ofbeldis og átaka í samfélögum samtímans. Skuggavaldið Árás á bandaríska þinghúsið Donald Trump Mest lesið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Lífið Upplifa oft von í fyrsta sinn á Vík Lífið samstarf Ætlar í pásu frá giggum Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Grillað nachos fyrir partíið og pallinn í góða veðrinu Lífið samstarf Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Fleiri fréttir Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Sjá meira
Þau prófessorar Eiríkur Bergmann og Hulda Þórisdóttir láta komandi kosningar ekki trufla sig hið minnsta, og þó því nú beina þau sjónum að máli sem tengist óhjákvæmilega forsetakjöri í Bandaríkjunum. En aðeins er vika í það. Spillt elíta djöfladýrkenda og barnaníðinga Í síðasta þætti var farið í saumana á því þegar reynt var að koma í veg fyrir staðfestingu forsetakjörs Joe Biden. Í nýjasta þætti Skuggavaldsins, um Qanon-samsæriskenninguna, rekja þau Hulda og Eiríkur atburðina þennan örlagaríka dag og hvernig samsæriskenningin stuðlaði að þessari valdaránstilraun. Eftir að kjörstaðir lokuðu í nóvember 2020 lýsti Donald Trump yfir sigri og sakaði andstæðinga sína um kosningasvindl. Falsfréttir um ólögmætar talningar og víðtæk kosningasvik breiddust út og mögnuðust meðal fylgismanna QAnon sem trúðu því að Trump væri hetjan sem berðist gegn „djúpríkinu“ – spilltri elítu djöfladýrkenda og barnaníðinga. Trump sjálfur hvatti til mótmæla með orðum eins og „við berjumst til endaloka” og „ef þið berjist ekki, þá glatið þið landinu ykkar“. Fjöldi Bandaríkjamanna trúir þessu enn Með þessu urðu fylgismenn QAnon, sem álitu Trump hetju sína, að lykilafli í mótmælunum sem enduðu með ofbeldi. Þrátt fyrir að mótmælendur hafi ekki haft skýra áætlun um hvað gera skyldi eftir að komast í gegnum öryggisgæslu þinghússins, braust hópurinn inn í bygginguna. Sjá mátti mótmælendur klæðast fötum og hrópa slagorð í anda QAnon á borð við „Þar sem einn fer, förum við allir”. Árásin leiddi til dauða fimm manns og tugir annarra slösuðust. Atvikið markaði pólitísk tímamót þar sem tilraun var gerð til þess að bylta réttkjörnum stjórnvöldum. Að lokum voru yfir 1.200 manns ákærðir fyrir þátttöku í árásinni. QAnon-samsæriskenningin hafði lykilhlutverki að gegna í mótun hugmynda þeirra sem tóku þátt í innrásinni. Rakið er í þættinum hvernig fjöldi bandarískra kjósenda, einkum í Repúblikanaflokknum, trúir enn á kjarna kenningarinnar þó hún hafi tekið á sig nýjar myndir eftir því sem frá líður. Árásin á þinghúsið er óhugnanlegt dæmi um það hvernig samsæriskenningar geta ekki aðeins mótað hugmyndir okkar heldur einnig leitt til raunverulegs ofbeldis og átaka í samfélögum samtímans.
Skuggavaldið Árás á bandaríska þinghúsið Donald Trump Mest lesið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Lífið Upplifa oft von í fyrsta sinn á Vík Lífið samstarf Ætlar í pásu frá giggum Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Grillað nachos fyrir partíið og pallinn í góða veðrinu Lífið samstarf Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Fleiri fréttir Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Sjá meira