Snoop Dogg vill eignast hlut í Celtic Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. október 2024 12:32 Snoop Dogg er mikill áhugamaður um íþróttir og sló meðal annars í gegn á Ólympíuleikunum í París þar sem hann lýsti hinum ýmsu viðburðum fyrir NBC. getty/Joe Sargent Bandaríski rapparinn Snoop Dogg hefur mikinn áhuga á að eignast hlut í skoska fótboltaliðinu Celtic. Hann hefur hrifist af því að sem Hollywood-stjörnurnar Ryan Reynolds og Rob McElhenney hafa gert hjá Wrexham. Reynolds og McElhenney keyptu Wrexham fyrir tæplega tvær milljónir punda fyrir fjórum árum. Þá var liðið í utandeildinni. Nú er það í C-deildinni og stefnir á að komast upp í B-deildina. Jón Daði Böðvarsson samdi við liðið á dögunum. Fleiri bandarískar stórstjörnur hafa fetað svipaða leið. Tom Brady á til að mynda hlut í Birmingham City og Snoop Dogg gæti orðið næstur. Og hann er búinn að finna draumaliðið sitt. „Ég dýrka það sem Ryan hefur gert með Wrexham. Þetta er frábær saga. Að fjárfesta í íþróttaliði er eitthvað sem ég hef lengi horft til,“ sagði Snopp Dogg. „Ég væri brjálaður að íhuga ekki að fjárfesta í Celtic ef tækifærið gæfist. Ég hef horft á svo mikinn fótbolta í Evrópu en hef aldrei séð stuðningsmenn eins og hjá Celtic. Það er eitthvað einstakt við þá. Það er ástæða fyrir því að stuðningsmenn þeirra eru rómaðir. Bestu leikmennirnir og þjálfararnir í heiminum segja að ekkert jafnist á við Celtic Park og ég vil vera hluti af því.“ Snoop Dogg sagði að til að toppa allt væri lukkudýr Celtic svo hundur. „Þú gætir ekki skáldað það. Snoop Dogg verður hundurinn Hoopy. Það er fullkomin blanda. Fyrirsagnirnar skrifa sig sjálfar,“ sagði Snoop Dogg. Skoski boltinn Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Öruggur sigur City Enski boltinn Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira
Reynolds og McElhenney keyptu Wrexham fyrir tæplega tvær milljónir punda fyrir fjórum árum. Þá var liðið í utandeildinni. Nú er það í C-deildinni og stefnir á að komast upp í B-deildina. Jón Daði Böðvarsson samdi við liðið á dögunum. Fleiri bandarískar stórstjörnur hafa fetað svipaða leið. Tom Brady á til að mynda hlut í Birmingham City og Snoop Dogg gæti orðið næstur. Og hann er búinn að finna draumaliðið sitt. „Ég dýrka það sem Ryan hefur gert með Wrexham. Þetta er frábær saga. Að fjárfesta í íþróttaliði er eitthvað sem ég hef lengi horft til,“ sagði Snopp Dogg. „Ég væri brjálaður að íhuga ekki að fjárfesta í Celtic ef tækifærið gæfist. Ég hef horft á svo mikinn fótbolta í Evrópu en hef aldrei séð stuðningsmenn eins og hjá Celtic. Það er eitthvað einstakt við þá. Það er ástæða fyrir því að stuðningsmenn þeirra eru rómaðir. Bestu leikmennirnir og þjálfararnir í heiminum segja að ekkert jafnist á við Celtic Park og ég vil vera hluti af því.“ Snoop Dogg sagði að til að toppa allt væri lukkudýr Celtic svo hundur. „Þú gætir ekki skáldað það. Snoop Dogg verður hundurinn Hoopy. Það er fullkomin blanda. Fyrirsagnirnar skrifa sig sjálfar,“ sagði Snoop Dogg.
Skoski boltinn Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Öruggur sigur City Enski boltinn Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira