Viðskipti innlent

Ráðnir for­stöðu­menn hjá OK

Atli Ísleifsson skrifar
Karl Óskar Kristbjarnarson, Kristján Aðalsteinsson og Þorvaldur Finnbogason eru nýir forstöðumenn hjá OK.
Karl Óskar Kristbjarnarson, Kristján Aðalsteinsson og Þorvaldur Finnbogason eru nýir forstöðumenn hjá OK.

Upplýsingatæknifyrirtækið OK hefur ráðið þrjá nýja forstöðumenn á svið skýja- og rekstrarþjónustu. Þetta eru þeir Karl Óskar Kristbjarnarson, Kristján Aðalsteinsson og Þorvaldur Finnbogason.

Í tilkynningu segir að Karl Óskar Kristbjarnarson hafi verið ráðinn forstöðumaður viðskiptastýringar í skýja- og rekstrarþjónustu. 

„Karl Óskar er með B.Sc. í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík. Karl kemur til OK eftir samruna upplýsingasviðs TRS við OK og hefur auk þess mikla reynslu af því að vera deildarstjóri upplýsingatæknisviðs í fyrra starfi.

Kristján Aðalsteinsson tekur við sem forstöðumaður vef- og hugbúnaðarlausna. Kristján er með MBA frá Háskóla Íslands. Hann er einnig menntaður stjórnenda-markþjálfi frá Háskóla Íslands. Kristján kemur með reynslu af sölu og verkstýringu frá Gangverk og hefur í fjölda ára byggt upp teymi hérlendis og erlendis í handbolta.

Þorvaldur Finnbogason hefur verið ráðinn forstöðumaður kerfislausna. Hann er með meistaragráðu í stjórnun og stefnumótun frá Háskóla Íslands. Þorvaldur er upplýsingatækniheiminum vel kunnur og hefur unnið lengi hjá OK í viðskiptastýringu og vöruþróun, áður var hann meðal annars í viðskiptastýringu hjá Þekkingu og yfirmaður þjónustusviðs hjá Símafélaginu,“ segir í tilkynningunni.

OK sérhæfir sig í sölu og ráðgjöf á tæknilausnum og tengdri þjónustu við mörg stærstu fyrirtæki landsins og stofananir sem og alþjóðleg fyrirtæki.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×