Innlent

Flestir treysta Miðflokknum best fyrir mál­efnum hælis­leit­enda

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins hefur tekið harða afstöðu í útlendingamálum.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins hefur tekið harða afstöðu í útlendingamálum. Vísir/Vilhelm

Samfylkingin nýtur mest trausts í flestum málaflokkum, nema í málefnum hælisleitenda þar sem flestir treysta Miðflokknum. Fleiri treysta Sjálftstæðisflokknum fyrir nokkrum málaflokkum en myndu kjósa hann.

Áttatíu prósent landsmanna bera mikið traust til þess að alþingiskosningar fari fram á heiðarlegan hátt. Þetta kemur fram í nýrri könnun Maskínu, þar sem traust kjósenda í ákveðnum málaflokkum er kannað. Könnunin var gerð 22. til 28. október.

Í grafinu hér að neðan má sjá fylgi flokkanna. 

Flestir bera mest traust til Samfylkingarinnar í efnahagsmálum, eða tæp 26 prósent en í síðustu könnun Maskínu sögðust 22 prósent ætla að kjósa flokkinn. Tuttugu prósent bera mest traust til Sjálfstæðisflokksins í efnahagsmálum, en flokkurinn mældist með tæplega fjórtán prósent í síðustu könnun. Traust til hinna flokkanna er í ágætu samræmi við það hversu margir segjast myndu kjósa þá.

Traust til flokkanna í heilbrigðismálum er í nokkru samræmi við fylgi flokkanna, þó 30 prósent segist beri mest traust til Samfylkingarinnar, sem er átta prósentum umfram fylgið. Sama á við um húsnæðismál, samgöngumál og menntamál, þó Sjálfstæðisflokkur mælist aftur annar stærsti þar.

Í orkumálum bera nánast jafn margir mest traust til Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar. Mest traust ber fólk til Samfylkingar í umhverfismálum en Vinstri græn, Miðflokkur og Sjálfstæðisflokkur fylgja fast á eftir.

Flestir bera mest traust til Samfylkingar, í öllum málaflokkum nema einum: Málefnum hælisleitenda. Þar mælist Miðflokkurinn með mest traust, eða 26 prósent. Þá mælsta Samfylking og Sjálfstæðisflokkurinn nánast með jafn mikið traust í málaflokknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×