Danakonungur sagður hafa daðrað við Þórdísi Magnús Jochum Pálsson skrifar 30. október 2024 22:25 Danir héldu kvöldverð til heiðurs Höllu Tómasdóttur, sjöunda forseta íslenska lýðveldisins þan 8. október. Ástralskur slúðurmiðill vill meina að Danakonungur hafi daðrað við utanríkisráðherra Íslendinga. Getty Ástralski slúðurmiðillinn Now to Love segir Friðrik Danakonung hafa daðrað við Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur, utanríkisráðherra Íslands, á kvöldverði til heiðurs Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, í byrjun mánaðar Eitthvað eru fréttirnar lengi að berast til Ástrala af því að kvöldverðurinn til heiðurs Höllu var haldinn 8. október síðastliðinn, fyrir rúmum þremur vikum síðan. Þrátt fyrir það birtist í dag greinin „Queen Marys's heartache: Fred gets flirty again!“ sem lauslega mætti þýða „Hugarangur Maríu drottningar: Frikki gerist daðurslegur á ný!“. Þar vilja Ástralarnir meina að Friðrik hafi verið að daðra við utanríkisráðherra Íslands sem hafi komið illa við Maríu Danadrottningu. Þórdís sögð vera týpa Friðriks Ástæðan fyrir þessum áhuga Ástrala á ríkjasambandi Íslands og Danmerkur virðist vera að María Danadrottning er fædd í Hobart í Tasmaníu í Ástralíu og er fyrsta konan af áströlskum uppruna til að vera drottning í evrópsku landi. Í fréttinni er því lýst hvernig María hafi verið tárvot og í uppnámi á meðan Friðrik hvíslaði í eyra Þórdísar, sem sat við hliðina á honum. Reglulega hafi drottningin horft flóttaleg í átt að manni sínum. Danskur heimildamaður ástralska miðilsins segir að María hafi virtst vansæl strax í byrjun kvölds. „Ungi íslenski pólitíkusinn Þórdís er mjög svo týpan hans Friðriks, svo hún hlýtur að hafa haldið Maríu órólegri allt kvöldið,“ segir þessi sami heimildamaður. Þá veltir sá hinn sami fyrir sér hvort það hafi verið stirt á milli þeirra hjóna áður en Þórdís og hinir gestirnir komu í hús. Ár liðið frá skandalnum í Madríd Það er tæplega ár liðið frá því að Friðrik var til umfjöllunar í fjölmiðlum bæði í Danmörku og á Spáni vegna meints framhjáhalds hans með mexíkósku athafnakonunni Genovevu Casanova í Madríd. Spænsk slúðurblöð héldu því fram að Friðrik og Casanova hafi varið nótt saman og farið saman á listasafn. „Ég hafna öllum staðhæfingum sem gefa til kynna að Friðrik Danaprins og ég eigi í rómantísku ástarsambandi,“ sagði Genoveva í yfirlýsingu sem birtist í blaðinu Hola! „Slíkir orðrómar eru hreint út sagt falskir og brengla raunveruleikann á ósvífinn hátt. Mál þetta er nú þegar komið á borð lögmanna minn.“ Heimsókn Friðriks til Spánar átti sér stað á sama tíma og eiginkona hans, María prinsessa, var á fundi Sameinuðu þjóðanna í New York-borg í lok október 2023. Ferð Maríu var formleg og tilkynnt opinberlega en Spánarför Friðriks var það ekki. Þrálátir orðrómar um hjónabandsörðugleika hafa plagað hjónin allar götur síðan. Þá vekur það athygli fjölmiðla að María hafi farið til Ástralíu án Friðriks akkúrat þegar ár er liðið frá því hann var í Madríd. „Þessi nýjasta daðurshrina mun hafa búið til enn meiri spennu milli þeirri og hvort það sé hægt að bæta úr því á enn eftir að koma í ljósi,“ sagði danski heimildamaðurinn einnig við Now to Love. Danmörk Ástralía Fjölmiðlar Friðrik X Danakonungur Kóngafólk Mest lesið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Lífið Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Lífið Stjörnurnar flyktust á frumsýningu einnar mest spennandi bíómyndar ársins Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Fleiri fréttir Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Sjá meira
Eitthvað eru fréttirnar lengi að berast til Ástrala af því að kvöldverðurinn til heiðurs Höllu var haldinn 8. október síðastliðinn, fyrir rúmum þremur vikum síðan. Þrátt fyrir það birtist í dag greinin „Queen Marys's heartache: Fred gets flirty again!“ sem lauslega mætti þýða „Hugarangur Maríu drottningar: Frikki gerist daðurslegur á ný!“. Þar vilja Ástralarnir meina að Friðrik hafi verið að daðra við utanríkisráðherra Íslands sem hafi komið illa við Maríu Danadrottningu. Þórdís sögð vera týpa Friðriks Ástæðan fyrir þessum áhuga Ástrala á ríkjasambandi Íslands og Danmerkur virðist vera að María Danadrottning er fædd í Hobart í Tasmaníu í Ástralíu og er fyrsta konan af áströlskum uppruna til að vera drottning í evrópsku landi. Í fréttinni er því lýst hvernig María hafi verið tárvot og í uppnámi á meðan Friðrik hvíslaði í eyra Þórdísar, sem sat við hliðina á honum. Reglulega hafi drottningin horft flóttaleg í átt að manni sínum. Danskur heimildamaður ástralska miðilsins segir að María hafi virtst vansæl strax í byrjun kvölds. „Ungi íslenski pólitíkusinn Þórdís er mjög svo týpan hans Friðriks, svo hún hlýtur að hafa haldið Maríu órólegri allt kvöldið,“ segir þessi sami heimildamaður. Þá veltir sá hinn sami fyrir sér hvort það hafi verið stirt á milli þeirra hjóna áður en Þórdís og hinir gestirnir komu í hús. Ár liðið frá skandalnum í Madríd Það er tæplega ár liðið frá því að Friðrik var til umfjöllunar í fjölmiðlum bæði í Danmörku og á Spáni vegna meints framhjáhalds hans með mexíkósku athafnakonunni Genovevu Casanova í Madríd. Spænsk slúðurblöð héldu því fram að Friðrik og Casanova hafi varið nótt saman og farið saman á listasafn. „Ég hafna öllum staðhæfingum sem gefa til kynna að Friðrik Danaprins og ég eigi í rómantísku ástarsambandi,“ sagði Genoveva í yfirlýsingu sem birtist í blaðinu Hola! „Slíkir orðrómar eru hreint út sagt falskir og brengla raunveruleikann á ósvífinn hátt. Mál þetta er nú þegar komið á borð lögmanna minn.“ Heimsókn Friðriks til Spánar átti sér stað á sama tíma og eiginkona hans, María prinsessa, var á fundi Sameinuðu þjóðanna í New York-borg í lok október 2023. Ferð Maríu var formleg og tilkynnt opinberlega en Spánarför Friðriks var það ekki. Þrálátir orðrómar um hjónabandsörðugleika hafa plagað hjónin allar götur síðan. Þá vekur það athygli fjölmiðla að María hafi farið til Ástralíu án Friðriks akkúrat þegar ár er liðið frá því hann var í Madríd. „Þessi nýjasta daðurshrina mun hafa búið til enn meiri spennu milli þeirri og hvort það sé hægt að bæta úr því á enn eftir að koma í ljósi,“ sagði danski heimildamaðurinn einnig við Now to Love.
Danmörk Ástralía Fjölmiðlar Friðrik X Danakonungur Kóngafólk Mest lesið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Lífið Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Lífið Stjörnurnar flyktust á frumsýningu einnar mest spennandi bíómyndar ársins Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Fleiri fréttir Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Sjá meira