Faðir Dags gagnrýnir Kristrúnu: „Dagur veginn og metinn og léttvægur fundinn“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 30. október 2024 23:25 Eggerti finnst undarlegt hvað Dagur sé léttvægur fundinn af formanninum þrátt fyrir gífurlega pólitíska reynslu, yfirburðarþekkingu og einstaka hæfileika til að vinna með fólki. Háskóli Íslands Eggert Gunnarsson, dýralæknir og faðir Dags B. Eggertssonar, hefur látið í ljós óánægju sína með orð Kristrúnar Frostadóttur, formanns Samfylkingarinnar, þess efnis að Dagur sé aukaleikari og ekki ráðherraefni flokksins. Einkaskilaboð Kristrúnar til Grafarvogsbúa nokkurs, sem viðkomandi birti síðan í opnum Facebook-hópi, vöktu töluverða athygli um helgina en þar sagði hún að Dagur væri aukaleikari, myndi ekki koma til með að vera ráðherra og að viðkomandi gæti strikað yfir hann á kjörseðlinum. Kristrún sagði í samtali við Vísi að það væri eðlilegt að fólk sem vilji kjósa Samfylkinguna hafi mismunandi skoðanir á einstaka frambjóðendum. Dagur mætti nokkrum dögum síðar í Silfrið þar sem hann sagði skilaboðin vera óheppileg en hann hafi rætt við Kristrúnu um málið og það væri komið í baksýnisspegilinn. „Hverjir eru þessir snillingar“ Faðir Dags tók málinu ekki af sömu yfirvegun og gagnrýndi orð formannsins í færslu sem birtist á Facebook í gær. „Kristrún hefur látið að því liggja að komi til þess að Samfylkingin myndi ríkisstjórn verði Dagur B. Eggertsson ekki ráðherraefni enda sé hann hann [að] feta sig á nýjum slóðum. Fyrir í fleti séu leiðtogar flokksins í hinum ýmsu kjördæmum. Og hverjir eru svo þessir snillingar,“ skrifar Eggert hæðnislega. „Fyrir utan hana sjálfa eru það: Jóhann Páll Jóhannsson, alþingismaður til þriggja ára; Arna Lára Jónsdóttir, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar og ritari Samfylkingarinnar; Logi Einarsson, alþingismaður og frv. formaður; Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn; Alma Möller, landlæknir. Allt að sjálfsögðu hið vænsta fólk. Á móti þessu fólki er Dagur veginn og metinn og léttvægur fundinn þrátt fyrir gífurlega pólitíska reynslu, yfirburða þekkingu og síðast en ekki síst einstaka hæfileika til þess að vinna með fólki. Já, það er margt skrítið í …“ skrifar hann síðan. Færsla Eggerts, föður Dags, er í heild sinni svona: Kristrún hefur látið að því liggja að komi til þess að Samfylkingin myndi ríkisstjórn verði Dagur B. Eggertsson ekki ráðherraefni enda sé hann hann [að] feta sig á nýjum slóðum. Fyrir í fleti séu leiðtogar flokksins í hinum ýmsu kjördæmum. Og hverjir eru svo þessir snillingar. Fyrir utan hana sjálfa eru það: Jóhann Páll Jóhannsson, alþingismaður til þriggja ára Arna Lára Jónsdóttir, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar og ritari Samfylkingarinnar Logi Einarsson, alþingismaður og frv. formaður Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn Alma Möller, landlæknir Allt að sjálfsögðu hið vænsta fólk. Á móti þessu fólki er Dagur veginn og metinn og léttvægur fundinn þrátt fyrir gífurlega pólitiska reynslu, yfirburða þekkingu og síðast en ekki síst einstaka hæfileika til þess að vinna með fólki. Já, það er margt skrítið í … Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Reykjavíkurkjördæmi norður Mest lesið Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Erlent Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Innlent Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Villi Valli fallinn frá Innlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Fleiri fréttir Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Sjá meira
Einkaskilaboð Kristrúnar til Grafarvogsbúa nokkurs, sem viðkomandi birti síðan í opnum Facebook-hópi, vöktu töluverða athygli um helgina en þar sagði hún að Dagur væri aukaleikari, myndi ekki koma til með að vera ráðherra og að viðkomandi gæti strikað yfir hann á kjörseðlinum. Kristrún sagði í samtali við Vísi að það væri eðlilegt að fólk sem vilji kjósa Samfylkinguna hafi mismunandi skoðanir á einstaka frambjóðendum. Dagur mætti nokkrum dögum síðar í Silfrið þar sem hann sagði skilaboðin vera óheppileg en hann hafi rætt við Kristrúnu um málið og það væri komið í baksýnisspegilinn. „Hverjir eru þessir snillingar“ Faðir Dags tók málinu ekki af sömu yfirvegun og gagnrýndi orð formannsins í færslu sem birtist á Facebook í gær. „Kristrún hefur látið að því liggja að komi til þess að Samfylkingin myndi ríkisstjórn verði Dagur B. Eggertsson ekki ráðherraefni enda sé hann hann [að] feta sig á nýjum slóðum. Fyrir í fleti séu leiðtogar flokksins í hinum ýmsu kjördæmum. Og hverjir eru svo þessir snillingar,“ skrifar Eggert hæðnislega. „Fyrir utan hana sjálfa eru það: Jóhann Páll Jóhannsson, alþingismaður til þriggja ára; Arna Lára Jónsdóttir, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar og ritari Samfylkingarinnar; Logi Einarsson, alþingismaður og frv. formaður; Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn; Alma Möller, landlæknir. Allt að sjálfsögðu hið vænsta fólk. Á móti þessu fólki er Dagur veginn og metinn og léttvægur fundinn þrátt fyrir gífurlega pólitíska reynslu, yfirburða þekkingu og síðast en ekki síst einstaka hæfileika til þess að vinna með fólki. Já, það er margt skrítið í …“ skrifar hann síðan. Færsla Eggerts, föður Dags, er í heild sinni svona: Kristrún hefur látið að því liggja að komi til þess að Samfylkingin myndi ríkisstjórn verði Dagur B. Eggertsson ekki ráðherraefni enda sé hann hann [að] feta sig á nýjum slóðum. Fyrir í fleti séu leiðtogar flokksins í hinum ýmsu kjördæmum. Og hverjir eru svo þessir snillingar. Fyrir utan hana sjálfa eru það: Jóhann Páll Jóhannsson, alþingismaður til þriggja ára Arna Lára Jónsdóttir, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar og ritari Samfylkingarinnar Logi Einarsson, alþingismaður og frv. formaður Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn Alma Möller, landlæknir Allt að sjálfsögðu hið vænsta fólk. Á móti þessu fólki er Dagur veginn og metinn og léttvægur fundinn þrátt fyrir gífurlega pólitiska reynslu, yfirburða þekkingu og síðast en ekki síst einstaka hæfileika til þess að vinna með fólki. Já, það er margt skrítið í …
Færsla Eggerts, föður Dags, er í heild sinni svona: Kristrún hefur látið að því liggja að komi til þess að Samfylkingin myndi ríkisstjórn verði Dagur B. Eggertsson ekki ráðherraefni enda sé hann hann [að] feta sig á nýjum slóðum. Fyrir í fleti séu leiðtogar flokksins í hinum ýmsu kjördæmum. Og hverjir eru svo þessir snillingar. Fyrir utan hana sjálfa eru það: Jóhann Páll Jóhannsson, alþingismaður til þriggja ára Arna Lára Jónsdóttir, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar og ritari Samfylkingarinnar Logi Einarsson, alþingismaður og frv. formaður Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn Alma Möller, landlæknir Allt að sjálfsögðu hið vænsta fólk. Á móti þessu fólki er Dagur veginn og metinn og léttvægur fundinn þrátt fyrir gífurlega pólitiska reynslu, yfirburða þekkingu og síðast en ekki síst einstaka hæfileika til þess að vinna með fólki. Já, það er margt skrítið í …
Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Reykjavíkurkjördæmi norður Mest lesið Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Erlent Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Innlent Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Villi Valli fallinn frá Innlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Fleiri fréttir Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Sjá meira