Súperstjarnan braut reglur með því að lýsa yfir stuðningi við Trump í beinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. október 2024 08:24 Nick Bosa vildi ólmur lýsa yfir stuðningi við Donald Trump og mætti því inn í mitt viðtal hjá liðsfélaga sínum. Getty/ Lachlan Cunningham/ NFL stjörnuleikmaðurinn Nick Bosa braut reglur deildarinnar þegar hann mætti óumbeðinn í viðtal með Donald Trump derhúfu. Bosa var greinilega staðráðinn að lýsa yfir stuðningi sínum við fyrrverandi forseta Bandaríkjanna en Trump reynir að komast aftur til valda í forsetakosningunum á þriðjudaginn kemur. Bosa var öflugur í sigri San Francisco 49ers á Dallas Cowboys um síðustu helgi. Hann var þó ekki tekin í sjónvarpsviðtal eftir leikinn heldur var leikstjórnandi hans Brock Purdy í umræddu viðtali. Bosa ákvað að trufla viðtalið og birtist þá með „Make America great again“ Maga-derhúfu. Þetta eru einkunnarorð Trump frá því að hann var kosinn forseti árið 2016. Bosa benti á húfu sína og það fór ekkert á milli mála að hann var lýsa yfir stuðningi við Trump. Uppátæki Bosa vakti mikla athygli á samfélagsmiðlum og þar skiptust menn í tvo hópa eins og oft áður í bandarískum stjórnmálum. Bosa er stórstjarnan í deildinni og var kosinn besti varnarmaður deildarinnar árið 2022. Bosa var seinna spurður út í framferði sitt á blaðamannafundi en vildi þá ekki segja mikið. „Ég vil ekki tala mikið um það en ég tel að við lifum á mikilvægum tímum,“ sagði Bosa. Bosa á von á refsingu, líklegast vænlegri sekt, fyrir brot á reglum deildarinnar sem banna öll pólitísk skilaboð. Það fylgir þó sögunni að treyja Bosa hefur selst vel síðan og væntanlega til ánægðra Trump stuðningsmanna. #49ers DE Nick Bosa crashed NBC’s postgame interview with Brock Purdy to flash his Donald Trump “MAGA” hat. pic.twitter.com/Ifw1ACt09l— Ari Meirov (@MySportsUpdate) October 28, 2024 NFL Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sjá meira
Bosa var greinilega staðráðinn að lýsa yfir stuðningi sínum við fyrrverandi forseta Bandaríkjanna en Trump reynir að komast aftur til valda í forsetakosningunum á þriðjudaginn kemur. Bosa var öflugur í sigri San Francisco 49ers á Dallas Cowboys um síðustu helgi. Hann var þó ekki tekin í sjónvarpsviðtal eftir leikinn heldur var leikstjórnandi hans Brock Purdy í umræddu viðtali. Bosa ákvað að trufla viðtalið og birtist þá með „Make America great again“ Maga-derhúfu. Þetta eru einkunnarorð Trump frá því að hann var kosinn forseti árið 2016. Bosa benti á húfu sína og það fór ekkert á milli mála að hann var lýsa yfir stuðningi við Trump. Uppátæki Bosa vakti mikla athygli á samfélagsmiðlum og þar skiptust menn í tvo hópa eins og oft áður í bandarískum stjórnmálum. Bosa er stórstjarnan í deildinni og var kosinn besti varnarmaður deildarinnar árið 2022. Bosa var seinna spurður út í framferði sitt á blaðamannafundi en vildi þá ekki segja mikið. „Ég vil ekki tala mikið um það en ég tel að við lifum á mikilvægum tímum,“ sagði Bosa. Bosa á von á refsingu, líklegast vænlegri sekt, fyrir brot á reglum deildarinnar sem banna öll pólitísk skilaboð. Það fylgir þó sögunni að treyja Bosa hefur selst vel síðan og væntanlega til ánægðra Trump stuðningsmanna. #49ers DE Nick Bosa crashed NBC’s postgame interview with Brock Purdy to flash his Donald Trump “MAGA” hat. pic.twitter.com/Ifw1ACt09l— Ari Meirov (@MySportsUpdate) October 28, 2024
NFL Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sjá meira