Af hverju Píratar? Daníel Þröstur Pálsson skrifar 31. október 2024 07:31 Þetta er spurning sem ég og eflaust margir Píratar eru spurðir reglulega, enda er þetta mjög góð spurning sem ég velti oft sjálfur fyrir mér. Málið er að enginn annar flokkur er, eins og staðan er núna, raunhæfur kostur. Alvöru breytingar. Þetta sést fyrst og fremst í stefnu Pírata. Of lengi hafa flokkar skipst á að vera í ríkisstjórn án þess að alvöru breytingar séu gerðar. Píratar er einn sá flokkur sem getur komið okkur út úr þessari stöðnun með því að tala hreint út og gera það sem skiptir máli. Til dæmis erum við eini flokkurinn sem vill banna opið sjókvíaeldi. Það hefur neikvæð umhverfisáhrif í fjörðum og er í þessum töluðu orðum að leiða til útrýmingar íslenska laxastofnsins með genablöndun við norskan stofn. Við skiljum samt að mörg störf koma með sjókvíaeldi og því viljum við samhliða banninu veita fyrirtækjum hvata til að færa sig upp á land og þar með varðveita störf sem sjókvíaeldi býður upp á. Lýðræði, ekki geðþóttaákvörðun formanns. Einnig erum við með þá sérstöðu að við erum eini flokkurinn án formanns. Kraftur flokksins kemur frá okkar öflugu grasrót sem hefur áhrif á stefnumál okkar og er með í ferlinu frá A til Ö. Þetta sést best á stefnumótunarferli Pírata. Til dæmis er venjan að hafa opna félagsfundi þar sem hægt er að ræða og leggja til breytingar á stefnumálum flokksins. Eftir það fara mál í kosningu sem allir meðlimir flokksins geta tekið þátt í. Þetta tryggir ekki bara að stefnumál okkar taka tillit til sem flestra aðila heldur líka að stefna flokksins breytist ekki yfir eina nótt á forsendum nýs formanns. Lokaorð Þessi dæmi sem nefnd eru hér, eru bara örfá af mörgum sem hægt væri að nefna varðandi sérstöðu Pírata og má lesa meira um stefnumál Pírata á heimasíðu flokksins. Við erum á mikilvægum tímamótum þar sem þarf að gera breytingar eins og að bæta heilbrigðiskerfið, taka menntakerfið í gegn og svo margt annað. Ég tel að margir flokkar gætu gert góða hluti, en enginn gæti komið með þær nauðsynlegu breytingar sem kerfin þurfa, nema Píratar, enda eru Píratar flokkur sem hefur aldrei tekið á móti fjármunum frá fyrirtækjum og er því ekki bundinn af sérhagsmunum. Flokkur sem hefur það eina markmið að finna bestu lausnina til að leysa vandinn og hjálpa fólki þvert á pólitíska ásinn. Höfundur er framhaldskólanemandi og meðlimur Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Píratar Mest lesið Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Sjá meira
Þetta er spurning sem ég og eflaust margir Píratar eru spurðir reglulega, enda er þetta mjög góð spurning sem ég velti oft sjálfur fyrir mér. Málið er að enginn annar flokkur er, eins og staðan er núna, raunhæfur kostur. Alvöru breytingar. Þetta sést fyrst og fremst í stefnu Pírata. Of lengi hafa flokkar skipst á að vera í ríkisstjórn án þess að alvöru breytingar séu gerðar. Píratar er einn sá flokkur sem getur komið okkur út úr þessari stöðnun með því að tala hreint út og gera það sem skiptir máli. Til dæmis erum við eini flokkurinn sem vill banna opið sjókvíaeldi. Það hefur neikvæð umhverfisáhrif í fjörðum og er í þessum töluðu orðum að leiða til útrýmingar íslenska laxastofnsins með genablöndun við norskan stofn. Við skiljum samt að mörg störf koma með sjókvíaeldi og því viljum við samhliða banninu veita fyrirtækjum hvata til að færa sig upp á land og þar með varðveita störf sem sjókvíaeldi býður upp á. Lýðræði, ekki geðþóttaákvörðun formanns. Einnig erum við með þá sérstöðu að við erum eini flokkurinn án formanns. Kraftur flokksins kemur frá okkar öflugu grasrót sem hefur áhrif á stefnumál okkar og er með í ferlinu frá A til Ö. Þetta sést best á stefnumótunarferli Pírata. Til dæmis er venjan að hafa opna félagsfundi þar sem hægt er að ræða og leggja til breytingar á stefnumálum flokksins. Eftir það fara mál í kosningu sem allir meðlimir flokksins geta tekið þátt í. Þetta tryggir ekki bara að stefnumál okkar taka tillit til sem flestra aðila heldur líka að stefna flokksins breytist ekki yfir eina nótt á forsendum nýs formanns. Lokaorð Þessi dæmi sem nefnd eru hér, eru bara örfá af mörgum sem hægt væri að nefna varðandi sérstöðu Pírata og má lesa meira um stefnumál Pírata á heimasíðu flokksins. Við erum á mikilvægum tímamótum þar sem þarf að gera breytingar eins og að bæta heilbrigðiskerfið, taka menntakerfið í gegn og svo margt annað. Ég tel að margir flokkar gætu gert góða hluti, en enginn gæti komið með þær nauðsynlegu breytingar sem kerfin þurfa, nema Píratar, enda eru Píratar flokkur sem hefur aldrei tekið á móti fjármunum frá fyrirtækjum og er því ekki bundinn af sérhagsmunum. Flokkur sem hefur það eina markmið að finna bestu lausnina til að leysa vandinn og hjálpa fólki þvert á pólitíska ásinn. Höfundur er framhaldskólanemandi og meðlimur Pírata.
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun