Innlent

Lilja Rafney skipar annað sætið á lista Flokks fólksins

Atli Ísleifsson skrifar
Lilja Rafney Magnúsdóttir sat á þingi fyrir Vinstri græna á árunum 2009 til 2021.
Lilja Rafney Magnúsdóttir sat á þingi fyrir Vinstri græna á árunum 2009 til 2021. Vísir/Vilhelm

Lilja Rafney Magnúsdóttir, fyrrverandi þingmaður Vinstri grænna, skipar annað sæti á lista Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi fyrir komandi þingkosningar. Eyjólfur Ármannsson þingmaður leiðir listann.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Flokki fólksins þar sem birtur er framboðslistinn í kjördæminu í heild sinni. Bragi Þór Thoroddsen, sveitarstjóri Súðavíkurhrepps, skipar 3. sæti listans.

Lilja Rafney sat á þingi fyrir Vinstri græna á árunum 2009 til 2021. Hún sagði sig úr flokknum síðasta sumar eftir að samþykkt var á þingi frumvarp um kvótasetningu grásleppu. Í grein sagði Lilja Rafney að hún segði sig úr flokknum vegna svika hans við eigin sjávarútvegsstefnu.

Listinn hjá Flokki fólksins í Norðvesturkjördæmi er þannig skipaður:

  • 1. Eyjólfur Ármannsson, alþingismaður, Hrafnabjörgum Þingeyri 
  • 2. Lilja Rafney Magnúsdóttir, varaþingmaður og fyrrv. alþingismaður, Suðureyri 
  • 3. Bragi Þór Thoroddsen, sveitastjóri Súðavíkurhrepps, Súðavík 
  • 4. Heiða Rós Eyjólfsdóttir, tanntæknir og hársnyrtir, Blönduósi 
  • 5. Kristján Andri Guðjónsson, forstöðumaður Ísafjarðarbæ, Ísafirði 
  • 6. Snorri Snorrason, skipstjóri, Sauðárkróki 
  • 7. Valda Brokane, skipstjóri, Suðureyri 
  • 8. Guðni Már Lýðsson, formaður Smábátafélagsins Skalli, Skagaströnd 
  • 9. Dagný Ósk Hermannsdóttir, deildarstjóri eldhúss Heilbrigðisstofnun Vesturlands, Stykkishólmi 
  • 10. Hafþór Guðmundsson, strandveiðimaður, Þingeyri 
  • 11. Svanur Grétar Jóhannsson, sjómaður, Stykkishólmi 
  • 12. Ágúst Heiðar Ólafsson, kerfóðrari Grundartanga, Akranesi 
  • 13. Hermann Jónsson Bragason, vélstjóri, Stykkishólmi 
  • 14. Andrea Þórunn Björnsdóttir, frumkvöðull í góðgerðarmálum, Akranesi

Tengdar fréttir

Lilja Rafney segir sig úr VG vegna svika flokksins

Lilja Rafney Magnúsdóttir varaþingmaður Vinstri grænna hefur sagt sig úr flokknum. Það gerði Lilja Rafney eftir að samþykkt var á þingi frumvarp um kvótasetningu grásleppu. Í aðsendri grein segir Lilja Rafney að hún segi sig úr flokknum vegna svika hans við eigin sjávarútvegsstefnu.

Lilja Rafney: „Minn tími mun koma“

Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður VG, segist ekki vera svekkt eða sár að hún hafi sjálf ekki fengið ráðherraembætti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×