Matráður segir upp á Mánagarði Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. október 2024 11:40 Soffía Emelía Bragadóttir er leikskólastjóri Mánagarðs. Vísir/Einar Matráður leikskólans Mánagarðs þar sem upp kom svæsin E.coli-sýking í síðustu viku hefur sagt upp störfum. Leikskólinn verður lokaður út vikuna. Þetta kemur fram í tölvupósti frá leikskólastjóranum á Mánagarði til foreldra. Þar segir að sérstakur stýrihópur sóttvarnalæknis hafi ákveðið í dag að leikskólinn yrði lokaður út þessa viku. „Standa vonir til að hægt verði að opna að nýju á þriðjudag í næstu viku en stýrihópurinn mun funda aftur eftir helgi þar sem ný ákvörðun verður tekin. Meðan á lokuninni stendur verður aðgerðum síðustu daga og viku framhaldið á Mánagarði. Lokið hefur verið við afar ítarlega og umfangsmikla sótthreinsun á húsnæðinu sem framkvæmd var af fagaðilum.“ Vinna haldi áfram við heildstæða endurskoðun á öllum verkferlum innan leikskólans með þar til bærum sérfræðingum en sú vinna snúi meðal annars að hreinlæti, meðhöndlun matvæla, aðstöðu, tækjabúnaði og geymslu, svo eitthvað sé nefnt. Þá hafi matráður leikskólans látið af störfum að eigin ósk. Allur matur sem börnin og starfsmennirnir borða er alla jafna eldaður á staðnum. Soffía Emelía Bragadóttir leikskólastjóri Mánagarðs sagði á dögunum að á meðan málið væri til rannsóknar yrði pantaður matur. „Á meðan við erum að komast yfir þetta áfall þá hugsa ég að við förum í aðkeyptan mat í mánuð á meðan við erum að breyta ferlum og finna út hvað gerðist. Það getur tekið þessa viku og næstu. Á meðan við bíðum er betra að vera öruggari og kaupa annars staðar frá,“ sagði Soffía. Algengt er að leikskólar og skólar kaupi mat frá til dæmis Skólamat eða Matartímanum. Rannsókn á E.coli smiti á leikskólanum Mánagarði beinist aðallega að mat sem börnin neyttu þann 17. október. Þá fengu börnin hafragraut, spaghettí og melónur í kaffitímanum. Alls hafa 45 börn smitast af E.coli veirunni frá því í síðustu viku. Ellefu liggja inni á Landspítalanum þar af fjögur á gjörgæslu. Leikskólar Reykjavík E. coli-sýking á Mánagarði Skóla- og menntamál Heilbrigðiseftirlit Heilbrigðismál Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira
Þetta kemur fram í tölvupósti frá leikskólastjóranum á Mánagarði til foreldra. Þar segir að sérstakur stýrihópur sóttvarnalæknis hafi ákveðið í dag að leikskólinn yrði lokaður út þessa viku. „Standa vonir til að hægt verði að opna að nýju á þriðjudag í næstu viku en stýrihópurinn mun funda aftur eftir helgi þar sem ný ákvörðun verður tekin. Meðan á lokuninni stendur verður aðgerðum síðustu daga og viku framhaldið á Mánagarði. Lokið hefur verið við afar ítarlega og umfangsmikla sótthreinsun á húsnæðinu sem framkvæmd var af fagaðilum.“ Vinna haldi áfram við heildstæða endurskoðun á öllum verkferlum innan leikskólans með þar til bærum sérfræðingum en sú vinna snúi meðal annars að hreinlæti, meðhöndlun matvæla, aðstöðu, tækjabúnaði og geymslu, svo eitthvað sé nefnt. Þá hafi matráður leikskólans látið af störfum að eigin ósk. Allur matur sem börnin og starfsmennirnir borða er alla jafna eldaður á staðnum. Soffía Emelía Bragadóttir leikskólastjóri Mánagarðs sagði á dögunum að á meðan málið væri til rannsóknar yrði pantaður matur. „Á meðan við erum að komast yfir þetta áfall þá hugsa ég að við förum í aðkeyptan mat í mánuð á meðan við erum að breyta ferlum og finna út hvað gerðist. Það getur tekið þessa viku og næstu. Á meðan við bíðum er betra að vera öruggari og kaupa annars staðar frá,“ sagði Soffía. Algengt er að leikskólar og skólar kaupi mat frá til dæmis Skólamat eða Matartímanum. Rannsókn á E.coli smiti á leikskólanum Mánagarði beinist aðallega að mat sem börnin neyttu þann 17. október. Þá fengu börnin hafragraut, spaghettí og melónur í kaffitímanum. Alls hafa 45 börn smitast af E.coli veirunni frá því í síðustu viku. Ellefu liggja inni á Landspítalanum þar af fjögur á gjörgæslu.
Leikskólar Reykjavík E. coli-sýking á Mánagarði Skóla- og menntamál Heilbrigðiseftirlit Heilbrigðismál Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira