Árás á fátækasta fólkið í borginni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar 1. nóvember 2024 10:17 Félagsbústaðir vilja hækka leigu um 6,5% umfram vísitölu neysluverðs. Félagið leigir út húsnæði til fólks undir ákveðnum tekju- og eignarmörkum. Flokkur fólksins í borginni hefur mótmælt þessu harðlega strax á umsagnarferli. Ekkert lát er á árásum á fátækasta fólkið í borginni. Fulltrúi Flokks fólksins í velferðarráði styður ekki að leiga verði hækkuð og það án nokkurra mótvægisaðgerða. Ef þarf að hækka húsaleigu hjá Félagsbústöðum til að halda fyrirtækinu á floti má ætla að viðskiptamódel Félagsbústaða gangi ekki upp miðað við núverandi forsendur. Leigumarkaðurinn er alvarlega sjúkur og hafa stjórnvöld gert lítið til að koma böndum á hann. Flokkur fólksins vill koma varanlegri skikkan á hinn almenna leigumarkað og setja takmarkanir varðandi hækkanir á leiguverði. Leita þarf annarra leiða en að hækka leigu hjá þeim verst settu. Efla þarf réttarvernd leigjenda og verja leigjendur Félagsbústaða fyrir hækkunum með sérstökum aðgerðum s.s. að hækka sérstakan húsnæðisstuðning sem nemur hækkunum Félagsbústaða. Fulltrúa Flokks fólksins finnst sífellt að stjórnvöld hugsi um hvað sé íþyngjandi fyrir leigusala en sjaldnar er hugað að leigukaupa. Þetta er ekkert annað er árásir á okkar minnstu bræður og systur. Koma verður böndum á stjórnlausan leigumarkað og standa vörð á sama tíma um þá sem minna mega sín í samfélagi okkar þar sem fátækt og ójöfnuður hefur aukist. Höfundur er sálfræðingur og borgarfulltrúi. Hún skipar einnig 2. sæti á lista Flokks fólksins í Reykjavíkurkjördæmi suður í komandi alþingiskosningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Flokkur fólksins Mest lesið Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Félagsbústaðir vilja hækka leigu um 6,5% umfram vísitölu neysluverðs. Félagið leigir út húsnæði til fólks undir ákveðnum tekju- og eignarmörkum. Flokkur fólksins í borginni hefur mótmælt þessu harðlega strax á umsagnarferli. Ekkert lát er á árásum á fátækasta fólkið í borginni. Fulltrúi Flokks fólksins í velferðarráði styður ekki að leiga verði hækkuð og það án nokkurra mótvægisaðgerða. Ef þarf að hækka húsaleigu hjá Félagsbústöðum til að halda fyrirtækinu á floti má ætla að viðskiptamódel Félagsbústaða gangi ekki upp miðað við núverandi forsendur. Leigumarkaðurinn er alvarlega sjúkur og hafa stjórnvöld gert lítið til að koma böndum á hann. Flokkur fólksins vill koma varanlegri skikkan á hinn almenna leigumarkað og setja takmarkanir varðandi hækkanir á leiguverði. Leita þarf annarra leiða en að hækka leigu hjá þeim verst settu. Efla þarf réttarvernd leigjenda og verja leigjendur Félagsbústaða fyrir hækkunum með sérstökum aðgerðum s.s. að hækka sérstakan húsnæðisstuðning sem nemur hækkunum Félagsbústaða. Fulltrúa Flokks fólksins finnst sífellt að stjórnvöld hugsi um hvað sé íþyngjandi fyrir leigusala en sjaldnar er hugað að leigukaupa. Þetta er ekkert annað er árásir á okkar minnstu bræður og systur. Koma verður böndum á stjórnlausan leigumarkað og standa vörð á sama tíma um þá sem minna mega sín í samfélagi okkar þar sem fátækt og ójöfnuður hefur aukist. Höfundur er sálfræðingur og borgarfulltrúi. Hún skipar einnig 2. sæti á lista Flokks fólksins í Reykjavíkurkjördæmi suður í komandi alþingiskosningum.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar