„Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Valur Páll Eiríksson skrifar 1. nóvember 2024 15:45 Theodór Elmar (t.h.) segir að í draumaheimi hefðu þeir Kjartan Henry (t.v.) lokið ferlinum saman hjá KR. Samsett/Vísir „Það hefði verið fullkominn endir,“ segir Theodór Elmar Bjarnason um fyrrum liðsfélaga sinn hjá KR, Kjartan Henry Finnbogason. Kjartan yfirgaf KR sumarið 2022 sem fylgdi mikið fjaðrafok og náðu þeir félagarnir því örfáum leikjum saman með Vesturbæjarliðinu. Kjartan Henry og Theodór Elmar spiluðu saman upp yngri flokka hjá KR og brutu sér báðir inn leið í aðallið félagsins sumarið 2004, þá 17 og 18 ára gamlir. Báðir heilluðu mjög og skiptu saman til skoska stórveldisins Celtic í Glasgow. Þar voru þeir báðir til 2008 en Kjartan Henry sneri heim í KR sumarið 2010 og var til 2014. Á þeim tíma vann KR til tveggja Íslandsmeistaratitla og þriggja bikartitla. Hann fór aftur út en þeir félagar sameinuðust svo í KR þegar Theodór Elmar sneri heim sumarið 2021. Það fór hins vegar ekki alveg á þann veg. „Það hefði verið fullkomið í fullkomnum heimi. En maður hefur lært það að það er sjaldnast þannig. Það er bara óskhyggja. Ég segi alltaf að 95 prósent í fótboltanum eru vonbrigði. Svo eru einhver fimm prósent að upplifa geggjaðar tilfinningar. Annars ertu alltaf að vinna þig í gegnum að hafa tapað leikjum eða slíkt. Þú ert að spila fyrir þessi fimm prósent sem gefa þér svo mikið,“ „Þau gefa þér svo mikið af því að stærsti hlutinn er alltaf verið að berja þig niður. Þeir sterkustu standa alltaf aftur upp,“ segir Elmar Viss um að þeir sameinist aftur Margur sá fyrir sér að þeir myndu klára ferilinn saman í Vesturbænum en sumarið 2022 sauð upp úr milli Kjartans og þeirra sem valdið höfðu í Vesturbænum. Hann eyddi sumrinu meira og minna á bekknum og var svo látinn fara þegar leiktíðinni lauk. Kjartan lék með FH og skoraði ellefu mörk sumarið 2023 og hætti eftir það tímabil til að taka við sem aðstoðarþjálfari hjá Hafnafjarðarfélaginu. „Svona var hans endir. Þetta var bara ömurlegt í alla staði. KR sér eftir honum, auðvitað. En svo fór sem fór og hann er náttúrulega bara glaður í nýju starfi og gerir það vel. Á endanum gleymist þetta bara, tíminn læknar þessi sár og við sameinumst aftur,“ segir Elmar. Sjá má ummæli Elmars um málið í spilaranum að ofan. Viðtalið verður birt í heild á Vísi á sunnudagsmorgun. KR Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ Fótbolti Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Fleiri fréttir Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Sjá meira
Kjartan Henry og Theodór Elmar spiluðu saman upp yngri flokka hjá KR og brutu sér báðir inn leið í aðallið félagsins sumarið 2004, þá 17 og 18 ára gamlir. Báðir heilluðu mjög og skiptu saman til skoska stórveldisins Celtic í Glasgow. Þar voru þeir báðir til 2008 en Kjartan Henry sneri heim í KR sumarið 2010 og var til 2014. Á þeim tíma vann KR til tveggja Íslandsmeistaratitla og þriggja bikartitla. Hann fór aftur út en þeir félagar sameinuðust svo í KR þegar Theodór Elmar sneri heim sumarið 2021. Það fór hins vegar ekki alveg á þann veg. „Það hefði verið fullkomið í fullkomnum heimi. En maður hefur lært það að það er sjaldnast þannig. Það er bara óskhyggja. Ég segi alltaf að 95 prósent í fótboltanum eru vonbrigði. Svo eru einhver fimm prósent að upplifa geggjaðar tilfinningar. Annars ertu alltaf að vinna þig í gegnum að hafa tapað leikjum eða slíkt. Þú ert að spila fyrir þessi fimm prósent sem gefa þér svo mikið,“ „Þau gefa þér svo mikið af því að stærsti hlutinn er alltaf verið að berja þig niður. Þeir sterkustu standa alltaf aftur upp,“ segir Elmar Viss um að þeir sameinist aftur Margur sá fyrir sér að þeir myndu klára ferilinn saman í Vesturbænum en sumarið 2022 sauð upp úr milli Kjartans og þeirra sem valdið höfðu í Vesturbænum. Hann eyddi sumrinu meira og minna á bekknum og var svo látinn fara þegar leiktíðinni lauk. Kjartan lék með FH og skoraði ellefu mörk sumarið 2023 og hætti eftir það tímabil til að taka við sem aðstoðarþjálfari hjá Hafnafjarðarfélaginu. „Svona var hans endir. Þetta var bara ömurlegt í alla staði. KR sér eftir honum, auðvitað. En svo fór sem fór og hann er náttúrulega bara glaður í nýju starfi og gerir það vel. Á endanum gleymist þetta bara, tíminn læknar þessi sár og við sameinumst aftur,“ segir Elmar. Sjá má ummæli Elmars um málið í spilaranum að ofan. Viðtalið verður birt í heild á Vísi á sunnudagsmorgun.
KR Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ Fótbolti Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Fleiri fréttir Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Sjá meira