„Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Bjarki Sigurðsson skrifar 1. nóvember 2024 21:05 Björgvin Sólberg Björgvinsson býr í Hlíðarendahverfinu. Hann óttast öryggi gangandi vegfarenda vegna stanslausrar umferðar vinnuvéla þar. Vísir/Ívar Fannar Íbúar í Hlíðarendahverfi í Reykjavík hafa miklar áhyggjur af umferð stórvirkra vinnuvéla um götur hverfisins. Fjöldi barna streymir inn og út úr hverfinu á hverjum degi og neyðist stundum til að ganga á götunni. Í hverfinu eru um sjö hundruð íbúðir og stefnt er að því að reisa níu hundruð til viðbótar. Vinnusvæði má finna bæði norðvestan og norðaustan við hverfið. Lítið um merkingar Um götur þessa litla hverfis er ekið um á fjölmörgum stórvirkum vinnuvélum bróðurpart dags. Íbúar þar hafa áhyggjur af öryggi barna og annarra gangandi vegfaranda og segja öryggi þeirra ekki tryggt. „Það eru engar merkingar, það er engin lokun hérna. Maður spyr sig hvaða undirbúningsvinna hafi verið gerð varðandi öryggi í kringum vinnusvæðin,“ segir Björgvin Sólberg Björgvinsson, íbúi í hverfinu. Áhættumat fyrir íbúa Það er enginn skóli í hverfinu en íþróttafélagið Valur er með aðsetur þar. Því er stöðugur straumur barna þar alla daga. Í fréttinni hér fyrir ofan er sýndur gangstéttarkafli þar sem búið er að setja upp girðingu beggja vegna við götuna. Þeir sem labba þar þurfa því að ganga á götunni til að komast leiðar sinnar. Þar sem gengið er á götunni er svo innkeyrsla inn á vinnusvæði þar sem fjölmargar vinnuvélar aka dagsdaglega. „Við krefjumst þess að Reykjavíkurborg framkvæmi áhættumat á hættum sem verða af vinnusvæðum eins og þessum inni í íbúabyggð,“ segir Björgvin. Einhver þurfi að bregðast við Íbúar hafa ítrekað reynt að krefja borgina og íþróttafélagið um að tryggja öryggi fólks en lítið gerst. „Staðan er bara sú fyrir okkur að það verður slys hérna. Það hafa komið upp tilvik þar sem krakkar hafa þurft að hoppa frá. Það datt strákur af hjóli hérna í síðustu viku og ég held að grafan hafi aldrei séð hann. Við erum að horfa upp á það að það verður slys. Það verður einhver að bregðast við og það þarf að gera það strax,“ segir Björgvin. Reykjavík Börn og uppeldi Umferðaröryggi Byggingariðnaður Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira
Í hverfinu eru um sjö hundruð íbúðir og stefnt er að því að reisa níu hundruð til viðbótar. Vinnusvæði má finna bæði norðvestan og norðaustan við hverfið. Lítið um merkingar Um götur þessa litla hverfis er ekið um á fjölmörgum stórvirkum vinnuvélum bróðurpart dags. Íbúar þar hafa áhyggjur af öryggi barna og annarra gangandi vegfaranda og segja öryggi þeirra ekki tryggt. „Það eru engar merkingar, það er engin lokun hérna. Maður spyr sig hvaða undirbúningsvinna hafi verið gerð varðandi öryggi í kringum vinnusvæðin,“ segir Björgvin Sólberg Björgvinsson, íbúi í hverfinu. Áhættumat fyrir íbúa Það er enginn skóli í hverfinu en íþróttafélagið Valur er með aðsetur þar. Því er stöðugur straumur barna þar alla daga. Í fréttinni hér fyrir ofan er sýndur gangstéttarkafli þar sem búið er að setja upp girðingu beggja vegna við götuna. Þeir sem labba þar þurfa því að ganga á götunni til að komast leiðar sinnar. Þar sem gengið er á götunni er svo innkeyrsla inn á vinnusvæði þar sem fjölmargar vinnuvélar aka dagsdaglega. „Við krefjumst þess að Reykjavíkurborg framkvæmi áhættumat á hættum sem verða af vinnusvæðum eins og þessum inni í íbúabyggð,“ segir Björgvin. Einhver þurfi að bregðast við Íbúar hafa ítrekað reynt að krefja borgina og íþróttafélagið um að tryggja öryggi fólks en lítið gerst. „Staðan er bara sú fyrir okkur að það verður slys hérna. Það hafa komið upp tilvik þar sem krakkar hafa þurft að hoppa frá. Það datt strákur af hjóli hérna í síðustu viku og ég held að grafan hafi aldrei séð hann. Við erum að horfa upp á það að það verður slys. Það verður einhver að bregðast við og það þarf að gera það strax,“ segir Björgvin.
Reykjavík Börn og uppeldi Umferðaröryggi Byggingariðnaður Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira