„Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Bjarki Sigurðsson skrifar 1. nóvember 2024 21:05 Björgvin Sólberg Björgvinsson býr í Hlíðarendahverfinu. Hann óttast öryggi gangandi vegfarenda vegna stanslausrar umferðar vinnuvéla þar. Vísir/Ívar Fannar Íbúar í Hlíðarendahverfi í Reykjavík hafa miklar áhyggjur af umferð stórvirkra vinnuvéla um götur hverfisins. Fjöldi barna streymir inn og út úr hverfinu á hverjum degi og neyðist stundum til að ganga á götunni. Í hverfinu eru um sjö hundruð íbúðir og stefnt er að því að reisa níu hundruð til viðbótar. Vinnusvæði má finna bæði norðvestan og norðaustan við hverfið. Lítið um merkingar Um götur þessa litla hverfis er ekið um á fjölmörgum stórvirkum vinnuvélum bróðurpart dags. Íbúar þar hafa áhyggjur af öryggi barna og annarra gangandi vegfaranda og segja öryggi þeirra ekki tryggt. „Það eru engar merkingar, það er engin lokun hérna. Maður spyr sig hvaða undirbúningsvinna hafi verið gerð varðandi öryggi í kringum vinnusvæðin,“ segir Björgvin Sólberg Björgvinsson, íbúi í hverfinu. Áhættumat fyrir íbúa Það er enginn skóli í hverfinu en íþróttafélagið Valur er með aðsetur þar. Því er stöðugur straumur barna þar alla daga. Í fréttinni hér fyrir ofan er sýndur gangstéttarkafli þar sem búið er að setja upp girðingu beggja vegna við götuna. Þeir sem labba þar þurfa því að ganga á götunni til að komast leiðar sinnar. Þar sem gengið er á götunni er svo innkeyrsla inn á vinnusvæði þar sem fjölmargar vinnuvélar aka dagsdaglega. „Við krefjumst þess að Reykjavíkurborg framkvæmi áhættumat á hættum sem verða af vinnusvæðum eins og þessum inni í íbúabyggð,“ segir Björgvin. Einhver þurfi að bregðast við Íbúar hafa ítrekað reynt að krefja borgina og íþróttafélagið um að tryggja öryggi fólks en lítið gerst. „Staðan er bara sú fyrir okkur að það verður slys hérna. Það hafa komið upp tilvik þar sem krakkar hafa þurft að hoppa frá. Það datt strákur af hjóli hérna í síðustu viku og ég held að grafan hafi aldrei séð hann. Við erum að horfa upp á það að það verður slys. Það verður einhver að bregðast við og það þarf að gera það strax,“ segir Björgvin. Reykjavík Börn og uppeldi Umferðaröryggi Byggingariðnaður Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Fleiri fréttir Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Sjá meira
Í hverfinu eru um sjö hundruð íbúðir og stefnt er að því að reisa níu hundruð til viðbótar. Vinnusvæði má finna bæði norðvestan og norðaustan við hverfið. Lítið um merkingar Um götur þessa litla hverfis er ekið um á fjölmörgum stórvirkum vinnuvélum bróðurpart dags. Íbúar þar hafa áhyggjur af öryggi barna og annarra gangandi vegfaranda og segja öryggi þeirra ekki tryggt. „Það eru engar merkingar, það er engin lokun hérna. Maður spyr sig hvaða undirbúningsvinna hafi verið gerð varðandi öryggi í kringum vinnusvæðin,“ segir Björgvin Sólberg Björgvinsson, íbúi í hverfinu. Áhættumat fyrir íbúa Það er enginn skóli í hverfinu en íþróttafélagið Valur er með aðsetur þar. Því er stöðugur straumur barna þar alla daga. Í fréttinni hér fyrir ofan er sýndur gangstéttarkafli þar sem búið er að setja upp girðingu beggja vegna við götuna. Þeir sem labba þar þurfa því að ganga á götunni til að komast leiðar sinnar. Þar sem gengið er á götunni er svo innkeyrsla inn á vinnusvæði þar sem fjölmargar vinnuvélar aka dagsdaglega. „Við krefjumst þess að Reykjavíkurborg framkvæmi áhættumat á hættum sem verða af vinnusvæðum eins og þessum inni í íbúabyggð,“ segir Björgvin. Einhver þurfi að bregðast við Íbúar hafa ítrekað reynt að krefja borgina og íþróttafélagið um að tryggja öryggi fólks en lítið gerst. „Staðan er bara sú fyrir okkur að það verður slys hérna. Það hafa komið upp tilvik þar sem krakkar hafa þurft að hoppa frá. Það datt strákur af hjóli hérna í síðustu viku og ég held að grafan hafi aldrei séð hann. Við erum að horfa upp á það að það verður slys. Það verður einhver að bregðast við og það þarf að gera það strax,“ segir Björgvin.
Reykjavík Börn og uppeldi Umferðaröryggi Byggingariðnaður Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Fleiri fréttir Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Sjá meira