Lífið

Bjarni Ben orðinn tvö­faldur afi

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Margrét Bjarnadóttir og Ísak Ernir Kristinsson eignuðust sitt annað barn í vikunni.
Margrét Bjarnadóttir og Ísak Ernir Kristinsson eignuðust sitt annað barn í vikunni. Margrét Bjarnadóttir

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra er orðinn afi í annað sinn. Margrét Bjarnadóttir elsta dóttir Bjarna og unnusti hennar Ísak Ernir Kristinsson eignuðust dóttur á þriðjudaginn.

Bjarni deildi gleðifregnunum í færslu á Facebook í kvöld, þar sem hann fór yfir atburði liðinnar viku.

„Það er engar ýkjur þegar ég segi að það sé stór vika að baki,“ segir Bjarni, og telur upp það sem á daga hans hefur drifið í pólitíkinni og öðru. Norðurlandaráðsþing, fjölmiðaviðtöl og kappræður í tengslum við kosningarnar.

„Ekkert af þessu skiptir þó miklu máli í samanburði við þær dásamlegu fréttir sem við fengum síðdegis á þriðjudag. Þá eignaðist Margrét dóttir okkar heilbrigða og fallega litla stúlku. Þar með er ég orðinn tvöfaldur afi, hvorki meira né minna! Ég hlakka til að taka þátt í uppeldinu og fylgjast með henni vaxa og dafna,“ segir Bjarni.

Margrét Bjarnadóttir er kokkur og bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ, og unnusti hennar Ísak Ernir Kristinsson er viðskiptafræðingur. Fyrir eiga þau Bjarna Þór sem er þriggja ára.


Tengdar fréttir

Fjölgar í fjölskyldu Bjarna Ben

Mar­grét Bjarna­dótt­ir, kokkur og bæjarfulltrúi í Garðabæ, og unnusti hennar Ísak Ern­ir Krist­ins­son viðskiptafræðingur, eiga von á sínu öðru barni saman. Fyrir eiga þau Bjarna Þór sem er þriggja ára.

Margrét og Ísak trú­lofuð

Margrét Bjarnadóttir, bæjarfulltrúi í Garðabæ, og Ísak Örn Kristinsson, viðskiptafræðingur og körfuboltadómari, trúlofuðu sig nýlega. Þau greina frá þessu í sameiginlegri færslu á Instagram. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.