Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ Jón Þór Stefánsson skrifar 2. nóvember 2024 16:02 950 svokölluðuðum hjólum af cheddarosti var stolið, en andvirði hans hleypur á rúmum fimmtíu milljónum króna. Getty Lögreglan í Bretlandi rannsakar nú þjófnað á 22 tonnum af osti frá mjólkurbúinu Neal’s Yard Dairy. Karlmaður á sjötugsaldri hefur verið handtekinn, en hann er grunaður um að villa á sér heimildir til að koma höndum sínum yfir ostinn. Mjólkurbúið, sem er starfrækt í London, er sagt hafa afhent 950 svokölluð hjól af cheddarosti til mannsins sem að þóttist vera fulltrúi franskrar heildsölu. Osturinn mun hafa verið metinn á 300 þúsund pund, sem jafngildir um 53 milljónum króna. The Guardian greinir frá málinu, en þar segir að grunur sé um að osturinn hafi verið fluttur til Rússlands eða Miðausturlanda. Breski stjörnukokkurinn Jamie Oliver er á meðal þeirra sem hefur tjáð sig um málið. Hann varar fylgjendur sína á samfélagsmiðlum við því að kaupa mikið magn af hágæðaosti á útsöluverði. „Umfangsmikið ostarán hefur verið framið. Einhverjum besta cheddarosti heims hefur verið stolið,“ segir Oliver. „Ef þið heyrið af fínum osti sem er seldur á lítinn pening þá gæti eitthvað gruggugt verið á seyði.“ Ben Ticehurst, aðalostagerðarmaðurinn hjá Trethowan Brothers-mjólkurbúinu sem mun hafa framleitt tólf tonn af þeim 22 sem var stolið er brugðið. „Við, eins og allir aðrir, veltum fyrir okkur hver vill svona mikinn ost? Ef þú ert ekki kjörbúð, hvað hefur þú þá að gera með 22 tonn af osti? Þetta vefst mikið fyrir okkur og vonandi mun þessi handtaka færa okkur svör.“ Bretland Erlend sakamál Matur Matvælaframleiðsla Mest lesið Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Erlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Eldur við flugvöll á Grænlandi Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Sprenging eftir að gestir opnuðu út Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Sjá meira
Mjólkurbúið, sem er starfrækt í London, er sagt hafa afhent 950 svokölluð hjól af cheddarosti til mannsins sem að þóttist vera fulltrúi franskrar heildsölu. Osturinn mun hafa verið metinn á 300 þúsund pund, sem jafngildir um 53 milljónum króna. The Guardian greinir frá málinu, en þar segir að grunur sé um að osturinn hafi verið fluttur til Rússlands eða Miðausturlanda. Breski stjörnukokkurinn Jamie Oliver er á meðal þeirra sem hefur tjáð sig um málið. Hann varar fylgjendur sína á samfélagsmiðlum við því að kaupa mikið magn af hágæðaosti á útsöluverði. „Umfangsmikið ostarán hefur verið framið. Einhverjum besta cheddarosti heims hefur verið stolið,“ segir Oliver. „Ef þið heyrið af fínum osti sem er seldur á lítinn pening þá gæti eitthvað gruggugt verið á seyði.“ Ben Ticehurst, aðalostagerðarmaðurinn hjá Trethowan Brothers-mjólkurbúinu sem mun hafa framleitt tólf tonn af þeim 22 sem var stolið er brugðið. „Við, eins og allir aðrir, veltum fyrir okkur hver vill svona mikinn ost? Ef þú ert ekki kjörbúð, hvað hefur þú þá að gera með 22 tonn af osti? Þetta vefst mikið fyrir okkur og vonandi mun þessi handtaka færa okkur svör.“
Bretland Erlend sakamál Matur Matvælaframleiðsla Mest lesið Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Erlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Eldur við flugvöll á Grænlandi Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Sprenging eftir að gestir opnuðu út Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Sjá meira