Er ekki bara best að sýna heiðarleika? Björn Gunnlaugsson skrifar 3. nóvember 2024 07:32 Þrumuræða Sigurðar Inga Jóhannssonar formanns Framsóknarflokksins í leiðtogaumræðuþætti RÚV 1. nóvember hefur vakið mikla athygli sem er vel, því þar kom margt fram sem er þarft innlegg í þá umræðu um stöðu útlendingamála sem hefur farið hátt undanfarið. Ræðan var vel undirbúin og sett fram af miklum sannfæringarkrafti og þegar horft er aftur á útsendinguna er áhugavert að fylgjast með formanninum gíra sig upp meðan formaður Viðreisnar klárar sína ræðu um sama málefni, enda vissi Sigurður Ingi að hann ætti orðið næst. Eins er gaman að fylgjast með viðbrögðum hinna ýmsu leiðtoga undir ræðu Sigurðar og alveg augljóst að þessu áttu þau ekki öll von á. Í ræðu sinni bendir Sigurður Ingi réttilega á að það sé rangur málflutningur Miðflokks, Sjálfstæðisflokks og Flokks fólksins að hér á landi sé orðið til stórkostlegt vandamál vegna fjölda hælisleitenda. Öll sem vilja, sjá að í stóra samhenginu hafa hælisleitendur hverfandi lítil áhrif á þjóðarbúskapinn. Allt tal um að innviðir landsins séu að kikna undan því álagi að hingað leiti nokkur hundruð manns ásjár á hverju ári er augljós þvættingur, innviðir landsins hafa meðvitað verið fjársveltir árum saman og auðvitað er það nærtækari skýring á því að í þeim bresti. Sigurður Ingi bendir einnig réttilega á þá þversögn að því sé haldið fram að íslensk menning og tunga eigi undir högg að sækja og að gefið sé í skyn að hælisleitendur beri ábyrgð á því þegar staðreyndin er sú að fjárveitingar til menningar og lista hafa verið skornar niður við trog. Sigurður Ingi klykkir svo út með því að honum finnist virðingarleysi gagnvart fólki af erlendum uppruna fyrir neðan virðingu íslensku þjóðarinnar og endar glæsilega á því að lýsa því yfir að flokkurinn hans, Framsóknarflokkurinn, sé flokkur mannúðar og mannvirðingar um leið og hann gerir lítið úr þeim ráðamönnum sem voru hræddari við lítinn strák í hjólastól en erlendan auðkýfing sem sé að kaupa upp jarðir um allt Ísland. Mikil djöfull lét Sigurður Ingi þarna ríkisstjórn Íslands heyra það! Og auðvitað treystir hann á að eldmóðurinn í málflutningi hans og þær fallegu hugsjónir sem hann setur fram laði fjölda kjósenda að Framsóknarflokknum. Auðvitað treystir hann á að fólk gleymi því í hita augnabliksins að Framsóknarflokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar hefur setið í ríkisstjórn á Íslandi í sjö ár. Á þeim tíma hefur verið samþykkt útlendingafrumvarp sem innleiddi stóraukna hörku gagnvart þeim sem hingað leita og Sigurður Ingi gerði ekkert til að breyta því. Ég lauma því hér inn að flokkurinn sem ég er í framboði fyrir var á móti þessu ómannúðlega frumvarpi. Á þessum sama tíma horfðum við upp á þolendur mansals lenda á götunni og Sigurður Ingi gerði ekkert til að breyta því. Á sama tíma stórjókst kostnaður ríkissjóðs vegna innflytjenda frá Venesúela þegar sú stefnubreyting féll af himnum ofan að þau væru ekki velkomin hér lengur og mættu ekki vinna fyrir sér og Sigurður Ingi gerði ekkert til að breyta því. Á sama tíma var einmitt lagt af stað í þá vegferð að vísa litlum strák í hjólastól úr landi í skjóli nætur og Sigurður Ingi gerði ekkert til að breyta því. Er ekki bara best að kjósa Framsókn? Eitthvert best heppnaða kosningaslagorð síðari ára að margra mati og skilaði Sigurði Inga og félögum hans í ríkisstjórnina sem ber ábyrgð á ástandinu sem hann gagnrýndi í þrumuræðunni sinni. Við kjósendur hljótum því að spyrja Sigurð Inga: Er ekki bara best að sýna heiðarleika? Kjósum öðruvísi. Höfundur er pírati. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Alþingiskosningar 2024 Framsóknarflokkurinn Mest lesið Halldór 4.10.2025 Halldór Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Þrumuræða Sigurðar Inga Jóhannssonar formanns Framsóknarflokksins í leiðtogaumræðuþætti RÚV 1. nóvember hefur vakið mikla athygli sem er vel, því þar kom margt fram sem er þarft innlegg í þá umræðu um stöðu útlendingamála sem hefur farið hátt undanfarið. Ræðan var vel undirbúin og sett fram af miklum sannfæringarkrafti og þegar horft er aftur á útsendinguna er áhugavert að fylgjast með formanninum gíra sig upp meðan formaður Viðreisnar klárar sína ræðu um sama málefni, enda vissi Sigurður Ingi að hann ætti orðið næst. Eins er gaman að fylgjast með viðbrögðum hinna ýmsu leiðtoga undir ræðu Sigurðar og alveg augljóst að þessu áttu þau ekki öll von á. Í ræðu sinni bendir Sigurður Ingi réttilega á að það sé rangur málflutningur Miðflokks, Sjálfstæðisflokks og Flokks fólksins að hér á landi sé orðið til stórkostlegt vandamál vegna fjölda hælisleitenda. Öll sem vilja, sjá að í stóra samhenginu hafa hælisleitendur hverfandi lítil áhrif á þjóðarbúskapinn. Allt tal um að innviðir landsins séu að kikna undan því álagi að hingað leiti nokkur hundruð manns ásjár á hverju ári er augljós þvættingur, innviðir landsins hafa meðvitað verið fjársveltir árum saman og auðvitað er það nærtækari skýring á því að í þeim bresti. Sigurður Ingi bendir einnig réttilega á þá þversögn að því sé haldið fram að íslensk menning og tunga eigi undir högg að sækja og að gefið sé í skyn að hælisleitendur beri ábyrgð á því þegar staðreyndin er sú að fjárveitingar til menningar og lista hafa verið skornar niður við trog. Sigurður Ingi klykkir svo út með því að honum finnist virðingarleysi gagnvart fólki af erlendum uppruna fyrir neðan virðingu íslensku þjóðarinnar og endar glæsilega á því að lýsa því yfir að flokkurinn hans, Framsóknarflokkurinn, sé flokkur mannúðar og mannvirðingar um leið og hann gerir lítið úr þeim ráðamönnum sem voru hræddari við lítinn strák í hjólastól en erlendan auðkýfing sem sé að kaupa upp jarðir um allt Ísland. Mikil djöfull lét Sigurður Ingi þarna ríkisstjórn Íslands heyra það! Og auðvitað treystir hann á að eldmóðurinn í málflutningi hans og þær fallegu hugsjónir sem hann setur fram laði fjölda kjósenda að Framsóknarflokknum. Auðvitað treystir hann á að fólk gleymi því í hita augnabliksins að Framsóknarflokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar hefur setið í ríkisstjórn á Íslandi í sjö ár. Á þeim tíma hefur verið samþykkt útlendingafrumvarp sem innleiddi stóraukna hörku gagnvart þeim sem hingað leita og Sigurður Ingi gerði ekkert til að breyta því. Ég lauma því hér inn að flokkurinn sem ég er í framboði fyrir var á móti þessu ómannúðlega frumvarpi. Á þessum sama tíma horfðum við upp á þolendur mansals lenda á götunni og Sigurður Ingi gerði ekkert til að breyta því. Á sama tíma stórjókst kostnaður ríkissjóðs vegna innflytjenda frá Venesúela þegar sú stefnubreyting féll af himnum ofan að þau væru ekki velkomin hér lengur og mættu ekki vinna fyrir sér og Sigurður Ingi gerði ekkert til að breyta því. Á sama tíma var einmitt lagt af stað í þá vegferð að vísa litlum strák í hjólastól úr landi í skjóli nætur og Sigurður Ingi gerði ekkert til að breyta því. Er ekki bara best að kjósa Framsókn? Eitthvert best heppnaða kosningaslagorð síðari ára að margra mati og skilaði Sigurði Inga og félögum hans í ríkisstjórnina sem ber ábyrgð á ástandinu sem hann gagnrýndi í þrumuræðunni sinni. Við kjósendur hljótum því að spyrja Sigurð Inga: Er ekki bara best að sýna heiðarleika? Kjósum öðruvísi. Höfundur er pírati.
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun