Fótbolti

Samningi Marcelo rift eftir rifrildi á hliðar­línunni

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Marcelo og Mano Menezes rifust á hliðarlínunni. Samningi leikmannsins var rift í kjölfarið.
Marcelo og Mano Menezes rifust á hliðarlínunni. Samningi leikmannsins var rift í kjölfarið. Wagner Meier/Getty Images

Marcelo og brasilíska félagið Fluminese hafa komist að samkomulagi um samningslok leikmannsins, eftir rifrildi við þjálfarann Mano Menezes á hliðarlínunni þegar Marcelo undirbjó sig fyrir að koma inn á gegn Gremio í deildarleik á dögunum. 

Staðan var 2-1 fyrir Gremio þegar skiptingin átti að fara fram. Marcelo og Menezes rifust á hliðarlínunni og á endanum skipaði þjálfarinn honum að klæða sig aftur í vesti og setjast á bekkinn.

Framherjinn John Kennedy var settur inn á í staðinn. Reinaldo skoraði í uppbótartíma, jafnaði 2-2 og bjargaði stigi fyrir Fluminese.

Í yfirlýsingu félagsins segir að um sameiginlega ákvörðun sé að ræða

Marcelo er uppalinn hjá Fluminese og sneri aftur eftir langa dvöl í Evrópu. Hann lék á sínum tíma 546 leiki fyrir Real Madrid. Vann deildina sex sinnum, bikarinn þrisvar og Meistaradeildina fimm sinnum.

Marcelo var hjá Real Madrid frá 2007-2022. Twitter/BRfootball



Fleiri fréttir

Sjá meira


×