Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Bjarki Sigurðsson skrifar 3. nóvember 2024 13:19 Sigurgeir að synda og Sóley Gísladóttir á kayaknum. Sigurgeir Svanbergsson, sundkappi, syndir nú frá Reyðarfirði til Eskifjarðar til styrktar góðu málefni. Í eftirdragi verður eiginkonan hans á kayak. Sigurgeir lagði af stað nú rétt eftir klukkan ellefu. Leiðin er um sex kílómetrar og á meðan safnar hann styrkjum fyrir Píeta-samtökin. Hann hefur synt svipað langt þónokkrum sinnum en í þetta sinn verður eiginkona hans með honum. Hún mun sitja í kayak sem Sigurgeir dregur. „Ég vildi prófa eitthvað nýtt. Svo er þetta táknrænt um hjálpsemi. Táknar svolítið hjálparhöndina í tákni Píeta-samtakanna,“ segir Sigurgeir. View this post on Instagram A post shared by Sigurgeir (@til_hvers_ad_sigla) Fyrir hvert sund reynir Sigurgeir að gera verkefnið meira krefjandi en það síðasta. Hann segist enn vera að finna sinn þröskuld. „Ég er vel stemmdur. En alltaf á þessum tíma fyrir hvert einasta stund hugsa ég af hverju í ósköpunum ég sé að þessu. En það er góð tilfinning, það er gott að það kemur. Þá fer ég ekki hrokafullur í þetta,“ segir Sigurgeir. Sjósundsáhuginn kom einmitt þegar Sigurgeir vildi takast á við nýja áskorun. „Þetta byrjaði allt bara með því að ég var að reyna að drepa kuldaskræfuna í mér. Í grunninn er ég algjör kuldaskræfa. Fyrsta skiptið sem ég fór út í sjó gat ég ekki farið lengra en upp að hnjám. Og þá var mitt sumar. Þetta byrjar alltaf þar, að þetta er bara skrítið og öfgakennd og frekar brjálæðislegt,“ segir Sigurgeir. Sigurgeir er að austan en hefur aldrei synt þessa leið áður. Hann þekkir þó svæðið ágætlega. „Það stefnir allt í að veðrið verði með okkur í liði. Hann er rólegur sjórinn, en hann er svakalega kaldur. Það er rigning núna og það er snjór hérna. En sjórinn er rólegur, og það er það sem við viljum,“ segir Sigurgeir. Segir Sigurgeir Svanbergsson sundkappi. Hægt er að fylgjast með hvernig honum gengur á Instagram-síðu hans, til_hvers_ad_sigla. Sund Góðverk Sjósund Fjarðabyggð Tengdar fréttir Lenti í óhagstæðum straumum og marglyttuveislu Sjósundsgarpurinn Sigurgeir Svanbergsson kláraði Grettissundið í gærkvöldi. Sundið var erfitt því að straumar voru óhagsstæðir og marglyttur úti um allt. 14. ágúst 2023 18:12 Synti þvert yfir Kollafjörð á þrjóskunni Sigurgeir Svanbergsson vann mikið þrekvirki á dögunum þegar hann synti frá Kjalarnesi að Bryggjuhverfi í Grafarvogi. Verkefnið var til styrktar Einstökum börnum – stuðningsfélagi barna og ungmenna með sjaldgæfa sjúkdóma eða sjaldgæf heilkenni. Leiðin var 11,6 km og tók um níu klukkustundir. 6. september 2021 15:52 Þurfti að hætta eftir sex tíma í sjónum Sjósundkappinn Sigurgeir Svanbergsson ætlaði að synda um 17 kílómetra leið frá Akranesi til Reykjavíkur í gær, en þurfti að hætta á miðri leið vegna veðurs. Hann er svekktur en ætlar að reyna aftur. Tilefnið var áheitasöfnun fyrir börn á Gasa í samstarfi við Barnaheill. 28. júlí 2024 12:06 Mest lesið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fleiri fréttir Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Sjá meira
Sigurgeir lagði af stað nú rétt eftir klukkan ellefu. Leiðin er um sex kílómetrar og á meðan safnar hann styrkjum fyrir Píeta-samtökin. Hann hefur synt svipað langt þónokkrum sinnum en í þetta sinn verður eiginkona hans með honum. Hún mun sitja í kayak sem Sigurgeir dregur. „Ég vildi prófa eitthvað nýtt. Svo er þetta táknrænt um hjálpsemi. Táknar svolítið hjálparhöndina í tákni Píeta-samtakanna,“ segir Sigurgeir. View this post on Instagram A post shared by Sigurgeir (@til_hvers_ad_sigla) Fyrir hvert sund reynir Sigurgeir að gera verkefnið meira krefjandi en það síðasta. Hann segist enn vera að finna sinn þröskuld. „Ég er vel stemmdur. En alltaf á þessum tíma fyrir hvert einasta stund hugsa ég af hverju í ósköpunum ég sé að þessu. En það er góð tilfinning, það er gott að það kemur. Þá fer ég ekki hrokafullur í þetta,“ segir Sigurgeir. Sjósundsáhuginn kom einmitt þegar Sigurgeir vildi takast á við nýja áskorun. „Þetta byrjaði allt bara með því að ég var að reyna að drepa kuldaskræfuna í mér. Í grunninn er ég algjör kuldaskræfa. Fyrsta skiptið sem ég fór út í sjó gat ég ekki farið lengra en upp að hnjám. Og þá var mitt sumar. Þetta byrjar alltaf þar, að þetta er bara skrítið og öfgakennd og frekar brjálæðislegt,“ segir Sigurgeir. Sigurgeir er að austan en hefur aldrei synt þessa leið áður. Hann þekkir þó svæðið ágætlega. „Það stefnir allt í að veðrið verði með okkur í liði. Hann er rólegur sjórinn, en hann er svakalega kaldur. Það er rigning núna og það er snjór hérna. En sjórinn er rólegur, og það er það sem við viljum,“ segir Sigurgeir. Segir Sigurgeir Svanbergsson sundkappi. Hægt er að fylgjast með hvernig honum gengur á Instagram-síðu hans, til_hvers_ad_sigla.
Sund Góðverk Sjósund Fjarðabyggð Tengdar fréttir Lenti í óhagstæðum straumum og marglyttuveislu Sjósundsgarpurinn Sigurgeir Svanbergsson kláraði Grettissundið í gærkvöldi. Sundið var erfitt því að straumar voru óhagsstæðir og marglyttur úti um allt. 14. ágúst 2023 18:12 Synti þvert yfir Kollafjörð á þrjóskunni Sigurgeir Svanbergsson vann mikið þrekvirki á dögunum þegar hann synti frá Kjalarnesi að Bryggjuhverfi í Grafarvogi. Verkefnið var til styrktar Einstökum börnum – stuðningsfélagi barna og ungmenna með sjaldgæfa sjúkdóma eða sjaldgæf heilkenni. Leiðin var 11,6 km og tók um níu klukkustundir. 6. september 2021 15:52 Þurfti að hætta eftir sex tíma í sjónum Sjósundkappinn Sigurgeir Svanbergsson ætlaði að synda um 17 kílómetra leið frá Akranesi til Reykjavíkur í gær, en þurfti að hætta á miðri leið vegna veðurs. Hann er svekktur en ætlar að reyna aftur. Tilefnið var áheitasöfnun fyrir börn á Gasa í samstarfi við Barnaheill. 28. júlí 2024 12:06 Mest lesið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fleiri fréttir Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Sjá meira
Lenti í óhagstæðum straumum og marglyttuveislu Sjósundsgarpurinn Sigurgeir Svanbergsson kláraði Grettissundið í gærkvöldi. Sundið var erfitt því að straumar voru óhagsstæðir og marglyttur úti um allt. 14. ágúst 2023 18:12
Synti þvert yfir Kollafjörð á þrjóskunni Sigurgeir Svanbergsson vann mikið þrekvirki á dögunum þegar hann synti frá Kjalarnesi að Bryggjuhverfi í Grafarvogi. Verkefnið var til styrktar Einstökum börnum – stuðningsfélagi barna og ungmenna með sjaldgæfa sjúkdóma eða sjaldgæf heilkenni. Leiðin var 11,6 km og tók um níu klukkustundir. 6. september 2021 15:52
Þurfti að hætta eftir sex tíma í sjónum Sjósundkappinn Sigurgeir Svanbergsson ætlaði að synda um 17 kílómetra leið frá Akranesi til Reykjavíkur í gær, en þurfti að hætta á miðri leið vegna veðurs. Hann er svekktur en ætlar að reyna aftur. Tilefnið var áheitasöfnun fyrir börn á Gasa í samstarfi við Barnaheill. 28. júlí 2024 12:06