Fólk gapir vestanhafs eftir ótrúleg tilþrif Valur Páll Eiríksson skrifar 4. nóvember 2024 09:03 Barkley hoppar aftur á bak yfir Jarrion Jones, varnarmann Jaguars, sem veit ekki hvaðan á sig stendur veðrið. Elsa/Getty Images „Þetta er það besta sem ég hef séð,“ segir Nick Sirianni, þjálfari Philadelphia Eagles, um magnaða takta hlauparans Saquon Barkley í 28-23 sigri Arnanna á Jacksonville Jaguars í NFL-deildinni í amerískum fótbolta í gærkvöld. Taktar Barkleys hafa farið sem eldur um sinu á samfélags- og fréttamiðlum frá því í gær. Hann sneri þá af sér einn varnarmann og hoppaði svo yfir þann næsta, aftur á bak, áður en hann hélt áfram leið sinni. „Það munu krakkar í Philadelphiu, og um allt land, reyna þetta næstu daga. Það mun ekki takast. Ég held að hann sé sá eini í heiminum sem er fær um þetta. Ég er orðlaus. Þetta var ótrúlegt,“ sagði Sirianni enn fremur. Fólk í stúkunni stóð upp og klappaði fyrir Barkley eftir atvikið og aðrir sáust líta hvor á annan í sjokki. SAQUON BARKLEY IS NOT OF THIS WORLD.📺: #JAXvsPHI on CBS/Paramount+📱: https://t.co/waVpO909ge pic.twitter.com/UtCENDw6no— NFL (@NFL) November 3, 2024 „Þetta var klikkað. Ég hef aldrei séð neitt þessu líkt,“ sagði liðsfélagi Barkleys, útherjinn DeVonta Smith. Aðspurður um taktana stóð Barkley ekki á svörum. Almættið ætti hrós skilið frekar en hann sjálfur. „Ég þarf að þakka Guði. Ég ætla ekki að ljúga, ég held að Guð hafi gefið mér hæfileika til að spila þessa stöðu og hafi blessað mig með ákveðinni eðlishvöt. Stundum þarftu að sleppa þér, og leyfa Guði og eðlishvötinni að ráða för,“ sagði Barkley í viðtali eftir leik. Eagles hafa unnið sex af átta leikjum sínum í deildinni og sitja í öðru sæti í austurriðli NFC hluta deildarinnar, á eftir Washington Commaders sem unnu sinn leik í gær og hafa unnið sjö af níu. Commanders hafa ekki byrjað tímabil svo lengi í háa herrans tíð. Öll úrslit gærdagsins má sjá að neðan. Úrslit gærkvöldsins í NFL-deildinni: Atlanta Falcons 27-21 Dallas Cowboys Baltimore Ravens 41-10 Denver Broncos Buffalo Bills 30-27 Miami Dolphins Carolina Panthers 23-22 New Orleans Saints Cincinnati Bengals 41-24 Las Vegas Raiders Cleveland Browns 10-27 Los Angeles Chargers New York Giants 22-27 Washington Commanders Tennessee Titans 20-17 New England Patriots Arizona Cardinals 29-9 Chicago Bears Philadelphia Eagles 28-23 Jacksonville Jaguars Green Bay Packers 14-24 Detroit Lions Seattle Seahawks 20-26 Los Angeles Rams Minnesota Vikings 21-13 Indianapolis Colts NFL Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Króatar á HM en draumur Færeyja úti Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Fleiri fréttir „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Hvernig umspil færi Ísland í? Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Erfiðara að komast í New York-maraþonið en inn í Harvard og Yale NFL-goðsögninni sleppt úr fangelsi en hann þarf að vera með ökklaband Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Mark Cuban mættur aftur Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Sjá meira
Taktar Barkleys hafa farið sem eldur um sinu á samfélags- og fréttamiðlum frá því í gær. Hann sneri þá af sér einn varnarmann og hoppaði svo yfir þann næsta, aftur á bak, áður en hann hélt áfram leið sinni. „Það munu krakkar í Philadelphiu, og um allt land, reyna þetta næstu daga. Það mun ekki takast. Ég held að hann sé sá eini í heiminum sem er fær um þetta. Ég er orðlaus. Þetta var ótrúlegt,“ sagði Sirianni enn fremur. Fólk í stúkunni stóð upp og klappaði fyrir Barkley eftir atvikið og aðrir sáust líta hvor á annan í sjokki. SAQUON BARKLEY IS NOT OF THIS WORLD.📺: #JAXvsPHI on CBS/Paramount+📱: https://t.co/waVpO909ge pic.twitter.com/UtCENDw6no— NFL (@NFL) November 3, 2024 „Þetta var klikkað. Ég hef aldrei séð neitt þessu líkt,“ sagði liðsfélagi Barkleys, útherjinn DeVonta Smith. Aðspurður um taktana stóð Barkley ekki á svörum. Almættið ætti hrós skilið frekar en hann sjálfur. „Ég þarf að þakka Guði. Ég ætla ekki að ljúga, ég held að Guð hafi gefið mér hæfileika til að spila þessa stöðu og hafi blessað mig með ákveðinni eðlishvöt. Stundum þarftu að sleppa þér, og leyfa Guði og eðlishvötinni að ráða för,“ sagði Barkley í viðtali eftir leik. Eagles hafa unnið sex af átta leikjum sínum í deildinni og sitja í öðru sæti í austurriðli NFC hluta deildarinnar, á eftir Washington Commaders sem unnu sinn leik í gær og hafa unnið sjö af níu. Commanders hafa ekki byrjað tímabil svo lengi í háa herrans tíð. Öll úrslit gærdagsins má sjá að neðan. Úrslit gærkvöldsins í NFL-deildinni: Atlanta Falcons 27-21 Dallas Cowboys Baltimore Ravens 41-10 Denver Broncos Buffalo Bills 30-27 Miami Dolphins Carolina Panthers 23-22 New Orleans Saints Cincinnati Bengals 41-24 Las Vegas Raiders Cleveland Browns 10-27 Los Angeles Chargers New York Giants 22-27 Washington Commanders Tennessee Titans 20-17 New England Patriots Arizona Cardinals 29-9 Chicago Bears Philadelphia Eagles 28-23 Jacksonville Jaguars Green Bay Packers 14-24 Detroit Lions Seattle Seahawks 20-26 Los Angeles Rams Minnesota Vikings 21-13 Indianapolis Colts
Úrslit gærkvöldsins í NFL-deildinni: Atlanta Falcons 27-21 Dallas Cowboys Baltimore Ravens 41-10 Denver Broncos Buffalo Bills 30-27 Miami Dolphins Carolina Panthers 23-22 New Orleans Saints Cincinnati Bengals 41-24 Las Vegas Raiders Cleveland Browns 10-27 Los Angeles Chargers New York Giants 22-27 Washington Commanders Tennessee Titans 20-17 New England Patriots Arizona Cardinals 29-9 Chicago Bears Philadelphia Eagles 28-23 Jacksonville Jaguars Green Bay Packers 14-24 Detroit Lions Seattle Seahawks 20-26 Los Angeles Rams Minnesota Vikings 21-13 Indianapolis Colts
NFL Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Króatar á HM en draumur Færeyja úti Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Fleiri fréttir „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Hvernig umspil færi Ísland í? Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Erfiðara að komast í New York-maraþonið en inn í Harvard og Yale NFL-goðsögninni sleppt úr fangelsi en hann þarf að vera með ökklaband Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Mark Cuban mættur aftur Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Sjá meira