Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Sindri Sverrisson skrifar 4. nóvember 2024 22:33 Milosevic steig harkalega á Arnór Ingva sem skiljanlega engdist um af kvölum og var haltur eftir brotið. Skjáskot/Max Landsliðsmaðurinn Arnór Ingvi Traustason meiddist í ökkla eftir fólskulegt brot Alexanders Milosevic í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Þjálfari hans segir engan annan í deildinni svo harðan af sér að halda áfram leik eins og Arnór gerði. Arnór Ingvi var á sínum stað í byrjunarliði Norrköping sem mætti AIK á heimavelli. Undir lok fyrri hálfleiks haltraði hann um völlinn eftir brot Milosevic sem svo sannarlega virtist verðskulda rautt spjald, en brotið má sjá hér að neðan. "Jag tycker att det är jätterött faktiskt.""Att det ska vara rött är det ingen tvekan om." Studion om situationen mellan Milošević och Traustason.📲 Se IFK Norrköping - AIK på Max pic.twitter.com/sJbI5q9qjD— Sports on Max 🇸🇪 (@sportsonmaxse) November 4, 2024 „Ég fór í hann en mér fannst ég líka fara í boltann,“ sagði Milosevic við Max-sjónvarpsstöðina í hálfleik en sérfræðingar stöðvarinnar voru hins vegar sammála um að hann hefði átt að fá rauða spjaldið. „Mér fannst þetta í raun vera eldrautt spjald,“ sagði Alexander Axén og Emelie Zaar Ölander tók í sama streng: „Það er enginn vafi um það að þetta átti að vera rautt spjald.“ Þrátt fyrir meiðslin hélt Arnór Ingvi áfram leik í seinni hálfleik en hann haltraði svo af velli á 64. mínútu, eftir annað högg. Þá var staðan orðin 1-0 og það urðu einnig lokatölurnar. Andreas Alm, þjálfari Norrköping, hrósaði Arnóri eftir leikinn: „Það hefði enginn annar í þessari deild spilað áfram með þessa verki sem hann var með. Þetta er algjörlega einstakt.“ Arnór gat að lokum glaðst og fagnað því að með sigrinum er öruggt að Norrköping spilar áfram í úrvalsdeildinni á næstu leiktíð. Sigurinn kom liðinu frá fallsvæðinu og upp í 11. sæti, á öruggan stað fyrir lokaumferð deildarinnar um næstu helgi. Tæklingin frá Milosevic hefur vonandi engin áhrif á landsleikina sem svo taka við, en Ísland mætir Svartfjallalandi og Wales ytra í lokaleikjum riðlakeppni Þjóðadeildarinnar, 16. og 19. nóvember. Sænski boltinn Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport KR - Stjarnan | Titilvörnin hefst í Vesturbæ Körfubolti Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Fótbolti Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Sjá meira
Arnór Ingvi var á sínum stað í byrjunarliði Norrköping sem mætti AIK á heimavelli. Undir lok fyrri hálfleiks haltraði hann um völlinn eftir brot Milosevic sem svo sannarlega virtist verðskulda rautt spjald, en brotið má sjá hér að neðan. "Jag tycker att det är jätterött faktiskt.""Att det ska vara rött är det ingen tvekan om." Studion om situationen mellan Milošević och Traustason.📲 Se IFK Norrköping - AIK på Max pic.twitter.com/sJbI5q9qjD— Sports on Max 🇸🇪 (@sportsonmaxse) November 4, 2024 „Ég fór í hann en mér fannst ég líka fara í boltann,“ sagði Milosevic við Max-sjónvarpsstöðina í hálfleik en sérfræðingar stöðvarinnar voru hins vegar sammála um að hann hefði átt að fá rauða spjaldið. „Mér fannst þetta í raun vera eldrautt spjald,“ sagði Alexander Axén og Emelie Zaar Ölander tók í sama streng: „Það er enginn vafi um það að þetta átti að vera rautt spjald.“ Þrátt fyrir meiðslin hélt Arnór Ingvi áfram leik í seinni hálfleik en hann haltraði svo af velli á 64. mínútu, eftir annað högg. Þá var staðan orðin 1-0 og það urðu einnig lokatölurnar. Andreas Alm, þjálfari Norrköping, hrósaði Arnóri eftir leikinn: „Það hefði enginn annar í þessari deild spilað áfram með þessa verki sem hann var með. Þetta er algjörlega einstakt.“ Arnór gat að lokum glaðst og fagnað því að með sigrinum er öruggt að Norrköping spilar áfram í úrvalsdeildinni á næstu leiktíð. Sigurinn kom liðinu frá fallsvæðinu og upp í 11. sæti, á öruggan stað fyrir lokaumferð deildarinnar um næstu helgi. Tæklingin frá Milosevic hefur vonandi engin áhrif á landsleikina sem svo taka við, en Ísland mætir Svartfjallalandi og Wales ytra í lokaleikjum riðlakeppni Þjóðadeildarinnar, 16. og 19. nóvember.
Sænski boltinn Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport KR - Stjarnan | Titilvörnin hefst í Vesturbæ Körfubolti Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Fótbolti Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Sjá meira