Afkastadrifin menntun og verðgildi nemenda Halldóra Mogensen skrifar 5. nóvember 2024 14:02 Heimspekingurinn Paulo Freire á sjöunda áratugnum, líkti nútímaskólum við afkastadrifinn iðnað sem hefur að markmiði að þjálfa einstaklinga fyrir hlutverk sitt í markaðshagkerfinu frekar en að vera stofnanir hannaðar til að frelsa hugann. Hann bar skóla saman við banka þar sem kennarar leggja þekkingu inn í höfuð nemenda líkt og peningar eru lagðir inn á tóma bankareikninga og verðgildi nemenda felst í að skila sem mestum hagnaði, sem í samlíkingunni er árangur í gegnum stöðluð og mælanleg próf. Menntakerfið hefur að sjálfsögðu þróast mikið síðan Freire skrifaði sína gagnrýni en þessi nálgun er ennþá ríkjandi, þ.e.a.s. að kenna ungu fólki staðreyndir með það að markmiði að festa vissa grunnþekkingu eins og söguleg tímabil, fræðihugtök eða staðreyndir úr vísindum, í minni nemenda. Þessi nálgun var og er hugsuð til að þjálfa nemendur fyrir hefðbundin störf á vinnumarkaði og hún liggur ennþá til grundvallar menntakerfisins í dag. Vandinn sem við stöndum nú frammi fyrir er að þessi nálgun mun ekki undirbúa nemendur fyrir þann gjörbreytta veruleika sem framtíðin ber í skauti sér fyrir ungt fólk. Breyttur heimur Vinnumarkaður framtíðarinnar verður ekki eins og sá sem við höfum þekkt. Aukin sjálfvirknivæðing hefur í för með sér gífurlegar samfélagsbreytingar sem þarfnast annars konar hæfni, þekkingu og nálgun en verið er að þjálfa í menntakerfinu í dag. Hugmyndafræðileg breyting þarf að eiga sér stað þar sem gildi nemenda er aftengd frá markaðshagkerfinu. Tilgangur okkar mannfólks er annar og meiri en að þjóna hagsmunum vinnumarkaðar og hagvaxtar. Gildi menntunar þarf svo að meta á grundvelli menntunarinnar sjálfrar. Önnur stór breyting sem hefur átt sér stað á mjög skömmum tíma er ört vaxandi óöryggi þegar kemur að upplýsingum. Í heimi þar sem rangar upplýsingar dreifast hratt er gagnrýnin hugsun orðin lykilatriði í því hvort lýðræðið lifi hreinlega upplýsingaöldina og tæknibreytingar af. Í þessum breytta heimi þarf áherslan í menntakerfinu að hverfa frá því að kenna staðreyndir yfir í að kenna hvernig á að meta upplýsingar sjálfstætt, skynja fjölmiðlaáhrif, greina gæði heimilda og hvernig á að tileinka sér nýja þekkingu og hæfni. Hraði tækniframfara gerir það að verkum að þekking úreldist hratt, og það skiptir mestu máli að búa yfir færni til að læra nýja hluti og aðlagast breytingum. Internetið og gervigreindin getur geymt upplýsingarnar, við þurfum að kunna að greiða úr þeim, átta okkur á því hvað eru staðreyndir og hvað er bull og hvernig við getum nýtt tæknina til að skapa verðmæti fyrir okkur og fyrir samfélagið. Nýjar áherslur Í heimi þar sem störf sem byggja á endurtekningu verða sjálfvirknivædd verður sköpunargáfa og færni í að hugsa lausnamiðað sífellt mikilvægari. Menntakerfið þarf að leggja mun meiri áherslu á að örva sköpunargáfu og þjálfa nemendur í að leysa óvæntar áskoranir. Félagsfærni, tilfinningagreind og sjálfsþekking verða einnig mikilvægari eftir því sem sjálfvirknivæðing og gervigreind leysa sífellt fleiri störf af hólmi. Hæfni fólks til að mynda tengsl, skilja aðra og vinna í teymum verða lykilatriði á vinnumarkaði framtíðarinnar. Kennararnir okkar standa núna frammi fyrir í raun óvinnanlegu verkefni. Að undirbúa börnin okkar, unga fólkið okkar fyrir framtíðina innan menntakerfis sem var byggt upp fyrir fortíðina. Þessu vilja Píratar breyta. Við viljum byggja upp menntakerfi sem stuðlar að heilbrigðu og skapandi lýðræðissamfélagi þar sem hver einstaklingur fær tækifæri til að þroskast í samræmi við eigin áhuga og styrkleika. Við teljum að með áherslu á þverfaglegt nám, heildræna nálgun á samfélagið, skapandi og gagnrýna hugsun, framfaramiðað námsmat og andlega- og líkamlega vellíðan nemenda mun menntakerfið ekki aðeins styrkja einstaklingsbundna þekkingu heldur einnig sjálfstraust og ábyrgð til að takast á við áskoranir framtíðar. Menntakerfið er ekkert án fólksins sem vinnur innan þess Það er algjört forgangsatriði Pírata að kennarar fái sveigjanlegt starfsumhverfi, tíma og stuðning til að þróa eigin kennsluhætti og huga að eigin ástríðu. Kennarar þurfa að hafa möguleika á að vinna saman að þróun og skipulagi náms og fá aðgengi að viðeigandi tækni og tólum. Verðmætið sem felst í störfum kennara þarf að viðurkenna þannig að laun og önnur kjör kennara endurspegli samfélagslegt mikilvægi þeirra. Með því að fjárfesta í kennurum og þróun menntakerfisins og með því að styðja við ástríðu nemenda og kennara leggjum við grunn að sterku og skapandi samfélagi þar sem hver einstaklingur fær tækifæri til að þroskast og finna sitt hlutverk. Þetta er verkefni sem mun ekki aðeins bæta líf ungs fólks heldur mun það einnig hafa djúpstæð áhrif á framtíð okkar allra. Höfundur er þingkona Pírata og frambjóðendi í 2. sæti í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halldóra Mogensen Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Píratar Kennaraverkfall 2024 Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Afkastadrifin menntun og verðgildi nemenda Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Sjá meira
Heimspekingurinn Paulo Freire á sjöunda áratugnum, líkti nútímaskólum við afkastadrifinn iðnað sem hefur að markmiði að þjálfa einstaklinga fyrir hlutverk sitt í markaðshagkerfinu frekar en að vera stofnanir hannaðar til að frelsa hugann. Hann bar skóla saman við banka þar sem kennarar leggja þekkingu inn í höfuð nemenda líkt og peningar eru lagðir inn á tóma bankareikninga og verðgildi nemenda felst í að skila sem mestum hagnaði, sem í samlíkingunni er árangur í gegnum stöðluð og mælanleg próf. Menntakerfið hefur að sjálfsögðu þróast mikið síðan Freire skrifaði sína gagnrýni en þessi nálgun er ennþá ríkjandi, þ.e.a.s. að kenna ungu fólki staðreyndir með það að markmiði að festa vissa grunnþekkingu eins og söguleg tímabil, fræðihugtök eða staðreyndir úr vísindum, í minni nemenda. Þessi nálgun var og er hugsuð til að þjálfa nemendur fyrir hefðbundin störf á vinnumarkaði og hún liggur ennþá til grundvallar menntakerfisins í dag. Vandinn sem við stöndum nú frammi fyrir er að þessi nálgun mun ekki undirbúa nemendur fyrir þann gjörbreytta veruleika sem framtíðin ber í skauti sér fyrir ungt fólk. Breyttur heimur Vinnumarkaður framtíðarinnar verður ekki eins og sá sem við höfum þekkt. Aukin sjálfvirknivæðing hefur í för með sér gífurlegar samfélagsbreytingar sem þarfnast annars konar hæfni, þekkingu og nálgun en verið er að þjálfa í menntakerfinu í dag. Hugmyndafræðileg breyting þarf að eiga sér stað þar sem gildi nemenda er aftengd frá markaðshagkerfinu. Tilgangur okkar mannfólks er annar og meiri en að þjóna hagsmunum vinnumarkaðar og hagvaxtar. Gildi menntunar þarf svo að meta á grundvelli menntunarinnar sjálfrar. Önnur stór breyting sem hefur átt sér stað á mjög skömmum tíma er ört vaxandi óöryggi þegar kemur að upplýsingum. Í heimi þar sem rangar upplýsingar dreifast hratt er gagnrýnin hugsun orðin lykilatriði í því hvort lýðræðið lifi hreinlega upplýsingaöldina og tæknibreytingar af. Í þessum breytta heimi þarf áherslan í menntakerfinu að hverfa frá því að kenna staðreyndir yfir í að kenna hvernig á að meta upplýsingar sjálfstætt, skynja fjölmiðlaáhrif, greina gæði heimilda og hvernig á að tileinka sér nýja þekkingu og hæfni. Hraði tækniframfara gerir það að verkum að þekking úreldist hratt, og það skiptir mestu máli að búa yfir færni til að læra nýja hluti og aðlagast breytingum. Internetið og gervigreindin getur geymt upplýsingarnar, við þurfum að kunna að greiða úr þeim, átta okkur á því hvað eru staðreyndir og hvað er bull og hvernig við getum nýtt tæknina til að skapa verðmæti fyrir okkur og fyrir samfélagið. Nýjar áherslur Í heimi þar sem störf sem byggja á endurtekningu verða sjálfvirknivædd verður sköpunargáfa og færni í að hugsa lausnamiðað sífellt mikilvægari. Menntakerfið þarf að leggja mun meiri áherslu á að örva sköpunargáfu og þjálfa nemendur í að leysa óvæntar áskoranir. Félagsfærni, tilfinningagreind og sjálfsþekking verða einnig mikilvægari eftir því sem sjálfvirknivæðing og gervigreind leysa sífellt fleiri störf af hólmi. Hæfni fólks til að mynda tengsl, skilja aðra og vinna í teymum verða lykilatriði á vinnumarkaði framtíðarinnar. Kennararnir okkar standa núna frammi fyrir í raun óvinnanlegu verkefni. Að undirbúa börnin okkar, unga fólkið okkar fyrir framtíðina innan menntakerfis sem var byggt upp fyrir fortíðina. Þessu vilja Píratar breyta. Við viljum byggja upp menntakerfi sem stuðlar að heilbrigðu og skapandi lýðræðissamfélagi þar sem hver einstaklingur fær tækifæri til að þroskast í samræmi við eigin áhuga og styrkleika. Við teljum að með áherslu á þverfaglegt nám, heildræna nálgun á samfélagið, skapandi og gagnrýna hugsun, framfaramiðað námsmat og andlega- og líkamlega vellíðan nemenda mun menntakerfið ekki aðeins styrkja einstaklingsbundna þekkingu heldur einnig sjálfstraust og ábyrgð til að takast á við áskoranir framtíðar. Menntakerfið er ekkert án fólksins sem vinnur innan þess Það er algjört forgangsatriði Pírata að kennarar fái sveigjanlegt starfsumhverfi, tíma og stuðning til að þróa eigin kennsluhætti og huga að eigin ástríðu. Kennarar þurfa að hafa möguleika á að vinna saman að þróun og skipulagi náms og fá aðgengi að viðeigandi tækni og tólum. Verðmætið sem felst í störfum kennara þarf að viðurkenna þannig að laun og önnur kjör kennara endurspegli samfélagslegt mikilvægi þeirra. Með því að fjárfesta í kennurum og þróun menntakerfisins og með því að styðja við ástríðu nemenda og kennara leggjum við grunn að sterku og skapandi samfélagi þar sem hver einstaklingur fær tækifæri til að þroskast og finna sitt hlutverk. Þetta er verkefni sem mun ekki aðeins bæta líf ungs fólks heldur mun það einnig hafa djúpstæð áhrif á framtíð okkar allra. Höfundur er þingkona Pírata og frambjóðendi í 2. sæti í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun
Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun