Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Tómas Arnar Þorláksson skrifar 5. nóvember 2024 16:26 Frá umferðarslysinu sem varð við Sæbraut og frárein frá Miklubraut. Lögreglan Fimmtán manns slösuðust í ellefu umferðarslysum á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku, frá 27. október til 2. nóvembers. Alls var tilkynnt um 38 umferðaróhöpp í umdæminu. Lögreglan biðlar til vegfarenda að fara varlega í umferðinni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Báðir ökumenn fluttir á slysadeild Tvö umferðarslys voru tilkynnt á þriðjudaginn 29. október. Laust fyrir klukkan tólf missti ökumaður stjórn á bifreið sinni þegar hann ók suður Sæbraut með þeim afleiðingum að bifreiðin fór utan vegar og eftir grasbala inn á frárein frá Miklubraut. Lenti bifreiðin þá á annarri bifreið á fráreininni en sú síðarnefnda valt við áreksturinn. Sá er missti stjórn á bifreið sinni var ekki með öryggisbelti en báðir ökumenn voru fluttir á slysadeild eftir umferðarslysið. Seinna sama dag var bifreið ekið á rafmagnshlaupahjól á Laugavegi, við Bolholt. Ökumaður rafmagnshlaupahjólsins var fluttur á slysadeild. Strætisvagn og fólksbifreið í árekstri „Sunnudaginn 27. október kl. 7.37 varð árekstur strætisvagns og fólksbifreiðar á athafnasvæði Strætó við Hestháls í Reykjavík. Ökumaður fólksbifreiðarinnar var fluttur á slysadeild,“ segir í tilkynningu lögreglu. Á mánudagsmorgun, 28. október, varð þriggja bíla árekstur á Reykjanesbraut í Hafnarfirði, við álverið í Straumsvík. „Tveimur bifreiðum var ekið úr gagnstæðri átt og fór önnur þeirra yfir á öfugan vegarhelming svo árekstur varð með þeim. Við það kastaðist önnur bifreiðin á þriðju bifreiðina sem kom aðvífandi Allir þrír ökumennirnir voru fluttir á slysadeild. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og rannsóknarnefnd samgönguslysa rannsaka tildrög slyssins.“ Bifreið ekið á steinvegg til rannsóknar Á fimmtudaginn rétt fyrir klukkan 19:00 varð tveggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut til suðurs, við Miklubraut. Sá er olli tjóninu, stakk af frá vettvangi. Ökumaður bifreiðarinnar, sem ekið var á, var fluttur á slysadeild. Fjögur umferðarslys voru tilkynnt á laugardaginn. Bifreið var ekið á gangandi vegfaranda á hringbraut í Hafnarfirði við Suðurbæjarlaug. Í tilkynningu lögreglu kemur fram að vegfarandinn hafi verið ölvaður og að hann hafi verið fluttur á slysadeild. „Klukkan 19:30 féll ökumaður af rafmagnshlaupahjóli við Mathöllina á Hlemmi. Ökumaðurinn, sem er grunaður um ölvun, var fluttur á slysadeild. Klukkan 21:58 var bifreið ekið á steinvegg við Brúarvog í Reykjavík, við Barkarvog. Ökumaður og farþegi voru fluttir á slysadeild. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og rannsóknarnefnd samgönguslysa rannsaka tildrög slyssins.“ Klukkan 21:58 varð einnig tveggja bíla árekstur á Breiðholtsbraut við Seljaskóga. Bifreiðunum var ekið úr gagnstæðri átt en í aðdragandanum að árekstrinum hugðist ökumaðurinn sem ók til vesturs að taka vinstri beygju á gatnamótunum og Seljaskóga til suðurs þegar að bifreiðarnar skullu saman. Einn farþegi var fluttr á slysadeild. Umferð Umferðaröryggi Mest lesið Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Erlent Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Erlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Erlent Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Óseldir flugeldar geymdir í vel vöktuðu húsi Innlent Ungbörn geti fundið nikótínpúða á róló: „Þetta getur verið lífshættulegt“ Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Fleiri fréttir Ungbörn geti fundið nikótínpúða á róló: „Þetta getur verið lífshættulegt“ Óseldir flugeldar geymdir í vel vöktuðu húsi Vilja færa skipulagsvald alþjóðaflugvalla til ríkis Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Báðir ökumenn fluttir á slysadeild Tvö umferðarslys voru tilkynnt á þriðjudaginn 29. október. Laust fyrir klukkan tólf missti ökumaður stjórn á bifreið sinni þegar hann ók suður Sæbraut með þeim afleiðingum að bifreiðin fór utan vegar og eftir grasbala inn á frárein frá Miklubraut. Lenti bifreiðin þá á annarri bifreið á fráreininni en sú síðarnefnda valt við áreksturinn. Sá er missti stjórn á bifreið sinni var ekki með öryggisbelti en báðir ökumenn voru fluttir á slysadeild eftir umferðarslysið. Seinna sama dag var bifreið ekið á rafmagnshlaupahjól á Laugavegi, við Bolholt. Ökumaður rafmagnshlaupahjólsins var fluttur á slysadeild. Strætisvagn og fólksbifreið í árekstri „Sunnudaginn 27. október kl. 7.37 varð árekstur strætisvagns og fólksbifreiðar á athafnasvæði Strætó við Hestháls í Reykjavík. Ökumaður fólksbifreiðarinnar var fluttur á slysadeild,“ segir í tilkynningu lögreglu. Á mánudagsmorgun, 28. október, varð þriggja bíla árekstur á Reykjanesbraut í Hafnarfirði, við álverið í Straumsvík. „Tveimur bifreiðum var ekið úr gagnstæðri átt og fór önnur þeirra yfir á öfugan vegarhelming svo árekstur varð með þeim. Við það kastaðist önnur bifreiðin á þriðju bifreiðina sem kom aðvífandi Allir þrír ökumennirnir voru fluttir á slysadeild. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og rannsóknarnefnd samgönguslysa rannsaka tildrög slyssins.“ Bifreið ekið á steinvegg til rannsóknar Á fimmtudaginn rétt fyrir klukkan 19:00 varð tveggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut til suðurs, við Miklubraut. Sá er olli tjóninu, stakk af frá vettvangi. Ökumaður bifreiðarinnar, sem ekið var á, var fluttur á slysadeild. Fjögur umferðarslys voru tilkynnt á laugardaginn. Bifreið var ekið á gangandi vegfaranda á hringbraut í Hafnarfirði við Suðurbæjarlaug. Í tilkynningu lögreglu kemur fram að vegfarandinn hafi verið ölvaður og að hann hafi verið fluttur á slysadeild. „Klukkan 19:30 féll ökumaður af rafmagnshlaupahjóli við Mathöllina á Hlemmi. Ökumaðurinn, sem er grunaður um ölvun, var fluttur á slysadeild. Klukkan 21:58 var bifreið ekið á steinvegg við Brúarvog í Reykjavík, við Barkarvog. Ökumaður og farþegi voru fluttir á slysadeild. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og rannsóknarnefnd samgönguslysa rannsaka tildrög slyssins.“ Klukkan 21:58 varð einnig tveggja bíla árekstur á Breiðholtsbraut við Seljaskóga. Bifreiðunum var ekið úr gagnstæðri átt en í aðdragandanum að árekstrinum hugðist ökumaðurinn sem ók til vesturs að taka vinstri beygju á gatnamótunum og Seljaskóga til suðurs þegar að bifreiðarnar skullu saman. Einn farþegi var fluttr á slysadeild.
Umferð Umferðaröryggi Mest lesið Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Erlent Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Erlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Erlent Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Óseldir flugeldar geymdir í vel vöktuðu húsi Innlent Ungbörn geti fundið nikótínpúða á róló: „Þetta getur verið lífshættulegt“ Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Fleiri fréttir Ungbörn geti fundið nikótínpúða á róló: „Þetta getur verið lífshættulegt“ Óseldir flugeldar geymdir í vel vöktuðu húsi Vilja færa skipulagsvald alþjóðaflugvalla til ríkis Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Sjá meira