Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 5. nóvember 2024 18:03 Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Vilhelm Í gær uppgötvaðist að hundar hafi gengið lausir í Borgarfirði og drepið kindur eða flæmt þær úti í skurði. Á bænum Höll í Þverárhlíð fann Grétar Þór Reynisson bóndi níu dauðar kindur í gær og eina helsærða. Skessuhorn greinir frá þessu en samkvæmt umfjöllun þeirra segir Grétar að óyggjandi sé að um hunda sé að ræða. Aðfarirnar þegar tófa leggst á fé séu gjörólíkar. Grétar í Höll segir að aðfarirnar hafi verið skelfilegar. Sumar ærnar hafi verið flæmdar út í læk og drukknað en aðrar verið bitnar. Þá séu einnig vísbendingar um að hundarnir hafi gert usla í fé á fleiri bæjum. Meðal annars á Glitstöðum í Norðurárdal og Högnastöðum í Þverárhlíð. Jafnframt segir hann að vart hafi orðið vði hundana í fé á Högnastöðum í gærkvöldi og bæði lögreglu og dýraeftirlitsmanni Borgarbyggðar gert viðvart. Í samtali við Skessuhorn segist hann ekki geta fullyrt um að búið sé að ná hundunum en að sjálfur hafi hann verið fram á nótt að huga að sínu fé. Hann hafi opnað túnhliðið hjá sér í gærkvöldi og talsvert af fénu strax skilað sér heim í tún. Í dag verði svo smalað og talið í fjárhópnum en Grétar óttast að fleiri kindur liggi í valnum og leitað verður frekar í dag. Í umfjöllun Skessuhorns kemur fram að tveir ársgamlir hundar séu grunaðir um verknaðinn en auglýst var eftir þeim fyrir fimm dögum síðan. Þeir hefðu verið á bæ í Norðurárdal en látið sig hverfa frá eigendum sínum. Auglýst hafi verið eftir þeim á Facebook-hóp sveitarinnar en þeir ekki skilað sér. Borgarbyggð Landbúnaður Hundar Sauðfé Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Sjá meira
Skessuhorn greinir frá þessu en samkvæmt umfjöllun þeirra segir Grétar að óyggjandi sé að um hunda sé að ræða. Aðfarirnar þegar tófa leggst á fé séu gjörólíkar. Grétar í Höll segir að aðfarirnar hafi verið skelfilegar. Sumar ærnar hafi verið flæmdar út í læk og drukknað en aðrar verið bitnar. Þá séu einnig vísbendingar um að hundarnir hafi gert usla í fé á fleiri bæjum. Meðal annars á Glitstöðum í Norðurárdal og Högnastöðum í Þverárhlíð. Jafnframt segir hann að vart hafi orðið vði hundana í fé á Högnastöðum í gærkvöldi og bæði lögreglu og dýraeftirlitsmanni Borgarbyggðar gert viðvart. Í samtali við Skessuhorn segist hann ekki geta fullyrt um að búið sé að ná hundunum en að sjálfur hafi hann verið fram á nótt að huga að sínu fé. Hann hafi opnað túnhliðið hjá sér í gærkvöldi og talsvert af fénu strax skilað sér heim í tún. Í dag verði svo smalað og talið í fjárhópnum en Grétar óttast að fleiri kindur liggi í valnum og leitað verður frekar í dag. Í umfjöllun Skessuhorns kemur fram að tveir ársgamlir hundar séu grunaðir um verknaðinn en auglýst var eftir þeim fyrir fimm dögum síðan. Þeir hefðu verið á bæ í Norðurárdal en látið sig hverfa frá eigendum sínum. Auglýst hafi verið eftir þeim á Facebook-hóp sveitarinnar en þeir ekki skilað sér.
Borgarbyggð Landbúnaður Hundar Sauðfé Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Sjá meira