Þetta staðfestir Karl Ingi Vilbergsson, saksóknari hjá Héraðssaksóknara, í samtali við Vísi. DV greindi fyrst frá niðurstöðu Héraðsdóms Reykjaness, sem kveðin var upp í morgun.
Þinghald í málinu var lokað en konan var ákærð fyrir að hafa svipt sex ára son sinn lífi með því að setja kodda yfir andlit hans og með báðum höndum þrýst koddanum yfir vit hans og þrýst á háls hans og efri hluta brjóstkassa og ekki linað þau tök fyrr en hún varð þess áskynja að hann var látinn. Drengurinn lést af völdum köfnunar.
Í kjölfarið hafi hún farið inn í herbergi eldri sonar síns þar sem hann lá sofandi. Þar er hún sögð hafa tekið fyrir vit hans með annarri hendi og í hnakka hans með hinni og þannig þrýst andliti hans niður í rúmið, þannig að hann gat ekki andað. Drengurinn hafi vaknað og tekist að losa sig úr taki móður sinnar.
Konan játaði sök í málinu en vísaði til þess að hún hafi verið í slíku ástandi þegar ódæðið var framið að það væri refsilaust. Hún var metin sakhæf af matsmönnum.
Dómurinn hefur ekki verið birtur en Karl Ingi reiknar með að hann verði birtur á morgun.