Draumalandið Björn Þorláksson skrifar 6. nóvember 2024 11:16 „Því þar er allt sem ann ég, það er mitt draumaland,“ segir í laginu góða. Ég er í hópi Íslendinga sem finn brjóstið tifa af ættjarðarást frá morgni til kvölds. Fegurð landsins fyllir mig gleði og undrun alla daga ársins. Aðra sögu er að segja af íslensku stjórnarfari. Hvað varðar efnahagsstjórnun og útdeilingu réttlætis undanfarið hafa vonbrigði með ríkisstjórnir orðið ráðandi tilfinning. Vel gæti farið þannig að Trump komi upp úr kjörkössunum í lok þessa mánaðar eins og gerðist í nótt fyrir vestan, ef við ræðum okkur ekki að skynsamlegri framtíð. Enga tvísköttun, takk Þegar ég hóf störf við blaðamennsku, á níunda áratug síðustu aldar, hugsaði ég iðulega: Það er nú ansi flott hve flink við erum að reka þetta samfélag. Við erum dugleg of samhent. Á þeim tíma komust nánast allir til læknis um leið og þeir þurftu og án þess að skaðaði efnahag hins sjúka. Við vorum sammála um að fyrir skattana okkar ættum við að hafa full afnot af gjaldfrjálsri heilbrigðisþjónustu. En með grægði hinna betur settu og svívirðilegum annmörkum kvótasetningar og framsals í kjölfarið, sem fylgt var eftir með gjörspilltri einkavæðingu ríkisbankanna, þeyttist ælan upp í kok hjá mörgum Íslendingnum. Ælan hefur setið föst ansi lengi. Nú þegar búið er að kjósa Trump sem valdamesta mann heims í annað skipti og hluti heimsins eins og við þekkjum hann mun líða undir lok í þeirri mynd sem við höfum þekkt hann, er ekki seinna vænna en að Íslendingar hendi nýfrjálshyggjunni á haugana, útrými mannamun eftir efnahag og setji x í kosningunum við húmanisma og jöfnuð. Útrýmum fátækt! Ísland er í hópi landa sem búa yfir verðmætustu náttúruauðlindum heims. Ef réttlát skipting verðmætanna yrði sett á dagskrá af fullri alvöru hefði hver einasta fjölskylda meira en nóg að bíta og brenna. Engin íslensk börn myndu búa við fátækt. Við fengjum öll bót okkar meina um leið og þau kæmu upp. Við þyrftum ekki að bíða fársjúk á göngum spítalanna sólahringum saman eða híma árum saman heima, bíðandi eftir sérfræðingi. Við getum útrýmt fátækt og við getum eytt öllum biðlistum. Sjálfsagðar umbætur erum við svo heppin að eiga inni sem þjóð, vegna allra náttúruauðlindanna sem Trumpistar ætla að reyna að einkavæða. Þær duga okkur vel til að brauðafæða hvert einasta íslenska mannsbarn. Auðlindirnar eru lykill okkar að samlyndi og hamingju í stað þess að almennningur sé sundraður, ófrjáls og bitur. Þar sem hluti Íslendinga býr ekki lengur yfir raunverulegu tjáningarfrelsi vegna ægimáttar ólígarkanna sem hægt og hægt eru að kaupa upp allt íslenskt fyrirtækjalíf. Hættuástand Draumar geta ræst þótt einræktaðir höfðingjar séu nú í því að tala drauma alþýðunnar niður. Ólígarkarnir og skósveinar þeirra í Hádegismóum væla og skæla og kvarta og kveina. Grátkór hinnu efnuðustu, kann það helst að öskra af frekju. Ef komið verður á móts við almenning mun landið eyðast og sökkva í sæ, segja þeir. Og vegna ofsagróðans sem skapast hefur vegna tengsla þeirra við þaulsetna stjórnmálahöfðingja ríkir hættuástand. Um það ættum við sem þjóð að tala fyrir kosningarnar. Höldum fast í draumana Við megum ekki láta spillta valdhafa hrifsa frá okkur vonina um réttlátari skiptingu gæðanna. Draumalandið Ísland hefur nógu lengi verið í skammsýnna manna höndum. Náum landinu aftur til okkar. Kjósum Flokk fólksins og hrindum af stað áætlun um nýtingu auðlinda þjóðarinnar með réttlátari og heilbrigðari dreifingu gæðanna. Við sem þjóð eigum gott skilið. Happ okkar er náttúruauðlindirnar en þá verður almenningur líka að njóta gæðanna, ekki bara örfáir menn, appelsínugulir í framan. Höfundur er þjóðfélagsfræðingur, rithöfundur og blaðamaður og skipar 3ja sætið í kosningunum 30. nóvember næstkomandi fyrir Flokk fólksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Flokkur fólksins Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
„Því þar er allt sem ann ég, það er mitt draumaland,“ segir í laginu góða. Ég er í hópi Íslendinga sem finn brjóstið tifa af ættjarðarást frá morgni til kvölds. Fegurð landsins fyllir mig gleði og undrun alla daga ársins. Aðra sögu er að segja af íslensku stjórnarfari. Hvað varðar efnahagsstjórnun og útdeilingu réttlætis undanfarið hafa vonbrigði með ríkisstjórnir orðið ráðandi tilfinning. Vel gæti farið þannig að Trump komi upp úr kjörkössunum í lok þessa mánaðar eins og gerðist í nótt fyrir vestan, ef við ræðum okkur ekki að skynsamlegri framtíð. Enga tvísköttun, takk Þegar ég hóf störf við blaðamennsku, á níunda áratug síðustu aldar, hugsaði ég iðulega: Það er nú ansi flott hve flink við erum að reka þetta samfélag. Við erum dugleg of samhent. Á þeim tíma komust nánast allir til læknis um leið og þeir þurftu og án þess að skaðaði efnahag hins sjúka. Við vorum sammála um að fyrir skattana okkar ættum við að hafa full afnot af gjaldfrjálsri heilbrigðisþjónustu. En með grægði hinna betur settu og svívirðilegum annmörkum kvótasetningar og framsals í kjölfarið, sem fylgt var eftir með gjörspilltri einkavæðingu ríkisbankanna, þeyttist ælan upp í kok hjá mörgum Íslendingnum. Ælan hefur setið föst ansi lengi. Nú þegar búið er að kjósa Trump sem valdamesta mann heims í annað skipti og hluti heimsins eins og við þekkjum hann mun líða undir lok í þeirri mynd sem við höfum þekkt hann, er ekki seinna vænna en að Íslendingar hendi nýfrjálshyggjunni á haugana, útrými mannamun eftir efnahag og setji x í kosningunum við húmanisma og jöfnuð. Útrýmum fátækt! Ísland er í hópi landa sem búa yfir verðmætustu náttúruauðlindum heims. Ef réttlát skipting verðmætanna yrði sett á dagskrá af fullri alvöru hefði hver einasta fjölskylda meira en nóg að bíta og brenna. Engin íslensk börn myndu búa við fátækt. Við fengjum öll bót okkar meina um leið og þau kæmu upp. Við þyrftum ekki að bíða fársjúk á göngum spítalanna sólahringum saman eða híma árum saman heima, bíðandi eftir sérfræðingi. Við getum útrýmt fátækt og við getum eytt öllum biðlistum. Sjálfsagðar umbætur erum við svo heppin að eiga inni sem þjóð, vegna allra náttúruauðlindanna sem Trumpistar ætla að reyna að einkavæða. Þær duga okkur vel til að brauðafæða hvert einasta íslenska mannsbarn. Auðlindirnar eru lykill okkar að samlyndi og hamingju í stað þess að almennningur sé sundraður, ófrjáls og bitur. Þar sem hluti Íslendinga býr ekki lengur yfir raunverulegu tjáningarfrelsi vegna ægimáttar ólígarkanna sem hægt og hægt eru að kaupa upp allt íslenskt fyrirtækjalíf. Hættuástand Draumar geta ræst þótt einræktaðir höfðingjar séu nú í því að tala drauma alþýðunnar niður. Ólígarkarnir og skósveinar þeirra í Hádegismóum væla og skæla og kvarta og kveina. Grátkór hinnu efnuðustu, kann það helst að öskra af frekju. Ef komið verður á móts við almenning mun landið eyðast og sökkva í sæ, segja þeir. Og vegna ofsagróðans sem skapast hefur vegna tengsla þeirra við þaulsetna stjórnmálahöfðingja ríkir hættuástand. Um það ættum við sem þjóð að tala fyrir kosningarnar. Höldum fast í draumana Við megum ekki láta spillta valdhafa hrifsa frá okkur vonina um réttlátari skiptingu gæðanna. Draumalandið Ísland hefur nógu lengi verið í skammsýnna manna höndum. Náum landinu aftur til okkar. Kjósum Flokk fólksins og hrindum af stað áætlun um nýtingu auðlinda þjóðarinnar með réttlátari og heilbrigðari dreifingu gæðanna. Við sem þjóð eigum gott skilið. Happ okkar er náttúruauðlindirnar en þá verður almenningur líka að njóta gæðanna, ekki bara örfáir menn, appelsínugulir í framan. Höfundur er þjóðfélagsfræðingur, rithöfundur og blaðamaður og skipar 3ja sætið í kosningunum 30. nóvember næstkomandi fyrir Flokk fólksins í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun