Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 7. nóvember 2024 07:01 Margrét Tryggvadóttir er formaður stjórnar Rithöfundasambands Íslands. Vísir/Anton Brink Formaður Rithöfundasambands Íslands segir hvorki rithöfunda né útgefendur græða á samningum við Storytel. Vinna þeirra væri seld langt undir kostnaðarverði. Rithöfundasambandið leitar til lögfræðinga vegna mikillar óánægju innan starfsstéttarinnar. „Storytel er risinn á markaðnum og einráður, hvorki útgefendur né rithöfundar eru að koma vel út úr þessu,“ segir Margrét Tryggvadóttir, formaður Rithöfundasambands Íslands, um samninga við Storytel vegna afnota af hljóðbókum. Hildur Knútsdóttir rithöfundur birti ársuppgjör sitt frá útgáfufyrirtækinu sínu fyrir árið 2023. Þar bendir hún á að hversu lítið rithöfundar fái greitt fyrir hverja spilun á bók þeirra á streymisveitunni Storytel. „Við höfum séð allt niður í ellefu krónur,“ segir Margrét. Rithöfundar sjá aldrei samningana „Vandamál okkar sem höfunda er að við erum ekki með neina samninga við Storytel,“ segir Margrét. Útgefendur sjái alfarið um samningagerð við Storytel um afnot af hljóðbók. „Við sjáum þá [samningana] aldrei.“ Útgefendurnir sjá einnig alfarið um gerð hljóðbókarinnar og selja svo Storytel afnot. Samt sem áður græða þeir lítið sem ekkert á samningunum. „Ég sé sjálf hvað útgefandinn borgaði mér fyrir að lesa bókina og hann er ekki búinn að fá það til baka,“ segir Margrét. Útgefandinn greiði ekki einungis Margréti fyrir lesturinn heldur einni upptökustjóra, ritstjóra og fyrir eftirvinnslu. Hægt er að hlusta á tvær bækur eftir Margréti á Storytel. Hún fær greidd 23% af því sem útgefandinn fær fyrir hverja spilun á Storytel. Aðgangur í mánuð kosti minna en ein bók Hagnaður rithöfunda af spilun hljóðbóka fer eftir lengd bókarinnar. Þeir rithöfundar sem skrifa styttri bækur, oft barnabókarithöfundar, fá því lægri upphæðir greiddar. Margrét segir aðgang að streymisveitunni í mánuð, þar sem hægt sé að hlusta ótakmarkað, kosti minna en ein kilja. „Það sér hver maður að þessar upphæðir skipta ekki neinu máli í heimilisbókhaldi nokkurs og [eru] eiginlega arðrán.“ Margrét segir aðal vandamálið vera að Storytel sé að selja vinnu rithöfunda og afurðir á allt of lágu verði. Höfundarnir væru ekki á móti hljóðbókum en vildu ekki að verk þeirra væru seld langt undir kostnaðarverði. „Við getum ekki gefið verkin okkar,“ segir Margrét. Skoða réttarstöðu sína Rithöfundasambandið hefur leitað til lögfræðinga til að kanna réttarstöðu höfunda. Margrét segir að bæði sé vilji hjá stjórn Rithöfundasambandsins og rithöfundum almennt að hætta samstarfinu. Þau ráðleggi nú öllum rithöfundum að halda hljóðbókarréttinum fyrir sig sjálf í stað þess að selja útgefanda sínum hann. „Þetta er eins og skrímsli sem er búið að éta okkur upp,“ segir Margrét. Hlustun væri mun meiri en framleiðslan. Þá væru ekki allar bækur hentugar sem hljóðbækur. „Fólk er að hlusta á meðan það er að hjóla í vinnuna eða ryksuga, þú ert ekkert að hlusta á eitthvað mjög djúpt.“ Bókmenntir Bókaútgáfa Storytel Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Sjá meira
„Storytel er risinn á markaðnum og einráður, hvorki útgefendur né rithöfundar eru að koma vel út úr þessu,“ segir Margrét Tryggvadóttir, formaður Rithöfundasambands Íslands, um samninga við Storytel vegna afnota af hljóðbókum. Hildur Knútsdóttir rithöfundur birti ársuppgjör sitt frá útgáfufyrirtækinu sínu fyrir árið 2023. Þar bendir hún á að hversu lítið rithöfundar fái greitt fyrir hverja spilun á bók þeirra á streymisveitunni Storytel. „Við höfum séð allt niður í ellefu krónur,“ segir Margrét. Rithöfundar sjá aldrei samningana „Vandamál okkar sem höfunda er að við erum ekki með neina samninga við Storytel,“ segir Margrét. Útgefendur sjái alfarið um samningagerð við Storytel um afnot af hljóðbók. „Við sjáum þá [samningana] aldrei.“ Útgefendurnir sjá einnig alfarið um gerð hljóðbókarinnar og selja svo Storytel afnot. Samt sem áður græða þeir lítið sem ekkert á samningunum. „Ég sé sjálf hvað útgefandinn borgaði mér fyrir að lesa bókina og hann er ekki búinn að fá það til baka,“ segir Margrét. Útgefandinn greiði ekki einungis Margréti fyrir lesturinn heldur einni upptökustjóra, ritstjóra og fyrir eftirvinnslu. Hægt er að hlusta á tvær bækur eftir Margréti á Storytel. Hún fær greidd 23% af því sem útgefandinn fær fyrir hverja spilun á Storytel. Aðgangur í mánuð kosti minna en ein bók Hagnaður rithöfunda af spilun hljóðbóka fer eftir lengd bókarinnar. Þeir rithöfundar sem skrifa styttri bækur, oft barnabókarithöfundar, fá því lægri upphæðir greiddar. Margrét segir aðgang að streymisveitunni í mánuð, þar sem hægt sé að hlusta ótakmarkað, kosti minna en ein kilja. „Það sér hver maður að þessar upphæðir skipta ekki neinu máli í heimilisbókhaldi nokkurs og [eru] eiginlega arðrán.“ Margrét segir aðal vandamálið vera að Storytel sé að selja vinnu rithöfunda og afurðir á allt of lágu verði. Höfundarnir væru ekki á móti hljóðbókum en vildu ekki að verk þeirra væru seld langt undir kostnaðarverði. „Við getum ekki gefið verkin okkar,“ segir Margrét. Skoða réttarstöðu sína Rithöfundasambandið hefur leitað til lögfræðinga til að kanna réttarstöðu höfunda. Margrét segir að bæði sé vilji hjá stjórn Rithöfundasambandsins og rithöfundum almennt að hætta samstarfinu. Þau ráðleggi nú öllum rithöfundum að halda hljóðbókarréttinum fyrir sig sjálf í stað þess að selja útgefanda sínum hann. „Þetta er eins og skrímsli sem er búið að éta okkur upp,“ segir Margrét. Hlustun væri mun meiri en framleiðslan. Þá væru ekki allar bækur hentugar sem hljóðbækur. „Fólk er að hlusta á meðan það er að hjóla í vinnuna eða ryksuga, þú ert ekkert að hlusta á eitthvað mjög djúpt.“
Bókmenntir Bókaútgáfa Storytel Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Sjá meira