„Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. nóvember 2024 18:17 Valur hefur átt erfitt uppdráttar. Vísir/Diego „Ekkert lið hefur verið betra en Valur í því að taka inn leikmenn, hver sem það er og hversu góðir sem þeir eru,“ sagði Pavel Ermolinskij, sérfræðingur Körfuboltakvölds. Íslandsmeistarar Vals máttu þola tap í síðasta leik sínum í Bónus-deild karla í körfubolta. Liðið hefur aðeins unnið tvo af fyrstu fimm leikjum sínum í deildinni og var farið yfir stöðu mála á Hlíðarenda í síðasta þætti Körfuboltakvölds. Pavel segir að undanfarin ár hafi Valsmenn verið öflugir að finna réttu mennina til að koma inn í félagið en það virðist annað vera upp á teningnum í ár. „Það er aðeins öðruvísi staða núna, mögulega út af Kristó (Acox) en ég veit það ekki. Ég held að við séum komin á þann stað að allir halda núna - vonandi ekki þeir sjálfir, trúi því ekki - að þeir séu að fara kveikja á einhverjum takka. Að þeir séu að bíða eftir úrslitakeppninni eða Kristófer.“ „Eða (að fólk haldi) að þetta séu Valsmenn og þeir smella alltaf í gang. Þeir eru að sjálfsögðu búnir að vinna sér inn fyrir að það sé talað þannig um þá en þetta er ekki til, að kveikja á neinu. Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til.“ „Maður hafði það á tilfinningunni á sínum tíma með ykkur, þegar þið voruð í KR, að það væri einhver takki til,“ sagði Stefán Árni Pálsson, þáttastjórnandi, en ásamt Pavel var Helgi Már Magnússon í settinu. „Stefán ég get sagt þér það strax að það var enginn takki, margir neyðarfundir og mikið um hádegisfundi þar sem var verið að reyna leysa vandamál. Það var enginn afslappaður inn í klefi hvað þetta yrði þægilegt í úrslitakeppninni,“ sagði Helgi Már. Klippa: „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Um stöðu Vals í dag sagði Pavel: „Þeir eru að fara inn í mjög erfitt verkefni þar sem þeir þurfa að finna eitthvað nýtt, einhverja smá breytingu. Við höfum talað um að þeir þurfi að fara í gegnum smá ólgusjó og ef að þeir komast í gegnum það þá eru þeir að fara koma út úr þessu sterkari og eru rakleiðis að fara vera 100 prósent með.“ Umræðu Körfuboltakvölds um Val og stöðu liðsins má sjá í spilaranum ofar í fréttinni. Körfuboltakvöld Körfubolti Valur Bónus-deild karla Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Fyrsta jafntefli Real Madrid Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fleiri fréttir „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Sjá meira
Íslandsmeistarar Vals máttu þola tap í síðasta leik sínum í Bónus-deild karla í körfubolta. Liðið hefur aðeins unnið tvo af fyrstu fimm leikjum sínum í deildinni og var farið yfir stöðu mála á Hlíðarenda í síðasta þætti Körfuboltakvölds. Pavel segir að undanfarin ár hafi Valsmenn verið öflugir að finna réttu mennina til að koma inn í félagið en það virðist annað vera upp á teningnum í ár. „Það er aðeins öðruvísi staða núna, mögulega út af Kristó (Acox) en ég veit það ekki. Ég held að við séum komin á þann stað að allir halda núna - vonandi ekki þeir sjálfir, trúi því ekki - að þeir séu að fara kveikja á einhverjum takka. Að þeir séu að bíða eftir úrslitakeppninni eða Kristófer.“ „Eða (að fólk haldi) að þetta séu Valsmenn og þeir smella alltaf í gang. Þeir eru að sjálfsögðu búnir að vinna sér inn fyrir að það sé talað þannig um þá en þetta er ekki til, að kveikja á neinu. Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til.“ „Maður hafði það á tilfinningunni á sínum tíma með ykkur, þegar þið voruð í KR, að það væri einhver takki til,“ sagði Stefán Árni Pálsson, þáttastjórnandi, en ásamt Pavel var Helgi Már Magnússon í settinu. „Stefán ég get sagt þér það strax að það var enginn takki, margir neyðarfundir og mikið um hádegisfundi þar sem var verið að reyna leysa vandamál. Það var enginn afslappaður inn í klefi hvað þetta yrði þægilegt í úrslitakeppninni,“ sagði Helgi Már. Klippa: „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Um stöðu Vals í dag sagði Pavel: „Þeir eru að fara inn í mjög erfitt verkefni þar sem þeir þurfa að finna eitthvað nýtt, einhverja smá breytingu. Við höfum talað um að þeir þurfi að fara í gegnum smá ólgusjó og ef að þeir komast í gegnum það þá eru þeir að fara koma út úr þessu sterkari og eru rakleiðis að fara vera 100 prósent með.“ Umræðu Körfuboltakvölds um Val og stöðu liðsins má sjá í spilaranum ofar í fréttinni.
Körfuboltakvöld Körfubolti Valur Bónus-deild karla Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Fyrsta jafntefli Real Madrid Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fleiri fréttir „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Sjá meira