Lífið

Gunn­hildur og Erin eignuðust dreng

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Knattspyrnukonurnar Erin McLeod og Gunnhildur Yrsa eignuðust sitt fyrsta barn saman í lok október.
Knattspyrnukonurnar Erin McLeod og Gunnhildur Yrsa eignuðust sitt fyrsta barn saman í lok október. Vísir/Vilhelm Gunnarsson

Knattspyrnukonurnar, Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir og Erin McLeod, eignuðust dreng í lok október. Um er að ræða fyrsta barn þeirra hjóna.

Hjónin birtu sameiginlega færslu á Instagram þar sem þær tilkynna fæðingu sonarins.

„Vika með þér. Litli karl Mcleod,“ skrifaði Gunnhildur og deildi myndum af drengnum.

Gunnhildur Yrsa gekk aftur í raðir Stjörnunnar í fyrra eftir áralanga dvöl í atvinnumennsku. Hún lék 102 landsleiki fyrir Ísland á árunum 2011-23.

Erin lék fyrst með Stjörnunni sumarið 2020 en kom svo aftur til félagsins í fyrra. Hún er fyrrverandi landsliðsmarkvörður Kanada og á 119 landsleiki á ferilskránni. Erin var í leikmannahópi kanadíska landsliðsins sem varð Ólympíumeistari 2021.

Gunnhildur Yrsa og Erin gengu í hjónaband á nýársdag í fyrra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.