Trúðslæti eða trúverðugleiki Friðrik Erlingsson skrifar 7. nóvember 2024 19:01 Á næstu vikum fara fjölmiðlar á fyllerí með hópi fólks sem ætlar að æsa sig hvert gegn öðru, ætlar að fara fram með ásakanir, svívirðingar, afhjúpanir, vandlætingar, upphrópanir og áfellsidóma – og margt, margt fleira, um leið og þetta fólk lofar okkur kjósendum öllu fögru, einmitt öllu því sem okkur hefur svo lengi langað til að heyra, svo lengi óskað að komið yrði í framkvæmd – já, einmitt núna lofa þau okkur að þetta muni allt verða að veruleika. Samt vitum við öll að þetta er þvættingur – vegna þess að það er sama hvað flokkur X segist ætla að gera; honum mun aldrei takast það nema mögulega í stjórnarsamstarfi með flokki Y. En í ríkjandi rugl-fyrirkomulagi geta allir lofað öllu fögru, einmitt vegna þess að þeir vita að þeir muni aldrei þurfa að standa við stóru orðin. Þetta heitir víst „lýðræðisleg umræða“ á milli fólks í ólíkum stjórnmálaflokkum, ellefu talsins, sem allt telur sig eiga erindi í næstu ríkisstjórn, en alls ekki neinn hinna. Og allt mun snúast um keppnina um efstu sætin í skoðanakönnunum og fyrirtæki sem gera slíkar kannanir halda fylleríshátíð á meðan líkt og fjölmiðlar. En fólkið í landinu vill eitthvað annað en þetta fjölmiðlafyllerí. Því eftir öskrin fara fram kosningar; eftir talningu atkvæða fær sá flokkur, sem mest hefur fylgið, stjórnarmyndunarumboð frá forseta Íslands. Og þá byrjar baktjaldamakkið (sem auðvitað var löngu byrjað), hrossakaup og vílíngar og dílingar, „ef þú færð kvef skal ég hnerra fyrir þig“ og „ef þú hnerrar fyrir mig skal ég gefa þér snýtibréf“ o.sv.fr. o.sv.fr. Síðan er mynduð ríkisstjórn, í minnsta lagi stjórn tveggja flokka, mögulega stjórn þriggja flokka, fjögurra flokka gæti líka orðið raunin - og þessi stjórn kynnir stjórnarsáttmála – sem engin veit neitt um hvernig verður – hann er verkefnaskrá næstu ríkisstjórnar út næsta kjörtímabil. Gjöriðisvovel! Almenningur starir á plaggið og hugsar: Þetta var nú ekki það sem ég kaus. Og þar liggur hundurinn grafinn, þar stendur hnífurinn í kúnni - að almenningur fær sjaldan, ef nokkurn tímann, það sem hann kaus – vegna þess að almenningur hefur ekki val um að kjósa sér ríkisstjórn með verkefnaskrá. Stjórnmálaflokkar eru áhugamannafélög, þau einu hér á landi sem fá ríkulegt rekstrarfé úr ríkissjóði, sem þau skömmtuðu sér sjálf – nokkurs konar listamannalaun. Kjósendur eiga því beinharða kröfu á flokkana að þeir stígi fram af þeirri alvöru sem samfélagið þarf á að halda og hætti með þetta fáránlega hopp og hí í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum, eins og einhverjir fjandans áhrifavaldar. Ef leiðtogar stjórnmálaflokka hefðu hins vegar manndóm og nægilega sannfæringu fyrir málstað sínum, til þess að hætta að vera trúðar fyrir kosningar, en gengju hreint og heiðarlega til verks, semdu sín á milli um kosningabandalög og settu niður verkefnaskrá til næstu fjögurra ára – þá hefði almenningur um eitthvað raunverulegt að kjósa. Þá hefði almenningur raunverulegt val um hver næsta ríkisstjórn yrði. Og þá hefðu stjórnmálamenn um eitthvað raunverulegt og málefnalegt að ræða fyrir kosningar, í stað þess að stökkva á milli þess að svívirða hver annan um eitthvað sem er löngu liðið og skiptir ekki máli, og kvaka þess á milli fagurgala til kjósenda um framtíðaráform sem útilokað er að einn flokkur geti komið í framkvæmd. Að kjósa á milli þriggja til fjögurra trúverðugra kosningabandalaga, hvert með sína niðurnegldu verkefnaskrá og fyrirfram ákveðnu ríkisstjórn, er ólíkt lýðræðislegri staða fyrir hinn almenna kjósanda, heldur en sú stjórn og sá stjórnarsáttmáli sem settur er saman eftir á, í þessum svokölluðu stjórnarmyndunarviðræðum, sem eru víðs fjarri augum og eyrum kjósenda. Þess í stað gæti flokkur X og flokkur Y kynnt í sameiningu sína ríkisstjórn og verkefnaskrá fyrir næsta kjörtímabil, og sagt: Svona verður ríkisstjórnin skipuð, þetta ætlum við að gera á kjörtímabilinu og svona ætlum við að gera það. Það væri ekki eingöngu gagnsærra, trúverðugra og heiðvirðara gagnvart kjósendum ef stjórnmálaflokkar gengju til kosninga bundnir kosningabandalögum, með ákveðna ríkisstjórn og tilbúinn stjórnarsáttmála/verkefnaskrá - það væri líka í lýðræðislegum þungavigtarflokki á móti ruglinu, sirkusnum og tvískinnungnum sem núverandi fyrirkomulag er og hefur ætíð verið. Höfundur er kjósandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Friðrik Erlingsson Mest lesið Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Á næstu vikum fara fjölmiðlar á fyllerí með hópi fólks sem ætlar að æsa sig hvert gegn öðru, ætlar að fara fram með ásakanir, svívirðingar, afhjúpanir, vandlætingar, upphrópanir og áfellsidóma – og margt, margt fleira, um leið og þetta fólk lofar okkur kjósendum öllu fögru, einmitt öllu því sem okkur hefur svo lengi langað til að heyra, svo lengi óskað að komið yrði í framkvæmd – já, einmitt núna lofa þau okkur að þetta muni allt verða að veruleika. Samt vitum við öll að þetta er þvættingur – vegna þess að það er sama hvað flokkur X segist ætla að gera; honum mun aldrei takast það nema mögulega í stjórnarsamstarfi með flokki Y. En í ríkjandi rugl-fyrirkomulagi geta allir lofað öllu fögru, einmitt vegna þess að þeir vita að þeir muni aldrei þurfa að standa við stóru orðin. Þetta heitir víst „lýðræðisleg umræða“ á milli fólks í ólíkum stjórnmálaflokkum, ellefu talsins, sem allt telur sig eiga erindi í næstu ríkisstjórn, en alls ekki neinn hinna. Og allt mun snúast um keppnina um efstu sætin í skoðanakönnunum og fyrirtæki sem gera slíkar kannanir halda fylleríshátíð á meðan líkt og fjölmiðlar. En fólkið í landinu vill eitthvað annað en þetta fjölmiðlafyllerí. Því eftir öskrin fara fram kosningar; eftir talningu atkvæða fær sá flokkur, sem mest hefur fylgið, stjórnarmyndunarumboð frá forseta Íslands. Og þá byrjar baktjaldamakkið (sem auðvitað var löngu byrjað), hrossakaup og vílíngar og dílingar, „ef þú færð kvef skal ég hnerra fyrir þig“ og „ef þú hnerrar fyrir mig skal ég gefa þér snýtibréf“ o.sv.fr. o.sv.fr. Síðan er mynduð ríkisstjórn, í minnsta lagi stjórn tveggja flokka, mögulega stjórn þriggja flokka, fjögurra flokka gæti líka orðið raunin - og þessi stjórn kynnir stjórnarsáttmála – sem engin veit neitt um hvernig verður – hann er verkefnaskrá næstu ríkisstjórnar út næsta kjörtímabil. Gjöriðisvovel! Almenningur starir á plaggið og hugsar: Þetta var nú ekki það sem ég kaus. Og þar liggur hundurinn grafinn, þar stendur hnífurinn í kúnni - að almenningur fær sjaldan, ef nokkurn tímann, það sem hann kaus – vegna þess að almenningur hefur ekki val um að kjósa sér ríkisstjórn með verkefnaskrá. Stjórnmálaflokkar eru áhugamannafélög, þau einu hér á landi sem fá ríkulegt rekstrarfé úr ríkissjóði, sem þau skömmtuðu sér sjálf – nokkurs konar listamannalaun. Kjósendur eiga því beinharða kröfu á flokkana að þeir stígi fram af þeirri alvöru sem samfélagið þarf á að halda og hætti með þetta fáránlega hopp og hí í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum, eins og einhverjir fjandans áhrifavaldar. Ef leiðtogar stjórnmálaflokka hefðu hins vegar manndóm og nægilega sannfæringu fyrir málstað sínum, til þess að hætta að vera trúðar fyrir kosningar, en gengju hreint og heiðarlega til verks, semdu sín á milli um kosningabandalög og settu niður verkefnaskrá til næstu fjögurra ára – þá hefði almenningur um eitthvað raunverulegt að kjósa. Þá hefði almenningur raunverulegt val um hver næsta ríkisstjórn yrði. Og þá hefðu stjórnmálamenn um eitthvað raunverulegt og málefnalegt að ræða fyrir kosningar, í stað þess að stökkva á milli þess að svívirða hver annan um eitthvað sem er löngu liðið og skiptir ekki máli, og kvaka þess á milli fagurgala til kjósenda um framtíðaráform sem útilokað er að einn flokkur geti komið í framkvæmd. Að kjósa á milli þriggja til fjögurra trúverðugra kosningabandalaga, hvert með sína niðurnegldu verkefnaskrá og fyrirfram ákveðnu ríkisstjórn, er ólíkt lýðræðislegri staða fyrir hinn almenna kjósanda, heldur en sú stjórn og sá stjórnarsáttmáli sem settur er saman eftir á, í þessum svokölluðu stjórnarmyndunarviðræðum, sem eru víðs fjarri augum og eyrum kjósenda. Þess í stað gæti flokkur X og flokkur Y kynnt í sameiningu sína ríkisstjórn og verkefnaskrá fyrir næsta kjörtímabil, og sagt: Svona verður ríkisstjórnin skipuð, þetta ætlum við að gera á kjörtímabilinu og svona ætlum við að gera það. Það væri ekki eingöngu gagnsærra, trúverðugra og heiðvirðara gagnvart kjósendum ef stjórnmálaflokkar gengju til kosninga bundnir kosningabandalögum, með ákveðna ríkisstjórn og tilbúinn stjórnarsáttmála/verkefnaskrá - það væri líka í lýðræðislegum þungavigtarflokki á móti ruglinu, sirkusnum og tvískinnungnum sem núverandi fyrirkomulag er og hefur ætíð verið. Höfundur er kjósandi.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar