Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Lovísa Arnardóttir skrifar 7. nóvember 2024 22:02 Ólafur Þ. Harðarson prófessor í stjórnmálafræði segir margt áhugavert í nýrri Maskínukönnun. Vísir/Vilhelm Prófessor í stjórnmálafræði segir fylgi flokkanna enn á mikilli hreyfinu. Það sé ekki fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum en það gæti gerst núna. Hann segir að möguleiki sé á að sett verði nýtt Íslandsmet í dauðum atkvæðum. „Helsta breytingin í þessari könnun er að Viðreisn er að bæta vel við sig,“ segir Ólafur Þ. Harðarson prófessor í stjórnmálafræði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Fylgi flokkanna er á töluverðri hreyfingu nú þegar einungis rúmar þrjár vikur eru til kosninga, samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Viðreisn er á mikilli siglingu og bætir við sig þremur prósentustigum á milli kannana. Fylgið hefur ríflega tvöfaldast frá síðustu kosningum og stendur nú í 19,4 prósentum. Hann segir erfitt að vita hvað valdi. Það geti verið stefnumál eins og Evrópumál eða jafnvel framganga Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns flokksins, í kappræðum á Stöð 2 og RÚV. „Við vitum hins vegar hvaðan fylgi Viðreisnar er að koma miðað við síðustu kosningar,“ segir Ólafur. Ríflega þriðjungur sem ætli að kjósa flokkinn hafi gert það líka síðast, þriðjungur hafi kosið Sjálfstæðisflokk eða Framsóknarflokk og svo hafi þriðjungur kosið Vinstri græn, Samfylkingu eða Pírata. „Viðreisn er að fá fylgið víða að.“ Ólafur segir að í könnuninni megi einnig sjá að fylgið flakki á milli Sjálfstæðisflokks og Miðflokks. Það sé samhljómur meðal þessara flokka. Auk þess hafi það sést vel í kappræðum á RÚV síðustu helgi að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, lögðu báðir mikla áherslu á klassíska markaðshyggju, lítil ríkisafskipti og lága skatta. Fólk kjósi yfirleitt það sem það vill kjósa Í könnuninni má einnig sjá að margir flokkar eru enn að berjast við það að ná inn á þing. Það eru Sósíalistaflokkurinn, Vinstri græn og Píratar. Ólafur segir hugsanlegt að kjósendur þessara flokka kjósi taktískt svo að atkvæði þeirra falli ekki í glæ. Það sé hins vegar ekkert fordæmi fyrir því að kjósendur kjósi taktískt í alþingiskosningum. „Þeir hafa yfirleitt bara kosið það sem þeir vilja.“ Það hafi sést taktísk kosning forsetakosningunum í vor og því megi alveg vera að kjósendur ákveði að gera það sama í lok nóvember. „Ef að niðurstöðurnar yrðu eins og könnunin með þessa þrjá flokka, þá myndu 15 prósent atkvæða verða dauð í kosningunum, og það yrði nýtt Íslandsmet.“ Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Píratar Framsóknarflokkurinn Sósíalistaflokkurinn Vinstri græn Alþingiskosningar 2024 Skoðanakannanir Tengdar fréttir Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Þingflokksformaður Pírata segir hreyfinguna stefna á að komast í stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins þótt á brattan hafi verið að sækja í könnunum. Í Samtalinu með Heimi Má segir hún enn nauðsynlegra en áður að taka upp viðræður um aðild að Evrópusambandinu eftir að Donald Trump var endurkjörinn forseti Bandaríkjanna. 7. nóvember 2024 19:50 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Jakob Frímann Magnússon, frambjóðandi Miðflokksins, segir að hafi eitthvað borið í milli í aðdraganda þess að hann sagði sig úr Flokki fólksins, hafi borið í milli hvað varðaði listamannalaun. Hann hafi viljað fjölga listamönnum á launum en ekki þingflokkurinn. 7. nóvember 2024 08:39 Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump Afgerandi meirihluti Íslendinga vill að Kamala Harris vinni kosningarnar vestanhafs í dag. 41 prósent þeirra sem segjast munu kjósa Miðflokkinn í komandi alþingiskosningum vilja aftur á móti sjá Trump vinna. 5. nóvember 2024 13:55 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Sjá meira
„Helsta breytingin í þessari könnun er að Viðreisn er að bæta vel við sig,“ segir Ólafur Þ. Harðarson prófessor í stjórnmálafræði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Fylgi flokkanna er á töluverðri hreyfingu nú þegar einungis rúmar þrjár vikur eru til kosninga, samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Viðreisn er á mikilli siglingu og bætir við sig þremur prósentustigum á milli kannana. Fylgið hefur ríflega tvöfaldast frá síðustu kosningum og stendur nú í 19,4 prósentum. Hann segir erfitt að vita hvað valdi. Það geti verið stefnumál eins og Evrópumál eða jafnvel framganga Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns flokksins, í kappræðum á Stöð 2 og RÚV. „Við vitum hins vegar hvaðan fylgi Viðreisnar er að koma miðað við síðustu kosningar,“ segir Ólafur. Ríflega þriðjungur sem ætli að kjósa flokkinn hafi gert það líka síðast, þriðjungur hafi kosið Sjálfstæðisflokk eða Framsóknarflokk og svo hafi þriðjungur kosið Vinstri græn, Samfylkingu eða Pírata. „Viðreisn er að fá fylgið víða að.“ Ólafur segir að í könnuninni megi einnig sjá að fylgið flakki á milli Sjálfstæðisflokks og Miðflokks. Það sé samhljómur meðal þessara flokka. Auk þess hafi það sést vel í kappræðum á RÚV síðustu helgi að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, lögðu báðir mikla áherslu á klassíska markaðshyggju, lítil ríkisafskipti og lága skatta. Fólk kjósi yfirleitt það sem það vill kjósa Í könnuninni má einnig sjá að margir flokkar eru enn að berjast við það að ná inn á þing. Það eru Sósíalistaflokkurinn, Vinstri græn og Píratar. Ólafur segir hugsanlegt að kjósendur þessara flokka kjósi taktískt svo að atkvæði þeirra falli ekki í glæ. Það sé hins vegar ekkert fordæmi fyrir því að kjósendur kjósi taktískt í alþingiskosningum. „Þeir hafa yfirleitt bara kosið það sem þeir vilja.“ Það hafi sést taktísk kosning forsetakosningunum í vor og því megi alveg vera að kjósendur ákveði að gera það sama í lok nóvember. „Ef að niðurstöðurnar yrðu eins og könnunin með þessa þrjá flokka, þá myndu 15 prósent atkvæða verða dauð í kosningunum, og það yrði nýtt Íslandsmet.“
Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Píratar Framsóknarflokkurinn Sósíalistaflokkurinn Vinstri græn Alþingiskosningar 2024 Skoðanakannanir Tengdar fréttir Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Þingflokksformaður Pírata segir hreyfinguna stefna á að komast í stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins þótt á brattan hafi verið að sækja í könnunum. Í Samtalinu með Heimi Má segir hún enn nauðsynlegra en áður að taka upp viðræður um aðild að Evrópusambandinu eftir að Donald Trump var endurkjörinn forseti Bandaríkjanna. 7. nóvember 2024 19:50 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Jakob Frímann Magnússon, frambjóðandi Miðflokksins, segir að hafi eitthvað borið í milli í aðdraganda þess að hann sagði sig úr Flokki fólksins, hafi borið í milli hvað varðaði listamannalaun. Hann hafi viljað fjölga listamönnum á launum en ekki þingflokkurinn. 7. nóvember 2024 08:39 Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump Afgerandi meirihluti Íslendinga vill að Kamala Harris vinni kosningarnar vestanhafs í dag. 41 prósent þeirra sem segjast munu kjósa Miðflokkinn í komandi alþingiskosningum vilja aftur á móti sjá Trump vinna. 5. nóvember 2024 13:55 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Sjá meira
Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Þingflokksformaður Pírata segir hreyfinguna stefna á að komast í stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins þótt á brattan hafi verið að sækja í könnunum. Í Samtalinu með Heimi Má segir hún enn nauðsynlegra en áður að taka upp viðræður um aðild að Evrópusambandinu eftir að Donald Trump var endurkjörinn forseti Bandaríkjanna. 7. nóvember 2024 19:50
„Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Jakob Frímann Magnússon, frambjóðandi Miðflokksins, segir að hafi eitthvað borið í milli í aðdraganda þess að hann sagði sig úr Flokki fólksins, hafi borið í milli hvað varðaði listamannalaun. Hann hafi viljað fjölga listamönnum á launum en ekki þingflokkurinn. 7. nóvember 2024 08:39
Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump Afgerandi meirihluti Íslendinga vill að Kamala Harris vinni kosningarnar vestanhafs í dag. 41 prósent þeirra sem segjast munu kjósa Miðflokkinn í komandi alþingiskosningum vilja aftur á móti sjá Trump vinna. 5. nóvember 2024 13:55