Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Árni Sæberg skrifar 8. nóvember 2024 06:53 Flestir segjast treysta Kristrúnu helst fyrir efnahagsstjórn. Vísir/Anton Brink Ný könnun Gallup bendir til þess að flestir landsmenn treysti helst Kristrúnu Frostadóttur, formanni Samfylkingar, af leiðtogum stjórnmálaflokkanna á Alþingi til að leiða stjórn efnahagsmála á Íslandi. Í könnuninni, sem var framkvæmd dagana 25. október til 1. nóvember fyrir Samfylkinguna, sögðust tæplega 38 prósent treysta Kristrúnu best en þar á eftir koma Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokks, með tæplega 18 prósent traust og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks, sem 17 prósent segjast treysta best til að leiða stjórn efnahagsmála. Svandís rekur lestina Þar á eftir koma Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, með 8,6 prósent traust, og þá Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, með 7,5 prósent. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar, er næstur með 6,8 prósent traust og svo Þórhildur Sunna Ævarsdóttur, formaður Pírata, sem þrjú prósent segjast treysta til þess að leiða stjórn efnahagsmála. Lestina rekur síðan Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri grænna, með traust 2,2 prósent landsmanna. Í samræmi við aðra könnun Í könnun Maskínu, sem framkvæmd var 22. til 28. október, kom fram að flestir treystu Samfylkingunni helst þegar kemur að efnahagsmálum en þó ekki jafnafgerandi og nú. Tæplega 26 prósent sögðust þá treysta Samfylkingunni. Þá var Sjálfstæðisflokkurinn sá flokkur sem næstflestir sögðust treysta, eða um tuttugu prósent svarenda. Í úrtaki könnunar Gallup voru 1731 af öllu landinu, átján ára og eldri, handahófsvaldir úr viðhorfahópi Gallup. Svarhlutfall var 48,8 prósent. Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Efnahagsmál Skoðanakannanir Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Fleiri fréttir Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Sjá meira
Í könnuninni, sem var framkvæmd dagana 25. október til 1. nóvember fyrir Samfylkinguna, sögðust tæplega 38 prósent treysta Kristrúnu best en þar á eftir koma Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokks, með tæplega 18 prósent traust og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks, sem 17 prósent segjast treysta best til að leiða stjórn efnahagsmála. Svandís rekur lestina Þar á eftir koma Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, með 8,6 prósent traust, og þá Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, með 7,5 prósent. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar, er næstur með 6,8 prósent traust og svo Þórhildur Sunna Ævarsdóttur, formaður Pírata, sem þrjú prósent segjast treysta til þess að leiða stjórn efnahagsmála. Lestina rekur síðan Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri grænna, með traust 2,2 prósent landsmanna. Í samræmi við aðra könnun Í könnun Maskínu, sem framkvæmd var 22. til 28. október, kom fram að flestir treystu Samfylkingunni helst þegar kemur að efnahagsmálum en þó ekki jafnafgerandi og nú. Tæplega 26 prósent sögðust þá treysta Samfylkingunni. Þá var Sjálfstæðisflokkurinn sá flokkur sem næstflestir sögðust treysta, eða um tuttugu prósent svarenda. Í úrtaki könnunar Gallup voru 1731 af öllu landinu, átján ára og eldri, handahófsvaldir úr viðhorfahópi Gallup. Svarhlutfall var 48,8 prósent.
Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Efnahagsmál Skoðanakannanir Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Fleiri fréttir Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Sjá meira