Gervigreindin mun gjörbylta öllum samfélögum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar 8. nóvember 2024 09:15 Á síðustu þremur árum hafa fleiri gögn verið framleidd en í allri mannkynssögunni fram að þeim tíma. Það er gott dæmi um það hversu hratt gervigreindin hefur þróast. Í gær kynnti ég fyrstu aðgerðaráætlun Íslands um gervigreind en með henni er lagður grunnur að því hvernig Ísland getur verið leiðandi í ábyrgri nýtingu gervigreindar sem mun skapa tækifæri, velmegun og framfarir fyrir alla landsmenn. Gervigreind er að umbreyta heiminum á fordæmalausum hraða. Einstök sóknarfæri felast í þessari þróun fyrir land eins og Ísland. Í greiningu á efnahagslegum tækifærum gervigreindar á Íslandi sem við unnum meðfram aðgerðaráætluninni kemur m.a. fram að um 55% starfa á Íslandi, eða um 130 þúsund manns, eru talin líkleg til að verða fyrir miklum áhrifum af gervigreind en alls verða um 75% starfa fyrir einhverjum áhrifum. Hamlandi regluflækjur Evrópusambandsins Samkeppnishæfni Íslands á alþjóðavettvangi mun að miklu leyti ráðast af því hversu vel okkur tekst að tileinka okkur og nýta gervigreind. Árangur Íslands mun ráðast af tveimur þáttum: annars vegar hversu öflug við verðum að mennta einstaklinga og auka hæfni þeirra og hins vegar hversu fljót almenn notkun hennar verður á Íslandi. Verg landsframleiðsla á Íslandi gæti aukist um 0,8 til 6% árlega fram til ársins 2029, allt eftir því hvernig Íslandi mun farnast í þessum tveimur þáttum. Samanlagt jafngildir það 174 til 1450 milljörðum króna á næstu fimm árum. Ein af aðgerðum áætlunarinnar snýr að hagsmunagæslu okkar gagnvart ESB, en á meðan Bandaríkin og Kína eru á ljóshraða við nýtingu gervigreindar silast Evrópa áfram. Gervigreindarlöggjöf sambandsins er ítarleg og óskiljanleg regluflækja sem getur auðveldlega hindrað nýsköpun í Evrópu þar sem margar lausnir verða of dýrar eða tímafrekar í þróun vegna kostnaðarsamra og flókinna krafna og eftirlits. Önnur aðgerð snýr að mikilvægi þess að Ísland byggi upp öfluga reiknigetu sem krefst aukins orkuframboðs. Við verðum að laða hingað til lands gervigreindargagnaver svo tækifærin verði að veruleika. 30% af vinnutíma opinberra starfsmanna er hægt að sjálfvirknivæða Gervigreindin mun ekki aðeins auka framleiðni og skilvirkni í atvinnulífinu heldur einnig opna á nýja möguleika í rekstri og skilvirkni hins opinbera. Alþjóðlegar greiningar sýna að opinberir starfsmenn verja að meðaltali 30% vinnutímans í verkefni sem mætti sjálfvirknivæða með aðstoð gervigreindar. Ávinningurinn af gervigreind nær langt út fyrir hefðbundna efnahagslega mælikvarða. Í opinberri þjónustu opnar hún möguleika á að efla skilvirkni stjórnsýslunnar og stuðla að betri þjónustu við hinn almenna borgara. Í heilbrigðiskerfinu getur hún orðið til þess að bæta sjúkdómsgreiningar og gera meðferðir markvissari. Í menntakerfinu opnar hún nýjar leiðir til einstaklingsmiðaðs náms og símenntunar. Þessi áhrif munu teygja sig inn í alla króka og kima samfélagsins og skapa grundvöll fyrir aukna velsæld og bætt lífsgæði allra landsmanna. Samkeppnishæfni landsins er undir Gervigreind er ekki lengur framtíðartækni - hún er veruleiki dagsins í dag og við verðum að grípa tækifærið. Við verðum að fjárfesta og forgangsraða í tækifærum gervigreindar. Þannig munum við byggja upp samfélag sem er betur í stakk búið til að takast á við áskoranir framtíðarinnar og skapa betri lífsskilyrði fyrir komandi kynslóðir og einfaldað líf fólks. Þetta er okkar tækifæri og okkar ábyrgð. Tíminn til að hefja þessa vegferð er núna. Kynnið ykkur skýrslu um efnahagsleg tækifæri Íslands og aðgerðaráætlun um gervigreind á hvin.is eða í samráðsgátt stjórnvalda. Höfundur er háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Gervigreind Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir Skoðun Það sem Njáll sagði ykkur ekki Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Á síðustu þremur árum hafa fleiri gögn verið framleidd en í allri mannkynssögunni fram að þeim tíma. Það er gott dæmi um það hversu hratt gervigreindin hefur þróast. Í gær kynnti ég fyrstu aðgerðaráætlun Íslands um gervigreind en með henni er lagður grunnur að því hvernig Ísland getur verið leiðandi í ábyrgri nýtingu gervigreindar sem mun skapa tækifæri, velmegun og framfarir fyrir alla landsmenn. Gervigreind er að umbreyta heiminum á fordæmalausum hraða. Einstök sóknarfæri felast í þessari þróun fyrir land eins og Ísland. Í greiningu á efnahagslegum tækifærum gervigreindar á Íslandi sem við unnum meðfram aðgerðaráætluninni kemur m.a. fram að um 55% starfa á Íslandi, eða um 130 þúsund manns, eru talin líkleg til að verða fyrir miklum áhrifum af gervigreind en alls verða um 75% starfa fyrir einhverjum áhrifum. Hamlandi regluflækjur Evrópusambandsins Samkeppnishæfni Íslands á alþjóðavettvangi mun að miklu leyti ráðast af því hversu vel okkur tekst að tileinka okkur og nýta gervigreind. Árangur Íslands mun ráðast af tveimur þáttum: annars vegar hversu öflug við verðum að mennta einstaklinga og auka hæfni þeirra og hins vegar hversu fljót almenn notkun hennar verður á Íslandi. Verg landsframleiðsla á Íslandi gæti aukist um 0,8 til 6% árlega fram til ársins 2029, allt eftir því hvernig Íslandi mun farnast í þessum tveimur þáttum. Samanlagt jafngildir það 174 til 1450 milljörðum króna á næstu fimm árum. Ein af aðgerðum áætlunarinnar snýr að hagsmunagæslu okkar gagnvart ESB, en á meðan Bandaríkin og Kína eru á ljóshraða við nýtingu gervigreindar silast Evrópa áfram. Gervigreindarlöggjöf sambandsins er ítarleg og óskiljanleg regluflækja sem getur auðveldlega hindrað nýsköpun í Evrópu þar sem margar lausnir verða of dýrar eða tímafrekar í þróun vegna kostnaðarsamra og flókinna krafna og eftirlits. Önnur aðgerð snýr að mikilvægi þess að Ísland byggi upp öfluga reiknigetu sem krefst aukins orkuframboðs. Við verðum að laða hingað til lands gervigreindargagnaver svo tækifærin verði að veruleika. 30% af vinnutíma opinberra starfsmanna er hægt að sjálfvirknivæða Gervigreindin mun ekki aðeins auka framleiðni og skilvirkni í atvinnulífinu heldur einnig opna á nýja möguleika í rekstri og skilvirkni hins opinbera. Alþjóðlegar greiningar sýna að opinberir starfsmenn verja að meðaltali 30% vinnutímans í verkefni sem mætti sjálfvirknivæða með aðstoð gervigreindar. Ávinningurinn af gervigreind nær langt út fyrir hefðbundna efnahagslega mælikvarða. Í opinberri þjónustu opnar hún möguleika á að efla skilvirkni stjórnsýslunnar og stuðla að betri þjónustu við hinn almenna borgara. Í heilbrigðiskerfinu getur hún orðið til þess að bæta sjúkdómsgreiningar og gera meðferðir markvissari. Í menntakerfinu opnar hún nýjar leiðir til einstaklingsmiðaðs náms og símenntunar. Þessi áhrif munu teygja sig inn í alla króka og kima samfélagsins og skapa grundvöll fyrir aukna velsæld og bætt lífsgæði allra landsmanna. Samkeppnishæfni landsins er undir Gervigreind er ekki lengur framtíðartækni - hún er veruleiki dagsins í dag og við verðum að grípa tækifærið. Við verðum að fjárfesta og forgangsraða í tækifærum gervigreindar. Þannig munum við byggja upp samfélag sem er betur í stakk búið til að takast á við áskoranir framtíðarinnar og skapa betri lífsskilyrði fyrir komandi kynslóðir og einfaldað líf fólks. Þetta er okkar tækifæri og okkar ábyrgð. Tíminn til að hefja þessa vegferð er núna. Kynnið ykkur skýrslu um efnahagsleg tækifæri Íslands og aðgerðaráætlun um gervigreind á hvin.is eða í samráðsgátt stjórnvalda. Höfundur er háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun