Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar 8. nóvember 2024 13:31 Samfylkingin gerir kröfu um árangur í atvinnu- og samgöngumálum. Fólk í landinu vill öryggi í samgöngum og öflugt atvinnulíf um land allt. Öruggar samgöngur eru lífæð samfélagsins. Fólk sækir vinnu og þjónustu á milli byggðarlaga og gerir þá sjálfsögðu kröfu að komast öruggt á milli staða. Það er á ábyrgð stjórnmálafólks að þessir innviðir séu í lagi. Grundvallarkrafa Samfylkingarinnar um framfarir í samgöngumálum felst í því að fjárfestingar fari upp í meðaltal OECD ríkja fyrir árið 2030. Frá aldamótum hafa fjárfestingar í samgöngum á Íslandi dregist aftur úr öðrum Norðurlöndum og meðaltali OECD-ríkja. Fjárfestingar í samgöngum á Íslandi eru aðeins 0,5% af vergri landsframleiðslu en í öðrum ríkjum OECD er meðaltalið um 1%. Þessi staða birtist meðal annars í viðhaldsskuld í vegakerfi landsins og algjöru framkvæmdastoppi við gerð jarðganga. Með því að hækka viðmiðið í 1% af vegri landsframleiðslu fást 20 milljarðar til viðbótar við núverandi framlög. Þá vantar mikið upp á vetrarþjónustu sem tekur tillit til breytts ferðamynsturs þar sem fólk sækir atvinnu- og þjónustu í auknum mæli á milli byggðarlaga. Fjölmörg brýn innviðaverkefni bíða þess að komast til framkvæmda og listinn langur. Þegar staðan er þessi er mikilvægt að gera plan sem er framfylgt. Sitjandi ríkisstjórn tókst ekki að koma samgönguáætlun í gegnum þingið í vor og ljóst er að samgönguáætlun verður ekki lögð fram á yfirstandandi þingi. Það eru komnir 14 mánuðir síðan Vegargerðin bauð síðast út stórt verkefni. Ástæðan er sú að fé í samgönguáætlun er uppurið þar sem brú yfir Hornafjarðarfljót, sem átti að vera einkaframkvæmd, sogaði til sín svo mikið fjármagn að fresta þurfti öðrum nauðsynlegum framkvæmum. Í því sambandi má nefna breikkun Kjalarnesvegar, brúarsmíði í Gufudalsveit og þriðja áfanga Dynjandisheiðar. Það var grátlegt að horfa á eftir vinnuvélunum af Dynjandisheiðinni þegar ekki voru eftir nema um 7 km. Svona frestanir kosta peninga og eru dýrar þegar upp er staðið. Hvað er svo að frétta af Skógarstrandavegi, Vatnsnesvegi og Veiðileysuhálsi? Það er eðlileg krafa íbúa landsins að stjórnvöld setji fram raunhæfa samgönguáætlun sem farið er eftir. Raunhæf áætlun með fyrirsjáanleika sem íbúar og atvinnulíf getur treyst er alltaf betri en ófjármagnaður óskalisti samgönguráðherra hverju sinni. Nú eru uppi framsækin hugmynd um samgöngusáttmála fyrir Vestfirði sem nefnist Vestfjarðarlínan. Sáttmálinn gengur út á að lyfta samgöngum á samkeppnishæfan stall á næstu 10 árum. Í sáttmálanum er gert ráð fyrir jarðgangnagerð og vegabótum sem til þarf til að stytta ferðatíma, auka umferðaröryggi og draga úr viðhaldsþörf. Með sáttmálanum væri unnið út frá því að flýta framkvæmdum, finna nýjar leiðir til fjármögnunar og forgangsraða með sanngjörnum hætti. Þannig næðust markmið um öruggar heilsárstengingar innan og á milli atvinnusvæða á Vestfjörðum. Auk þess yrðu tryggðar öruggari samgöngur frá öllum þéttbýlissvæðum og að stofnvegir frá höfuðborgarsvæðinu til Vestfjarða yrði að mestu láglendisvegir. Innviðafélag Vestfjarða hefur verið í fararbroddi að kynna þennan kost í samstarfi við sveitarfélög á Vestfjörðum sem hafa í áratugi kallað eftir bættum samgöngum. Þegar atvinnulífið tekur forystu á þennan hátt er mikilvægt að stjórnvöld leggi við hlustir, því afar brýnt er að komast út úr því framkvæmdastoppi sem við búum nú við. Vestfjarðaleiðin er gott dæmi um framsýna hugmynd um lausn á innviðaskuldinni. Samfylkingin tekur slíku frumkvæði fagnandi enda er það í takti við þann kraft og þá bjartsýni sem nú ríkir á Vestfjörðum. Það er nauðsynlegt og skynsamlegt að fjárfesta í samgöngum því þá fjárfestingu fáum við margfalt til baka. Eðlilegt er að spurt sé hvernig á að fara að þessu. Fjármögnun lykilatriði og þótt stærstur hluti fjármagns muni áfram renna um ríkissjóð þá getur sértæk gjaldtaka gagnast að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Fólkið í landinu gerir kröfu um árangur í samgöngumálum. Byrjum aftur að bora og tryggjum að alltaf séu framkvæmdir við 1-2 jarðgöng í gangi á hverjum tíma. Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Samgöngur Vegagerð Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir Mest lesið Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Samfylkingin gerir kröfu um árangur í atvinnu- og samgöngumálum. Fólk í landinu vill öryggi í samgöngum og öflugt atvinnulíf um land allt. Öruggar samgöngur eru lífæð samfélagsins. Fólk sækir vinnu og þjónustu á milli byggðarlaga og gerir þá sjálfsögðu kröfu að komast öruggt á milli staða. Það er á ábyrgð stjórnmálafólks að þessir innviðir séu í lagi. Grundvallarkrafa Samfylkingarinnar um framfarir í samgöngumálum felst í því að fjárfestingar fari upp í meðaltal OECD ríkja fyrir árið 2030. Frá aldamótum hafa fjárfestingar í samgöngum á Íslandi dregist aftur úr öðrum Norðurlöndum og meðaltali OECD-ríkja. Fjárfestingar í samgöngum á Íslandi eru aðeins 0,5% af vergri landsframleiðslu en í öðrum ríkjum OECD er meðaltalið um 1%. Þessi staða birtist meðal annars í viðhaldsskuld í vegakerfi landsins og algjöru framkvæmdastoppi við gerð jarðganga. Með því að hækka viðmiðið í 1% af vegri landsframleiðslu fást 20 milljarðar til viðbótar við núverandi framlög. Þá vantar mikið upp á vetrarþjónustu sem tekur tillit til breytts ferðamynsturs þar sem fólk sækir atvinnu- og þjónustu í auknum mæli á milli byggðarlaga. Fjölmörg brýn innviðaverkefni bíða þess að komast til framkvæmda og listinn langur. Þegar staðan er þessi er mikilvægt að gera plan sem er framfylgt. Sitjandi ríkisstjórn tókst ekki að koma samgönguáætlun í gegnum þingið í vor og ljóst er að samgönguáætlun verður ekki lögð fram á yfirstandandi þingi. Það eru komnir 14 mánuðir síðan Vegargerðin bauð síðast út stórt verkefni. Ástæðan er sú að fé í samgönguáætlun er uppurið þar sem brú yfir Hornafjarðarfljót, sem átti að vera einkaframkvæmd, sogaði til sín svo mikið fjármagn að fresta þurfti öðrum nauðsynlegum framkvæmum. Í því sambandi má nefna breikkun Kjalarnesvegar, brúarsmíði í Gufudalsveit og þriðja áfanga Dynjandisheiðar. Það var grátlegt að horfa á eftir vinnuvélunum af Dynjandisheiðinni þegar ekki voru eftir nema um 7 km. Svona frestanir kosta peninga og eru dýrar þegar upp er staðið. Hvað er svo að frétta af Skógarstrandavegi, Vatnsnesvegi og Veiðileysuhálsi? Það er eðlileg krafa íbúa landsins að stjórnvöld setji fram raunhæfa samgönguáætlun sem farið er eftir. Raunhæf áætlun með fyrirsjáanleika sem íbúar og atvinnulíf getur treyst er alltaf betri en ófjármagnaður óskalisti samgönguráðherra hverju sinni. Nú eru uppi framsækin hugmynd um samgöngusáttmála fyrir Vestfirði sem nefnist Vestfjarðarlínan. Sáttmálinn gengur út á að lyfta samgöngum á samkeppnishæfan stall á næstu 10 árum. Í sáttmálanum er gert ráð fyrir jarðgangnagerð og vegabótum sem til þarf til að stytta ferðatíma, auka umferðaröryggi og draga úr viðhaldsþörf. Með sáttmálanum væri unnið út frá því að flýta framkvæmdum, finna nýjar leiðir til fjármögnunar og forgangsraða með sanngjörnum hætti. Þannig næðust markmið um öruggar heilsárstengingar innan og á milli atvinnusvæða á Vestfjörðum. Auk þess yrðu tryggðar öruggari samgöngur frá öllum þéttbýlissvæðum og að stofnvegir frá höfuðborgarsvæðinu til Vestfjarða yrði að mestu láglendisvegir. Innviðafélag Vestfjarða hefur verið í fararbroddi að kynna þennan kost í samstarfi við sveitarfélög á Vestfjörðum sem hafa í áratugi kallað eftir bættum samgöngum. Þegar atvinnulífið tekur forystu á þennan hátt er mikilvægt að stjórnvöld leggi við hlustir, því afar brýnt er að komast út úr því framkvæmdastoppi sem við búum nú við. Vestfjarðaleiðin er gott dæmi um framsýna hugmynd um lausn á innviðaskuldinni. Samfylkingin tekur slíku frumkvæði fagnandi enda er það í takti við þann kraft og þá bjartsýni sem nú ríkir á Vestfjörðum. Það er nauðsynlegt og skynsamlegt að fjárfesta í samgöngum því þá fjárfestingu fáum við margfalt til baka. Eðlilegt er að spurt sé hvernig á að fara að þessu. Fjármögnun lykilatriði og þótt stærstur hluti fjármagns muni áfram renna um ríkissjóð þá getur sértæk gjaldtaka gagnast að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Fólkið í landinu gerir kröfu um árangur í samgöngumálum. Byrjum aftur að bora og tryggjum að alltaf séu framkvæmdir við 1-2 jarðgöng í gangi á hverjum tíma. Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi.
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun