Lífið

„Sig­mundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var for­sætis­ráð­herra“

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Sigmundur Davíð Gunnarlaugsson, formaður Miðflokksins, var gestur í Brenslunni í morgun.
Sigmundur Davíð Gunnarlaugsson, formaður Miðflokksins, var gestur í Brenslunni í morgun. Skjáskot/FM957

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, var gestur Brennslunnar í morgun. Í þættinum var hann látinn lesa upp neikvæð ummæli um sjálfan sig og var hann meðal annars kallaður „dumb ass röflari.“

Allir formenn stjórnmálaflokkanna sem bjóða fram í komandi alþingiskosningum munu mæta í þáttinn á næstu dögum og lesa upp sambærileg ummæli.


Fyrirmyndin er liðurinn Mean Tweets hjá Jimmy Kimmel en hér fyrir neðan má lesa þær athugasemdir sem urðu fyrir valinu.

„Sigmundur Davíð segir: Pólítík er orðið bara innihaldslausir frasar og orð. Líka Sigmundur Davíð: Við þurfum að innleiða skynsemishyggjur.“

„Sigmundur Davíð segir að hann hefði getað tryggt Framsókn 19 prósent fylgi. Það er ekkert. Einar frændi minn hefði getað tryggt flokknum 30 prósent.“

„Fyndið. Sigmundur Dvíð er með undir 40 prósent mætingu á síðasta kjörtímabili. Nemandi með sömu mætingareinkunn í skóla væri fallinn á mætingu.“

„Sigmundur Davíð, Dóri DNA og Peter K eiga það allir sameiginlegt að vera eins og leiðinlegi feiti frændinn í fjölskylduboðinu sem fólki finnst og vandræðalegt að hlægja ekki að undir því falsi að þeir séu að hlægja með þeim.“

„Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra síðast nema að vera dumd ass röflari.“

Hægt er að horfa á innslagið frá Brennslunni í spilaranum hér fyrir neðan.

Klippa: Sigmundur Davíð les upp andstyggileg ummæli um sjálfan sig í Brennslunni





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.