Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar 9. nóvember 2024 08:02 Heilbrigðisþjónusta í heimabyggð Grundvallar þörf hverrar fjölskyldu frá vöggu til grafar er traust aðgengi að heilbrigðisþjónustu í heimabyggð. Það vill Flokkur fólksins tryggja. Þarfir okkar sem einstaklinga og fjölskyldna eru ekki alltaf fyrirsjáanlegar og þegar veikindi verða, hvort sem um er að ræða varanleg veikindi, slys, fötlun, andleg sem líkamleg eða umönnun aldraðra og öryrkja þá viljum við að þeim þörfum sé mætt sem best í heimabyggð. Fjölþætt heilbrigðisþjónusta í nærumhverfinu skiptir þar öllu máli. Fólk á ekki að þurfa að hrekjast frá sinni heimabyggð sökum veikinda eða aldurs. Ungt fólk þarf geðheilbrigðisþjónustu og meðferðarúrræði. Ungu fólki í dag mæta fjölmargar áskoranir sem auka álag á andlega líðan þeirra og geta leitt til varanlegs skaða. Kvíði, þunglyndi, fíkniefnaneysla eða bara að hafa lent á erfiðum stað í lífinu. Ungdómsárin ættu að vera sá tími ævinnar sem er skemmtilegur, þroskandi og uppbyggilegur undanfari fullorðinsáranna. Við verðum að tryggja unga fólkinu og öllum sem á þurfa að halda meðferðarúrræði við hæfi í heimabyggð og efla forvarnarstarf gegn ávana- og fíkniefnum. Sálfræðiþjónusta á að vera gjaldfrjáls og aðgengileg þeim sem á þurfa að halda í skólum og á heilbrigðisstofnunum með öflugri geðteymisþjónustu. Eflum opinbera heilbrigðiskerfið Nú stendur yfir kjarabarátta lækna og kjör þeirra þurfa að endurspegla mikið álag og oft á tíðum krefjandi vaktakerfi og fjölþætt verkefni sem mæta læknum á landsbyggðinni. Heilbrigðisstofnanir hafa mætt læknaskorti með því að ráða til landsins erlenda lækna vegna skorts, sérstaklega á heimilislæknum. Það hefur bætt ástandið víða en þá þarf að tryggja túlkaþjónustu fyrir sjúklinga. Gera þarf nám heimilislæknaeftirsóknarvert og auka hvata til að sinna störfum á landsbyggðunum með samkeppnishæfum vinnuskilyrðum svo fleiri læknar vilji ráða sig í fast starf á heilbrigðisstofnunum á landsbyggðinni. Stórefla þarf komur sérfræðilækna á heilbrigðisstofnanir út um land allt og draga þar með úr útgjöldum fólks sem fylgja ferðalögum og í vinnutapi. Fjármögnum opinbera heilbrigðiskerfið nægjanlega svo það geti mætt þörfum landsmanna. Lausnin er ekki að tvöfalda kerfið með auknum einkarekstri. Álagið á Landspítalanum. Það hefur verið ljóst lengi að þörf er fyrir fleiri hjúkrunarrými um land allt. Það er ekki eðlilegt að aldraðir sem ættu að dvelja á hjúkrunarheimilum þurfi að eyða lokatímabili lífs síns á sjúkrahúsi ef ekki er þörf á slíkri þjónustu. Mikilvægt er að styðja sem best við öfluga samþættingu heilbrigðis- og félagsþjónustu í heimabyggð svo aldraðir sem vilja geti búið sem lengst á sínum heimilum. Í áætlunum um byggingu nýs Landspítala er ekki gert ráð fyrir fjölgun rýma á geðdeild og úr því þarf að bæta strax. Það hefur sýnt sig undanfarið hve gífurleg þörf er fyrir aukið aðgengi fólks á öllum aldri að geðheilbrigðisþjónustu. Það er óásættanlegt í okkar ríka þjóðfélagi að ekki sé mætt fólki sem glímir við alvarleg veikindi og er jafnvel hættulegt sjálfum sér og öðrum með viðeigandi geðheilbrigðisúrræðum eins og dæmin hafa sýnt. Úrræði eftir meðferð verða líka að vera til staðar eins og húsnæði og félagslegur stuðningur. Gerum allt sem í mannlegu valdi stendur til að koma í veg fyrir ótímabæran dauða fólks sem bíður eftir hjálp. Heilbrigðiskerfið okkar á undir högg að sækja. Við í Flokki fólksins viljum grípa til aðgerða strax. Höfundur skipar 2. sæti Flokks fólksins í NV kjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lilja Rafney Magnúsdóttir Heilbrigðismál Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Flokkur fólksins Mest lesið „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Halldór 24.05.2025 Halldór Skoðun Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Heilbrigðisþjónusta í heimabyggð Grundvallar þörf hverrar fjölskyldu frá vöggu til grafar er traust aðgengi að heilbrigðisþjónustu í heimabyggð. Það vill Flokkur fólksins tryggja. Þarfir okkar sem einstaklinga og fjölskyldna eru ekki alltaf fyrirsjáanlegar og þegar veikindi verða, hvort sem um er að ræða varanleg veikindi, slys, fötlun, andleg sem líkamleg eða umönnun aldraðra og öryrkja þá viljum við að þeim þörfum sé mætt sem best í heimabyggð. Fjölþætt heilbrigðisþjónusta í nærumhverfinu skiptir þar öllu máli. Fólk á ekki að þurfa að hrekjast frá sinni heimabyggð sökum veikinda eða aldurs. Ungt fólk þarf geðheilbrigðisþjónustu og meðferðarúrræði. Ungu fólki í dag mæta fjölmargar áskoranir sem auka álag á andlega líðan þeirra og geta leitt til varanlegs skaða. Kvíði, þunglyndi, fíkniefnaneysla eða bara að hafa lent á erfiðum stað í lífinu. Ungdómsárin ættu að vera sá tími ævinnar sem er skemmtilegur, þroskandi og uppbyggilegur undanfari fullorðinsáranna. Við verðum að tryggja unga fólkinu og öllum sem á þurfa að halda meðferðarúrræði við hæfi í heimabyggð og efla forvarnarstarf gegn ávana- og fíkniefnum. Sálfræðiþjónusta á að vera gjaldfrjáls og aðgengileg þeim sem á þurfa að halda í skólum og á heilbrigðisstofnunum með öflugri geðteymisþjónustu. Eflum opinbera heilbrigðiskerfið Nú stendur yfir kjarabarátta lækna og kjör þeirra þurfa að endurspegla mikið álag og oft á tíðum krefjandi vaktakerfi og fjölþætt verkefni sem mæta læknum á landsbyggðinni. Heilbrigðisstofnanir hafa mætt læknaskorti með því að ráða til landsins erlenda lækna vegna skorts, sérstaklega á heimilislæknum. Það hefur bætt ástandið víða en þá þarf að tryggja túlkaþjónustu fyrir sjúklinga. Gera þarf nám heimilislæknaeftirsóknarvert og auka hvata til að sinna störfum á landsbyggðunum með samkeppnishæfum vinnuskilyrðum svo fleiri læknar vilji ráða sig í fast starf á heilbrigðisstofnunum á landsbyggðinni. Stórefla þarf komur sérfræðilækna á heilbrigðisstofnanir út um land allt og draga þar með úr útgjöldum fólks sem fylgja ferðalögum og í vinnutapi. Fjármögnum opinbera heilbrigðiskerfið nægjanlega svo það geti mætt þörfum landsmanna. Lausnin er ekki að tvöfalda kerfið með auknum einkarekstri. Álagið á Landspítalanum. Það hefur verið ljóst lengi að þörf er fyrir fleiri hjúkrunarrými um land allt. Það er ekki eðlilegt að aldraðir sem ættu að dvelja á hjúkrunarheimilum þurfi að eyða lokatímabili lífs síns á sjúkrahúsi ef ekki er þörf á slíkri þjónustu. Mikilvægt er að styðja sem best við öfluga samþættingu heilbrigðis- og félagsþjónustu í heimabyggð svo aldraðir sem vilja geti búið sem lengst á sínum heimilum. Í áætlunum um byggingu nýs Landspítala er ekki gert ráð fyrir fjölgun rýma á geðdeild og úr því þarf að bæta strax. Það hefur sýnt sig undanfarið hve gífurleg þörf er fyrir aukið aðgengi fólks á öllum aldri að geðheilbrigðisþjónustu. Það er óásættanlegt í okkar ríka þjóðfélagi að ekki sé mætt fólki sem glímir við alvarleg veikindi og er jafnvel hættulegt sjálfum sér og öðrum með viðeigandi geðheilbrigðisúrræðum eins og dæmin hafa sýnt. Úrræði eftir meðferð verða líka að vera til staðar eins og húsnæði og félagslegur stuðningur. Gerum allt sem í mannlegu valdi stendur til að koma í veg fyrir ótímabæran dauða fólks sem bíður eftir hjálp. Heilbrigðiskerfið okkar á undir högg að sækja. Við í Flokki fólksins viljum grípa til aðgerða strax. Höfundur skipar 2. sæti Flokks fólksins í NV kjördæmi.
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar
Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun