Lífið

Þrjár ís­lenskar kvik­myndir hlutu verð­laun í Þýska­landi

Eiður Þór Árnason skrifar
Katla Njálsdóttir, Mirja Turestedt, Caroline Ingvarsson, Reik Möller, Sylvia Le Fanu, Hrafnhildur Gunnarsdóttir, Eirik Sæter Stordahl og Susanne Kasimir.
Katla Njálsdóttir, Mirja Turestedt, Caroline Ingvarsson, Reik Möller, Sylvia Le Fanu, Hrafnhildur Gunnarsdóttir, Eirik Sæter Stordahl og Susanne Kasimir. Nordic Film Days Lübeck/Olaf Malzahn

Leikstjórinn Rúnar Rúnarsson og kvikmyndaframleiðandinn Heather Millard voru verðlaunuð á Norrænum kvikmyndadögum í þýsku borginni Lübeck fyrir kvikmyndina Ljósbrot og stuttmyndina O (Hringur).

Heimildamynd Pamelu Hogan, Dagurinn sem Ísland stöðvaðist, hlaut einnig verðlaun sem besta heimildarmyndin.

Ljósbrot hefur hlotið fjölda verðlauna víða um heim og bætast Interfilm Kirkjuverðlaunin nú við í safnið sem veitt voru á hátíðinni Lübeck. Þá var O (Hringur) valin besta stuttmyndin en kvikmyndahátíðin er helguð norrænni kvikmyndagerð. Lokaathöfn hennar fór fram á föstudagskvöld og tók Katla Njálsdóttir leikkona sem fer með eitt aðalhlutverka í Ljósbroti á móti báðum verðlaununum.

Sýni hugrakka baráttu íslenskra kvenna

Dagurinn sem Ísland stöðvaðist gerði kvikmyndagerðarkonan Pamela Hogan í samstarfi við leikstjórann Hrafnhildi Gunnarsdóttur og veitti sú síðarnefnda verðlaunum þeirra viðtöku.

Hrafnhildur Gunnarsdóttir á kvikmyndahátíðinni í Lübeck.Facebook/Hrafnhildur

Dómnefnd segir Ljósbrot sýna „kraft samfélagsins, hversu nauðsynlegt það er að gefa sjálfum sér pláss, sjá um hvort annað og hvernig ástin gerir þér kleift að yfirstíga þín eigin mörk.“ Kvikmyndin segi söguna á sjónrænan og áhrifamikinn hátt.

Dagurinn sem Ísland stöðvaðist er sögð takast að „sýna hugrakka baráttu íslenskra kvenna fyrir jafnrétti á spennandi og listrænan hátt,“ að mati dómnefndar. Í dag sé Ísland fyrirmynd fyrir allan heiminn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.