Gerði nýjan NFL samning og fær frían bjór ævilangt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. nóvember 2024 14:01 Alvin Kamara getur brosað yfir nýjum samningi sínum við New Orleans Saints og jafnframt óvæntum fríðindum sem honum fylgdu. Getty/Kevin C. Cox Hlauparinn Alvin Kamara framlengdi nýverið samning sinn við NFL félagið New Orleans Saints en kappinn hefur verið að spila vel með liðinu í vetur. Nýi samningurinn er til tveggja ára og skilar honum 24 milljónum dollara eða rúmum 3,3 milljörðum króna. Kamara er orðinn 29 ára gamall og hefur spilað með Saints frá árinu 2017. Hann hefur þegar unnið sér inn 54 milljónir á þessum tíma. Það vakti athygli að með nýja samningnum fylgdu sérstök fríðindi. Bjórverksmiðja í Louisiana fylki, þaðan sem New Orleans Saints félagið er, bauð honum nefnilega frían bjór út lífið. Ölgerðin heitir Abita Brewing og kemur frá Covington. Eigendurnir voru svo ánægðir með að Kamara hafi haldið tryggð sína við Saints að hann fékk þennan eilífðarsamning frá fyrirtækinu. Meðalmaður í Bandaríkjunum drekkur hundrað lítra af bjór á ári eða kringum 212 glös. Hvert glas kostar í kringum fimm dollara þannig að samkvæmt þessu er kappinn að fá yfir þúsund dollara bónus á hverju ári í formi bjórs. Kamara drekkur þó væntanlega ekki mikið á meðan ferlinum stendur en hann bætir örugglega úr því þegar skórnir eru komnir upp á hillu. Kamara hefur skorað 77 snertimörk á ferlinum þar af komu sex þeirra í þrettán leikjum á þessu tímabili. View this post on Instagram A post shared by SportsCenter (@sportscenter) NFL Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Hatar hvítu stuttbuxurnar Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Dagskráin: Big Ben og Skiptiborðið en líka Hákon, Albert og Blikar í Evrópu Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Mun líklegast aldrei komast yfir þetta „Ég ætla kenna þreytu um“ Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Norsku meistarnir í gini Galatasaray ljónsins Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Sýn Sport með þrettán tilnefningar Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Sjá meira
Nýi samningurinn er til tveggja ára og skilar honum 24 milljónum dollara eða rúmum 3,3 milljörðum króna. Kamara er orðinn 29 ára gamall og hefur spilað með Saints frá árinu 2017. Hann hefur þegar unnið sér inn 54 milljónir á þessum tíma. Það vakti athygli að með nýja samningnum fylgdu sérstök fríðindi. Bjórverksmiðja í Louisiana fylki, þaðan sem New Orleans Saints félagið er, bauð honum nefnilega frían bjór út lífið. Ölgerðin heitir Abita Brewing og kemur frá Covington. Eigendurnir voru svo ánægðir með að Kamara hafi haldið tryggð sína við Saints að hann fékk þennan eilífðarsamning frá fyrirtækinu. Meðalmaður í Bandaríkjunum drekkur hundrað lítra af bjór á ári eða kringum 212 glös. Hvert glas kostar í kringum fimm dollara þannig að samkvæmt þessu er kappinn að fá yfir þúsund dollara bónus á hverju ári í formi bjórs. Kamara drekkur þó væntanlega ekki mikið á meðan ferlinum stendur en hann bætir örugglega úr því þegar skórnir eru komnir upp á hillu. Kamara hefur skorað 77 snertimörk á ferlinum þar af komu sex þeirra í þrettán leikjum á þessu tímabili. View this post on Instagram A post shared by SportsCenter (@sportscenter)
NFL Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Hatar hvítu stuttbuxurnar Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Dagskráin: Big Ben og Skiptiborðið en líka Hákon, Albert og Blikar í Evrópu Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Mun líklegast aldrei komast yfir þetta „Ég ætla kenna þreytu um“ Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Norsku meistarnir í gini Galatasaray ljónsins Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Sýn Sport með þrettán tilnefningar Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Sjá meira