Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. nóvember 2024 11:42 DeAndre Kane fékk slæmt höfuðhögg og spilaði ekkert í seinni hálfleiknum. S2 Sport DeAndre Kane skoraði átján stig á aðeins fimmtán mínútum í sigri Grindavíkur á Þór í lokaleik sjöttu umferðar Bónus deildar karla en kvöldið hans endaði mjög snögglega í fyrri hálfleiknum. Bónus körfuboltakvöld hrósaði kappanum mikið og fór líka yfir höfuðmeiðsli hans í leiknum. „Maður talar oft um Kane í kringum einhver leiðinleg mál en Sævar á endanum er þetta einn besti leikmaðurinn í deildinni,“ sagði Stefán Árni Pálsson. „Hann er stórkostlegur leikmaður. Körfuboltalega séð þá finnur þú engan galla í hans leik. Hann er stórkostlegur varnarmaður og hann skilur leikinn vel. Hann fer á körfuna og er mjög góður að klára upp við körfuna. Hann er með gott skot,“ sagði Sævar Sævarsson, sérfræðingur í Körfuboltakvöldi. Þeir eru það sem ættu að skína mest „Þetta er bara karakter og auðvitað eru það þessir aukaþættir sem gerir það að verkum að það er talað meira um þá heldur en hæfileika hans á körfuboltavellinum. Þeir eru það sem ættu að skína mest,“ sagði Sævar. Stefán Árni vildi fá að vita meira um Kane sem varnarmann og af hverju leikmenn eiga erfitt með að festa svefn kvöldið fyrir leik á móti Kane. Sjáum þessa sprengju í honum ennþá „Þessi maður er búinn að spila á hæsta kaliberi. Við sjáum það alveg í hans leik þótt að það sé farið að liða á seinni part ferilsins hjá honum. Við sjáum þessa sprengju í honum ennþá. Þegar hann notar þetta vel, þegar mikið er undir, þá getur hann lokað á allt saman varnarlega. Hann er líka frábær í hjálparvörn,“ sagði Teitur Örlygsson, sérfræðingur í Körfuboltakvöldi. „Hann gerir kröfur til allra í kringum sig og skiljanlega. Hann er frábær á póstinum [með bakið í körfuna að bjóða sig inn í teig] og eins og Sævar þá getur hann eiginlega allt. Hann er þannig lagað góður í öllu,“ sagði Teitur. „Hann er ekki að ana því fram. Það er voðalega auðvelt fyrir hann að láta Devon Tomas njóta sín,“ sagði Teitur sem sér mikinn þroska í leik Kane. Ræddu höfuðhöggið Körfuboltakvöld sýndi líka meiðslin sem urðu til þess að Kane spilaði ekkert í seinni hálfleiknum. Þar fékk sjúkraþjálfarinn hrós fyrir að taka Kane út úr leiknum. Þegar Kane fór að riða í höndum sjúkraþjálfarans og Ólafs Ólafssonar þá varð öllum ljóst að það var enginn leikþáttur í gangi því höggið virkaði ekki mikið á myndum af atvikinu. Það má sjá umfjöllunina um Kane hér fyrir neðan. Klippa: Körfuboltakvöld ræddi frábæra frammistöðu Kane og höfuðhöggið hans Bónus-deild karla Grindavík Körfuboltakvöld Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Dagskráin: Úrslitastund hjá Orra á Old Trafford og spennan magnast í Bónus Sport Fleiri fréttir Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Sjá meira
„Maður talar oft um Kane í kringum einhver leiðinleg mál en Sævar á endanum er þetta einn besti leikmaðurinn í deildinni,“ sagði Stefán Árni Pálsson. „Hann er stórkostlegur leikmaður. Körfuboltalega séð þá finnur þú engan galla í hans leik. Hann er stórkostlegur varnarmaður og hann skilur leikinn vel. Hann fer á körfuna og er mjög góður að klára upp við körfuna. Hann er með gott skot,“ sagði Sævar Sævarsson, sérfræðingur í Körfuboltakvöldi. Þeir eru það sem ættu að skína mest „Þetta er bara karakter og auðvitað eru það þessir aukaþættir sem gerir það að verkum að það er talað meira um þá heldur en hæfileika hans á körfuboltavellinum. Þeir eru það sem ættu að skína mest,“ sagði Sævar. Stefán Árni vildi fá að vita meira um Kane sem varnarmann og af hverju leikmenn eiga erfitt með að festa svefn kvöldið fyrir leik á móti Kane. Sjáum þessa sprengju í honum ennþá „Þessi maður er búinn að spila á hæsta kaliberi. Við sjáum það alveg í hans leik þótt að það sé farið að liða á seinni part ferilsins hjá honum. Við sjáum þessa sprengju í honum ennþá. Þegar hann notar þetta vel, þegar mikið er undir, þá getur hann lokað á allt saman varnarlega. Hann er líka frábær í hjálparvörn,“ sagði Teitur Örlygsson, sérfræðingur í Körfuboltakvöldi. „Hann gerir kröfur til allra í kringum sig og skiljanlega. Hann er frábær á póstinum [með bakið í körfuna að bjóða sig inn í teig] og eins og Sævar þá getur hann eiginlega allt. Hann er þannig lagað góður í öllu,“ sagði Teitur. „Hann er ekki að ana því fram. Það er voðalega auðvelt fyrir hann að láta Devon Tomas njóta sín,“ sagði Teitur sem sér mikinn þroska í leik Kane. Ræddu höfuðhöggið Körfuboltakvöld sýndi líka meiðslin sem urðu til þess að Kane spilaði ekkert í seinni hálfleiknum. Þar fékk sjúkraþjálfarinn hrós fyrir að taka Kane út úr leiknum. Þegar Kane fór að riða í höndum sjúkraþjálfarans og Ólafs Ólafssonar þá varð öllum ljóst að það var enginn leikþáttur í gangi því höggið virkaði ekki mikið á myndum af atvikinu. Það má sjá umfjöllunina um Kane hér fyrir neðan. Klippa: Körfuboltakvöld ræddi frábæra frammistöðu Kane og höfuðhöggið hans
Bónus-deild karla Grindavík Körfuboltakvöld Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Dagskráin: Úrslitastund hjá Orra á Old Trafford og spennan magnast í Bónus Sport Fleiri fréttir Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Sjá meira