Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Tómas Arnar Þorláksson skrifar 10. nóvember 2024 13:09 Horft yfir Skeifuna, þar sem Módern er til húsa. Vísir/Vilhelm Irmý Rós Þorsteinsdóttir, starfsmaður Landsbankans, varð fyrir óheppilegu atviki í gær þegar hún kom verðmætum sem hún hafði keypt í versluninni Módern í Faxafeni fyrir í bíl sem var ekki í hennar eigu. Þegar hún snéri aftur í bifreið sína áttaði hún sig á misskilningnum en þá var hin bifreiðin horfin á brott. „Við vorum tvær saman að gera okkur glaðan dag og nýta afslættina. Það var einhver athyglisbrestur í okkar að rölta þarna. Við vorum að fara í tvær til þrjár búðir þarna í kring og skiluðum þessu af okkur. Þetta hefur væntanlega verið Polestar-bíll líka eins og ég á. Síðan röltum við bara áfram án þess að pæla í þessu,“ segir Irmý í samtali við Vísi. Skondið atvik en talsvert tap Hún biðlar til fólks sem var í grennd við Módern í gær um 14 leytið að hafa samband ef ske kynni að verðmætin hafi endað í aftursæti þeirra. Hún segir atvikið vera skondið en vonast til þess að verðmætin skili sér enda nemur tapið hátt í 90 þúsund krónur. „Búðin var með myndavélar inni og það sést í bílinn á upptöku en sést ekki í bílnúmerið. Þegar við komum til baka áttuðum við okkur á þessu og sáum að það vantaði eitthvað í bílinn. Þá áttaði ég mig á því að við höfðum greinilega sett þetta í rangan bíl.“ Ótrúleg tilviljun Hún segir að um ótrúlega tilviljun sé að ræða og að óheppilegt sé að bifreiðin sem um ræðir hafi verið ólæst. „Ég hugsaði þegar ég tók í húninn: Bíddu læsti ég ekki bílnum? Því ég læsi alltaf bílnum en spáði ekkert í það, við vorum eitthvað að flýta okkur.“ Irmý grunar alls ekki að um einhvers konar óprúttin aðila sé að ræða og hefur fulla trú á því að viðkomandi hafi samband við hana. „Mögulega hefur hann bara ekki séð þetta í aftursætinu. Þetta er pínu skondið.“ Bílar Reykjavík Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
„Við vorum tvær saman að gera okkur glaðan dag og nýta afslættina. Það var einhver athyglisbrestur í okkar að rölta þarna. Við vorum að fara í tvær til þrjár búðir þarna í kring og skiluðum þessu af okkur. Þetta hefur væntanlega verið Polestar-bíll líka eins og ég á. Síðan röltum við bara áfram án þess að pæla í þessu,“ segir Irmý í samtali við Vísi. Skondið atvik en talsvert tap Hún biðlar til fólks sem var í grennd við Módern í gær um 14 leytið að hafa samband ef ske kynni að verðmætin hafi endað í aftursæti þeirra. Hún segir atvikið vera skondið en vonast til þess að verðmætin skili sér enda nemur tapið hátt í 90 þúsund krónur. „Búðin var með myndavélar inni og það sést í bílinn á upptöku en sést ekki í bílnúmerið. Þegar við komum til baka áttuðum við okkur á þessu og sáum að það vantaði eitthvað í bílinn. Þá áttaði ég mig á því að við höfðum greinilega sett þetta í rangan bíl.“ Ótrúleg tilviljun Hún segir að um ótrúlega tilviljun sé að ræða og að óheppilegt sé að bifreiðin sem um ræðir hafi verið ólæst. „Ég hugsaði þegar ég tók í húninn: Bíddu læsti ég ekki bílnum? Því ég læsi alltaf bílnum en spáði ekkert í það, við vorum eitthvað að flýta okkur.“ Irmý grunar alls ekki að um einhvers konar óprúttin aðila sé að ræða og hefur fulla trú á því að viðkomandi hafi samband við hana. „Mögulega hefur hann bara ekki séð þetta í aftursætinu. Þetta er pínu skondið.“
Bílar Reykjavík Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira