„Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Andri Már Eggertsson skrifar 10. nóvember 2024 20:19 Benedikt Guðmundsson að fara yfir málin í leik kvöldsins Vísir/Jón Gautur Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta vann fjögurra stiga sigur gegn Rúmeníu 77-73 í undankeppni EM. Þetta var fyrsti sigur liðsins í tvö ár og Benedikt Guðmundsson, þjálfari liðsins, var ánægður eftir leik. „Þetta eru ekki margir leikir á ári hjá okkur en tilfinningin er ógeðslega góð og hungrið í sigur var ógeðslega mikið. Mig langar svo að vinna alla þessa landsleiki því þessar stelpur eru svo flottar og duglegar og eru búnar að taka svo miklum framförum.“ „Kvennaboltinn er í svo mikilli sókn og við höfum verið í hörkuleik við margar þjóðir en að klára leik með sigri var betra og vonandi er það að koma núna,“ sagði Benedikt Guðmundsson í samtali við Vísi eftir leik. Benedikt var ánægður með að Rúmenía hafi verið í svæðisvörn í fyrri hálfleik sem gerði það að verkum að íslenska liðið fékk opin þriggja stiga skot. „Við vissum af þjálfaraskiptum hjá Rúmenum og ég var búinn að heyra það að þessi nýi þjálfari væri gjarn á að fara í svæðisvörn. Hann byrjaði í svæðisvörn í þessum leik og það var veisla fyrir stelpur eins og Thelmu og þessar skyttur sem við erum með. Hann var snöggur að hætta í svæðisvörn og fór í maður á mann. Við tökum því fagnandi ef lið ætlar í svæðisvörn á móti okkur.“ Staðan var 55-51 þegar haldið var í síðasta fjórðung og Benedikt var virkilega ánægður með að liðið hafi náð að klára leikinn í fjórða leikhluta. „Rúmensku stelpurnar gerðu vel í að setja niður stór þriggja stiga skot. Mér fannst við vera fá þannig stöður í sókn að við vorum að fá góð tækifæri sem við vorum að klikka á. Mér fannst að við ættum að vera með stærra forskot í lok þriðja leikhluta og byrjun fjórða leikhluta. Þegar þú ert ekki að ná að nýta augnablikin til þess að búa til forskot þá færðu það yfirleitt í bakið og andstæðingurinn kemur til baka.“ „Sem betur fer steig Danielle upp í lokasókninni eins og hún var beðin um og kláraði þetta. Það hefði verið ósanngjarnt að tapa þessu. Þetta mátti vera eitt, tvö, þrjú eða fjögur stig eða hvað sem það var. Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig.“ „Ég bað um að Ísabella myndi setja hindrun fyrir hana og svo myndi Danielle fara á manninn sinn og annað hvort myndi hún búa til skot fyrir sig eða samherja. Við settum þetta í hendurnar á henni og ég sé ekki eftir því enda var það frekar augljós ákvörðun að leita til hennar,“ sagði Benedikt að lokum. EM 2025 í körfubolta Landslið kvenna í körfubolta Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Enski boltinn Fleiri fréttir Frakkar fóru létt með Belgana Í beinni: Tindastóll - Víkingur | Svakalegur fallslagur á Króknum Í beinni: FH - Þróttur | Stórleikur í Krikanum Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Rekinn úr félaginu sínu en valinn í landsliðið á móti Íslandi Dagskráin: Big Ben, úrslitastund Blika, dregið í Meistaradeild og Besta kvenna Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Sjá meira
„Þetta eru ekki margir leikir á ári hjá okkur en tilfinningin er ógeðslega góð og hungrið í sigur var ógeðslega mikið. Mig langar svo að vinna alla þessa landsleiki því þessar stelpur eru svo flottar og duglegar og eru búnar að taka svo miklum framförum.“ „Kvennaboltinn er í svo mikilli sókn og við höfum verið í hörkuleik við margar þjóðir en að klára leik með sigri var betra og vonandi er það að koma núna,“ sagði Benedikt Guðmundsson í samtali við Vísi eftir leik. Benedikt var ánægður með að Rúmenía hafi verið í svæðisvörn í fyrri hálfleik sem gerði það að verkum að íslenska liðið fékk opin þriggja stiga skot. „Við vissum af þjálfaraskiptum hjá Rúmenum og ég var búinn að heyra það að þessi nýi þjálfari væri gjarn á að fara í svæðisvörn. Hann byrjaði í svæðisvörn í þessum leik og það var veisla fyrir stelpur eins og Thelmu og þessar skyttur sem við erum með. Hann var snöggur að hætta í svæðisvörn og fór í maður á mann. Við tökum því fagnandi ef lið ætlar í svæðisvörn á móti okkur.“ Staðan var 55-51 þegar haldið var í síðasta fjórðung og Benedikt var virkilega ánægður með að liðið hafi náð að klára leikinn í fjórða leikhluta. „Rúmensku stelpurnar gerðu vel í að setja niður stór þriggja stiga skot. Mér fannst við vera fá þannig stöður í sókn að við vorum að fá góð tækifæri sem við vorum að klikka á. Mér fannst að við ættum að vera með stærra forskot í lok þriðja leikhluta og byrjun fjórða leikhluta. Þegar þú ert ekki að ná að nýta augnablikin til þess að búa til forskot þá færðu það yfirleitt í bakið og andstæðingurinn kemur til baka.“ „Sem betur fer steig Danielle upp í lokasókninni eins og hún var beðin um og kláraði þetta. Það hefði verið ósanngjarnt að tapa þessu. Þetta mátti vera eitt, tvö, þrjú eða fjögur stig eða hvað sem það var. Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig.“ „Ég bað um að Ísabella myndi setja hindrun fyrir hana og svo myndi Danielle fara á manninn sinn og annað hvort myndi hún búa til skot fyrir sig eða samherja. Við settum þetta í hendurnar á henni og ég sé ekki eftir því enda var það frekar augljós ákvörðun að leita til hennar,“ sagði Benedikt að lokum.
EM 2025 í körfubolta Landslið kvenna í körfubolta Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Enski boltinn Fleiri fréttir Frakkar fóru létt með Belgana Í beinni: Tindastóll - Víkingur | Svakalegur fallslagur á Króknum Í beinni: FH - Þróttur | Stórleikur í Krikanum Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Rekinn úr félaginu sínu en valinn í landsliðið á móti Íslandi Dagskráin: Big Ben, úrslitastund Blika, dregið í Meistaradeild og Besta kvenna Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Sjá meira