„Hefur þú ekkert að gera?” Marta Wieczorek skrifar 12. nóvember 2024 07:16 Ég heyri þetta oft, sérstaklega þegar ég segi frá nýjustu hugmyndum eða verkefnum sem ég læt plata mig út í. Verkefnum sem hefur fjölgað mikið undanfarin ár. Jú, ég hef nóg að gera! Ég er fyrst og fremst þriggja barna móðir og eiginkona. Síðan er ég kennari - en ég hef lokið leik- og grunnskólakennarafræðum í háskóla, og tók tvö meistaranám í einu (eða í rauninni fjögur: ég er menntaður leikskólakennari með sérkennslu og grunnskólakennari með áherslu á sögufræði). Ég hef unnið á leikskóla í fjórtán ár en ákvað að sækja um starf sem kennari með íslensku sem annað tungumál í grunnskóla og það er þvílík breyting að fara úr leikskóla yfir á unglingastig. Það gengur þó vel að aðlagast - enda er þetta þriðja árið mitt í þessu starfi. Það væri tímafrekst að telja upp allt það ná, öll þau réttindanámskeið og alla þá endurmenntun sem ég hef sótt, en samt held ég áfram - ég er nú skráð í einn áfanga í HÍ sem mun klárast í desember. Frá árinu 2009 hef ég starfað hjá Pólska Skólanum í Reykjavík, þar sem ég er kenni sögufræði á laugardögum og ég hef auk þess verið þar aðstoðarskólastjóri frá árinu 2012. Síðan er ég fulltrúi Pólska Skólans í Móðurmáli - Samtökum um tvítyngi. Auk þess kenni ég íslensku fyrir nýkomin börn á mánudögum, en þetta verkefni fer fram á vegum Suðurmiðstöðvar. Fyrir tveimur árum bættist við hjá mér spennandi verkefni, sem hét Sendiherrar í Breiðholti en þar sem verkefnið dreifist víðar, breyttum við nafninu í Menningarsendiherrar. Markmiðin eru að tengja íslenska samfélagið og ólíka menningarhópa saman, vinna að auknu trausti, virðingu og þekkingu okkar á milli. Þetta finnst mér mikilvægt hlutverk - að brúa bil milli hópa, efla upplýsingaflæði og sameina samfélagið sem við erum öll að búa til saman. Mér finnst afar mikilvægt að kynna íslenska menning fyrir fólki með erlendan uppruna og þess vegna sé ég stundum um leiðsögn á pólsku í íslenskum söfnum. Ég bjó til texta fyrir sýninguna „Jól í Póllandi” sem var sýnd í Árbæjarsafninu fyrir nokkrum árum og ég reyni að deila með sem flestum og þýða allskonar upplýsingar um íslenskar hátíðir og viðburði. Já, ég hef svo sannarlega “ekkert” að gera… Þegar mér var tilkynnt að ég hefði verið valin Reykvíkingur ársins 2024 fyrir allt þetta ofangreinda “ekkert”, var það mikil viðurkenning og hvatning fyrir mig til að halda áfram og jafnvel gera meira fyrir aðra. Mér var sagt að nú þurfi ég að nota röddina mína Nú heyrist betur allt það sem ég get sagt af eigin reynslu. Um stöðu erlendra íbúa þessa lands sem eru að glíma við vaxandi húsnæðisvanda og háa vexti. Um börnin sem eru koma í skóla frá öðrum löndum eða bara frá öðru sveitarfélagi, eru að byggja traust og mynda tengsl í nýju umhverfi og skóla en þurfa að flytja aftur eða snúa aftur til síns heimalands því foreldrar þeirra hafa misst íbúðina vegna of hárrar leigu eða fengu synjun frá ríkinu, þó svo að aðlögun gangi vel og þeim langi að læra íslensku og búa í þessu fallegu landi. Kerfið þarf að vera fljótvirkara og skilvirkara. Um mikilvægi móðurmálskennslu sem er undirstaða íslensku og viðurkenning á kunnáttu annarra mála - það er enginn “mállaus”. Um krefjandi og versnandi aðstæður nemenda og kennara á öllum skólastigum - og þá á ég við öll börn, bæði íslensk börn og börn sem eru af erlendu bergi brotin. Um nauðsyn mikilvægra aðgerða í íslenskukennslu - og aftur: ég er að tala jafnvel um íslensk börn, sem nota ensku oft ómeðvitað. Um fjölda sérfræðinga með erlendan uppruna, sem vegna engrar eða grunnkunnáttu af íslensku tungumáli eru að starfa í störfum þar sem menntun þeirra nýtist ekki í staðinn fyrir að styðja íslenskt samfélag með þekkingu og fagmennsku sinni og læra íslensku samhliða. Um biðlista hjá sérfræðingum, eftir greiningum, eftir læknisþjónustu og þjónustu almennt. Um þau ótrúlegu skilaboð sem ungt fólk fær þegar það sér aðgerðarleysi lögreglunnar og yfirvalda þegar um víðtækan þjófnað er að ræða, eða þegar grunaðir sakborningar eru látnir lausir úr gæsluvarðhaldi og sakfelldir ganga lausir, jafnvel þeir sem dæmdir eru af dómstólum fyrir morð. Þetta eru skilaboð um að hér geti maður gert hvað sem maður vill án afleiðinga og refsinga. Veggspjöld með yfirstrikaðan hníf eru ekki nóg – það þarf að virða lög og reglur. Þetta hef ég sjálf upplifað og heyrt frá íslenskum og erlendum viðmælendum. Það verður að tala um þessi atriði, því þetta á við um okkur öll. „Hefur þú ekkert að gera??“ Jú, ég hef mikið að gera og ef ég fæ tækifæri að gera enn meira fyrir fleira fólk og til að vera rödd þeirra sem fáir vilja hlusta á -þá segiég bara já, takk! Ég er ég í framboði fyrir Flokk Fólksins af því það er ekkert mikilvægara en fólk. Því hér eru leiðtogar sem eru traustsins verðir og hafa kraft til að athafna sig og hafa hugmyndir um hvernig eigi að leysa þessi vandamál. Því tíminn fyrir breytingar er núna, sum mál geta ekki beðið lengur! Ég þekki nokkra frábæra einstaklinga frá öðrum flokkum og ég á fulla trú á því að við viljum og getum öll unnið saman í þágu sameiginlegs þjóðfélags með traust og virðingu að leiðarljósi. Áfram Ísland. Það er komið að þér. Höfundur er í 2. sæti lista Flokk Fólksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Flokkur fólksins Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Sjá meira
Ég heyri þetta oft, sérstaklega þegar ég segi frá nýjustu hugmyndum eða verkefnum sem ég læt plata mig út í. Verkefnum sem hefur fjölgað mikið undanfarin ár. Jú, ég hef nóg að gera! Ég er fyrst og fremst þriggja barna móðir og eiginkona. Síðan er ég kennari - en ég hef lokið leik- og grunnskólakennarafræðum í háskóla, og tók tvö meistaranám í einu (eða í rauninni fjögur: ég er menntaður leikskólakennari með sérkennslu og grunnskólakennari með áherslu á sögufræði). Ég hef unnið á leikskóla í fjórtán ár en ákvað að sækja um starf sem kennari með íslensku sem annað tungumál í grunnskóla og það er þvílík breyting að fara úr leikskóla yfir á unglingastig. Það gengur þó vel að aðlagast - enda er þetta þriðja árið mitt í þessu starfi. Það væri tímafrekst að telja upp allt það ná, öll þau réttindanámskeið og alla þá endurmenntun sem ég hef sótt, en samt held ég áfram - ég er nú skráð í einn áfanga í HÍ sem mun klárast í desember. Frá árinu 2009 hef ég starfað hjá Pólska Skólanum í Reykjavík, þar sem ég er kenni sögufræði á laugardögum og ég hef auk þess verið þar aðstoðarskólastjóri frá árinu 2012. Síðan er ég fulltrúi Pólska Skólans í Móðurmáli - Samtökum um tvítyngi. Auk þess kenni ég íslensku fyrir nýkomin börn á mánudögum, en þetta verkefni fer fram á vegum Suðurmiðstöðvar. Fyrir tveimur árum bættist við hjá mér spennandi verkefni, sem hét Sendiherrar í Breiðholti en þar sem verkefnið dreifist víðar, breyttum við nafninu í Menningarsendiherrar. Markmiðin eru að tengja íslenska samfélagið og ólíka menningarhópa saman, vinna að auknu trausti, virðingu og þekkingu okkar á milli. Þetta finnst mér mikilvægt hlutverk - að brúa bil milli hópa, efla upplýsingaflæði og sameina samfélagið sem við erum öll að búa til saman. Mér finnst afar mikilvægt að kynna íslenska menning fyrir fólki með erlendan uppruna og þess vegna sé ég stundum um leiðsögn á pólsku í íslenskum söfnum. Ég bjó til texta fyrir sýninguna „Jól í Póllandi” sem var sýnd í Árbæjarsafninu fyrir nokkrum árum og ég reyni að deila með sem flestum og þýða allskonar upplýsingar um íslenskar hátíðir og viðburði. Já, ég hef svo sannarlega “ekkert” að gera… Þegar mér var tilkynnt að ég hefði verið valin Reykvíkingur ársins 2024 fyrir allt þetta ofangreinda “ekkert”, var það mikil viðurkenning og hvatning fyrir mig til að halda áfram og jafnvel gera meira fyrir aðra. Mér var sagt að nú þurfi ég að nota röddina mína Nú heyrist betur allt það sem ég get sagt af eigin reynslu. Um stöðu erlendra íbúa þessa lands sem eru að glíma við vaxandi húsnæðisvanda og háa vexti. Um börnin sem eru koma í skóla frá öðrum löndum eða bara frá öðru sveitarfélagi, eru að byggja traust og mynda tengsl í nýju umhverfi og skóla en þurfa að flytja aftur eða snúa aftur til síns heimalands því foreldrar þeirra hafa misst íbúðina vegna of hárrar leigu eða fengu synjun frá ríkinu, þó svo að aðlögun gangi vel og þeim langi að læra íslensku og búa í þessu fallegu landi. Kerfið þarf að vera fljótvirkara og skilvirkara. Um mikilvægi móðurmálskennslu sem er undirstaða íslensku og viðurkenning á kunnáttu annarra mála - það er enginn “mállaus”. Um krefjandi og versnandi aðstæður nemenda og kennara á öllum skólastigum - og þá á ég við öll börn, bæði íslensk börn og börn sem eru af erlendu bergi brotin. Um nauðsyn mikilvægra aðgerða í íslenskukennslu - og aftur: ég er að tala jafnvel um íslensk börn, sem nota ensku oft ómeðvitað. Um fjölda sérfræðinga með erlendan uppruna, sem vegna engrar eða grunnkunnáttu af íslensku tungumáli eru að starfa í störfum þar sem menntun þeirra nýtist ekki í staðinn fyrir að styðja íslenskt samfélag með þekkingu og fagmennsku sinni og læra íslensku samhliða. Um biðlista hjá sérfræðingum, eftir greiningum, eftir læknisþjónustu og þjónustu almennt. Um þau ótrúlegu skilaboð sem ungt fólk fær þegar það sér aðgerðarleysi lögreglunnar og yfirvalda þegar um víðtækan þjófnað er að ræða, eða þegar grunaðir sakborningar eru látnir lausir úr gæsluvarðhaldi og sakfelldir ganga lausir, jafnvel þeir sem dæmdir eru af dómstólum fyrir morð. Þetta eru skilaboð um að hér geti maður gert hvað sem maður vill án afleiðinga og refsinga. Veggspjöld með yfirstrikaðan hníf eru ekki nóg – það þarf að virða lög og reglur. Þetta hef ég sjálf upplifað og heyrt frá íslenskum og erlendum viðmælendum. Það verður að tala um þessi atriði, því þetta á við um okkur öll. „Hefur þú ekkert að gera??“ Jú, ég hef mikið að gera og ef ég fæ tækifæri að gera enn meira fyrir fleira fólk og til að vera rödd þeirra sem fáir vilja hlusta á -þá segiég bara já, takk! Ég er ég í framboði fyrir Flokk Fólksins af því það er ekkert mikilvægara en fólk. Því hér eru leiðtogar sem eru traustsins verðir og hafa kraft til að athafna sig og hafa hugmyndir um hvernig eigi að leysa þessi vandamál. Því tíminn fyrir breytingar er núna, sum mál geta ekki beðið lengur! Ég þekki nokkra frábæra einstaklinga frá öðrum flokkum og ég á fulla trú á því að við viljum og getum öll unnið saman í þágu sameiginlegs þjóðfélags með traust og virðingu að leiðarljósi. Áfram Ísland. Það er komið að þér. Höfundur er í 2. sæti lista Flokk Fólksins í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun